ÞAÐ EINA SEM DUGIR ER AÐ "STOKKA" LÍEYRISSÓÐSKERFIÐ ALVEG UPP.......

Yfirbygging kerfisins er þannig í dag að að megnið af iðgjöldunum fara í rekstur þeirra.  Að sjálfsögðu  er staða lífeyrissjóðanna eins misjöfn og þeir eru margir og auðvitað kemur ekki á óvart að staða LSR er lang verst.  Það er alveg með ólíkindum að hér á landi skuli ekki vera EINN OG SAMI LÍFEYRISSJÓÐURINN FYRIR ALLA LANDSMENN til dæmis er Jón ekki með sama lífeyrissjóð og séra Jón.  En svo er séra Jón greinilega miklu meira virði en Jón því RÍKIÐ (við) ábyrgjumst lífeyrisgreiðslur til séra Jóns en Jón getur étið það sem úti frýs og getur bara dáið drottni sínum, þegar hann hættir að vinna.  Og svo er náttúrulega sá aumingjaskapur sem verkalýðshreyfingin hefur gert sig seka um EN ÞAÐ ER AÐ HLEYPA ATVINNUREKENDUM INN Í STJÓRNIR LÍFEYRISSJÓÐANNA OG ÞAÐ Á ALGJÖRLEGA FÖLSKUM FORSENDUM.  Atvinnurekendur hafa fengið sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna á þeim forsendum að ÞEIR GREIÐI SVO MIKIÐ Í SJÓÐINA Í FORMI HINS SVOKALLAÐA MÓTFRAMLAGS.  En við skulum skoða tilurð MÓTFRAMLAGSINS:  Þannig var að atvinnurekendur treystu sér ekki í beinar launahækkanir í einum samningunum og varð úr að þetta MÓTFRAMLAG Í LÍFEYRISSJÓÐ varð til.  Því má með sanni segja að atvinnurekendur GREIÐA EKKI EINA EINUSTU KRÓNU Í LÍFEYRISSJÓÐ HELDUR ER MÓTFRAMLAGIÐ HLUTI AF LAUNAKJÖRUM LAUNAMANNSINS............................
mbl.is Vilja hækka lífeyrisiðgjald í LSR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er alveg rétt hjá þér Jóhann.  Mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð kom í staðinn fyrir beina launahækkun.  Þetta voru verkalýðsforingjar að kaupslaga með fyrir einhverjum áratugum, í samráði við ríkið.  Félagsmálapakkar var þetta kallað.

Þeir vissu sem var; að launþeginn myndi ekki uppgötva plottið fyrr en eftir nokkra áratugi.

Kolbrún Hilmars, 13.7.2013 kl. 17:26

2 identicon

Það væri nú ekki ónýtt að komast í þennan lífeyrissjóð:

Http://www.dv.is/sandkorn/2013/7/9/othaegilegir-ellidagar/

Björn Sig. (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 18:15

3 identicon

Sjálfbærni kerfis skiptir núverandi (og þáverandi) ráðamenn íslenskrar þjóðar engu máli. Ástæðan er einföld: Persónulegur hagnaður þeirra (og vandamanna) er ekki jafn mikill ef langtímahagsmunir eru fyrir hendi. Þetta er helsta vandamál íslenska kerfisins og hefur alltaf verið.

Flowell (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 20:09

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Sameina lífeyrissjóðina í einn og síðan einfalda kerfið er kannske skref í rétta átt.

Sýnist í fljótu bragði að kannske sé langbest að láta ríkið einfaldlega taka yfir og sameina lífeyrissjóði ellilífeyriskerfinu. Allir fái greidda sömu upphæð.

Lífeyrissjóðum er ekki treystandi til að ávaxta ellilífeyri, svo mikið er víst!

Kolbeinn Pálsson, 13.7.2013 kl. 20:46

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í bæ á landsbyggðinni þá varð ég vitni að því að maður sem átti ekki bót gerðist lífeyrisstjóri. Fimm árum seinna þá átti hann hús sem ekkert vantaði í og tvo bíla af bestugerð.  Ára tug seinna þá gerðist eitthvað og hann fór en annar kom í staðin á gömlum riðguðum Ford Cardinal með kerlu sína og hafurtask þar um borð.  Þremur árum seinna þá höfðu þessi hjón allt sem þau vantaði og viðhaldið líka, en ég fór en frétti síðar að þetta endaði bratt.

Svona á þetta hugsanlega að vera, um það get ég ekki dæmt.  En 1993 þá hringdi ég í þennan lífeyrissjóð sem ég hafði verið stofn félagi að, en það var ekki einfalt að finna hann þar sem hann var gengin inní annan lífeyrissjóð. 

Þar fékk ég samband við kerlingu ( Get ekki anað en sagt kerling og hefði átta að segja norn en það ætla ég ekki að gera) sem spurði hvað hún gæti gert fyrir mig.  Miðað við núverandi stöðu mína í þessu lífeyrissjóði spurði ég af minni einfeldni, við hverju má ég þá búast þegar ég kemst á lífeyris aldur.  

Hver er kennitala þín hvæsti kerling.  Ég sagði sem var og þá heyrði ég hlátur krunk  í kerlu er hún spurði hvað er þú að velta þessu fyrir þér svona ungur maðurinn. Ég hugsaði með mér að auðvita væri ég ekkert gamall, en það væri betra að hugsa áður en maður verður elliær.  En svarið var að ég hafði svona og svona marga punkta og gat þess vegna fengið svona og svona lán en þetta með lífeyrinn því var ekki ástæða til að svara fyrr en þar að kæmi. 

Það var margt sem ég hugsaði en það segi ég ekki núna, enda er ég enn að vinna þar sem ég sé að það hefur einhver verið að stela af mér í um fjörutíju og átta ár. 

     

Hrólfur Þ Hraundal, 14.7.2013 kl. 06:33

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála þessu.Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að láta ríkið bara sjá um að borga ellilífeyrinn til allra borgaranna.Og helst ekki að mismuna fólki eftir stéttum heldur láta alla fá það sama í ellinni.Sömu laun fyrir sömu vinnu.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.7.2013 kl. 16:13

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held reyndar að að Kolbeinn Pálsson sé á nákvæmlega sömu skoðun.Eru það fleiri?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.7.2013 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband