RÉTT OG EKKI RÉTT - HVORT KEMUR Á UNDAN HÆNAN EÐA EGGIÐ??

Það er í sjálfu sér alveg rétt að ÞAÐ VORU EKKI 90% LÁNIN SEM URÐU TIL AÐ KOLLSTEYPA ÍBÚÐALÁNASJÓÐI HELDUR INNKOMA VIÐSKIPTABANKANNA Á HÚSNÆÐISMARKAÐINN.  Jú Íbúðalánasjóður byrjaði á að lofa 90% lánum, viðskiptabankarnir byrjuðu á því að lofa því sama en þar sem fólk virtist vera "tortryggið" gagnvart þeim var þetta fljótlega hækkað í 100% og þá fóru hjólin að snúast.  Fólk tók 100% lán hjá viðskiptabönkunum og greiddi síðan upp Íbúðasjóðslánin, sem hvíldu á viðkomandi eign (mörg dæmi eru um það að sama eignin hafi skipt um eigendur þrisvar sinnum á ári þegar aksjonin var sem mest) svo LÁNAÐI Íbúðalánasjóður viðskiptabönkunum uppgreiðsluna og aðstoðaði þá þannig við að koma sjálfum sér AF húsnæðismarkaðnum.  En MARKAÐURINN virkaði náttúrulega eins og hann átti að gera meiri eftirspurn kallaði á gífurlega hækkun fasteignaverðs og úr varð alveg heljarinnar "FASTEIGNABÓLA".  Margir vilja líkja þessu ástandi, sem skapaðist hér álandi á fasteignamarkaðnum, við ástandið sem skapaðist í Bandaríkjunum í kjölfar "undirmálslánanna" svokölluðu, í það minnsta er sú samlíking mjög áhugaverð...................
mbl.is 90% lánunum ekki um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bankarnir gátu valið var það þeim lífsnauðsilegt að keppa við íbúðarlánasjóð held ekki.Svo það var eini tilgangur bankana að nésetja sjóðin að mínu mati

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 10:56

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Auðvitað var takmark banklanna að ýta sjóðnum af markaði. Þeim datt að sjálfsögðu ekki í hug að ríkið færi að bruðla með almannafé í áhættufjárfestingum.... hvað þá að fjármagna bankana.

Það varð samt raunin.

Það er síðan nokkuð merkilegt að hæst er gólað að "90% lánin ollu..." að þé er hvergi minnst á slíkt með rökstuðningi í skýrslunni. Lítillega er imprað á þvi í 9. kafla en ekki með haldbærum rökum heldur fremur "óskuðum niðurstöðum" [lesist "pólitískum ofsóknum"].

Óskar Guðmundsson, 10.7.2013 kl. 11:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sem betur fór tókst viðskiptabönkunum EKKI að knésetja Íbúðalánasjóð því eftir sem áður var Íbúðalánasjóður EINI aðilinn sem lánaði til fasteignakaupa úti á landi.  Því miður er skýrslan um Íbúðalánsjóð mjög lituð og reyndar er ekkert um það fjallað að ALLIR höfundar hennar eru nátengdir öðrum fyrrverandi stjórnarflokknum.  Í þessari skýrslu er mikið talað um það sem aflaga fór í rekstrinum (og öruggt að margt hefði betur mátt fara) en það vekur athygli að EKKI eru tillögur um HVAÐ hefði átt að gera.

Jóhann Elíasson, 10.7.2013 kl. 11:29

4 identicon

fyi, eggið kom á undan hænunni

http://www.uber-facts.com/2013/01/science-has-an-answer-the-egg-came-before-the-chicken/

Helgi Tómas Gíslason (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 13:06

5 identicon

Sæll Jóhann

Það var bara tímaspursmál hvenær bankarnir færu inn á þennan markað af krafti og kemur í raum 90% lanum íbúðarlánasjóðs lítið við. Bankarnar voru á þessum tíma fullir af peningum og höfðu greiðan aðgang að ódýru fjármagni sem þeir vildu koma í vinnu. Fín ávöxtum með þokkalegri tryggingu miðað við það sem gekk og gerðist á þessum tíma. Það var svo samkeppnin á milli bankanna sem leiddi þróunina.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 13:52

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já hvort kom nú á undan, orsökin eða afleiðingin?

Það er verðtryggingin sem er grundvallar- og frumorsök fyrir öllu þessu klúðri.

Verðtryggingin kom fyrst af þessu öllu, reyndar langt á undan Íbúðalánasjóði sjálfum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 14:09

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur eigum við ekki að hafa hlutina rétta?????  Það er EKKI VERÐTRYGGINGIN sem er vandamálið heldur VERÐBÓLGAN.........

Jóhann Elíasson, 10.7.2013 kl. 14:49

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jóhann,ég held að íbúðarlánasjóður hafi ekki verið eini aðilinn sem lánaði úti á landi.Varðandi það að bankarnir hafi ætlað að knésetja íbúðarlánasjóð.Hversvegna hefðu þeir átt að vera að því?Var Þetta ekki bara bissness?Það er alveg eins hægt að segja að þeir hafi verið að knésetja hvern annan.Ég er þeirrar skoðunar að íbúðarlánasjóður sé óþarfur ef samkeppnin er í lagi.Í Noregi eru það bankarnir sem alfarið lána til fasteignakaupa.Af hverju er ekki hægt að hafa það eins á Íslandi?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.7.2013 kl. 15:27

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er að einhverju leiti rétt hjá þér Jósef Smári að örfáir Sparisjóðir á landsbyggðinni lánuðu til fasteignakaupa úti á landi en stóru viðskiptabankarnir gerðu það ekki nema gegn veði í fasteignum á höfuðborgarsvæðinu.  Hvers vegna verður samkeppni til, er það ekki bara bisness?????  Tarfsumhverfið verður þá að vera í lagi ekki bara sumstaðar.  Fyrir nokkrum árum síðan bjó ég í Noregi og sé hægt að koma því þannig fyrir að ALLIR sitji við sama borð, hvað varðar fasteignaviðskipti, geta bankarnir tekið við þessu annars ekki.  Það þarf að vera þannig að maður sem vill byggja sér hús á Drangsnesi hafi jafna möguleika á húsnæðisláni og sá sem ætlar að byggja í Reykjavík.  Á meðan svo er ekki þurfum við á Íbúðalánasjóði að halda.........

Jóhann Elíasson, 10.7.2013 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband