ALGJÖRAR "EKKI FRÉTTAR PÆLINGAR"......................

Það er nokkuð ljóst að maðurinn sækir EKKI um hæli hér á landi og því eru þessar vangaveltur algerlega út í bláinn.  Þess utan er frekar erfitt að skilja þessa þráhyggju, einstakra vinstri öfgamanna, að gera landið að einhverju athvarfi fyrir glæpamenn...................
mbl.is Geta framselt Snowden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þarft ekkert að vera að blogga vinurinn. Þú hefur aldrei neitt að segja, bætir engu við og hefur engar áhugaverðar upplýsingar eða ný sjónarhorn fram að færa.

Magnús (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er engin að óska þess að Ísland verði gert að athvarfi fyrir glæpamenn enda er Edward Snowden ekki glæpamaður heldur maður sem upplýsti um glæpsamlega starfsemi sinna stórnvalda. Þetta er maður sem hefur gert mikið fyrir heimsbyggðina með þessum uppljóstrunum sínum en vegna þess hversu miklar gungur og kanasleikjur flestir ráðamenn á Vesturlöndum eru þá þorir engin að rétta honum hjálparhönd.

Það eina sem við sem viljum að Snowden fái hæli á Íslandi er að við sýmum að við erum hvorki gungur né kanasleikjur og í leiðinn að fordæma framferði Bandaríkjamanna.

Sigurður M Grétarsson, 22.7.2013 kl. 11:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínu mati og margra annarra er hann ótýndur glæpamaður og ekkert annað, Sigurður alveg sama hvað þú bullar...

Jóhann Elíasson, 22.7.2013 kl. 16:02

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í hverju er glæpur hans fólgin?

Er ekkert athugavert við það framferði Bandaríkjastjórnar sem hann afhjúpaði?

Er það að þínu mati alltaf glæpsamlegt að upplýsa það sem stjórnvöld vilja að fari leynt hversu mikið erindi sem það á við almenning og hversu mikill glæpur það er að hálfu stjórnvalda sem þau vilja að fari leynt?

Ætli það sé ekki frekar þú sem ert að bulla með því að tala um Snowden sem glæpamann?

Sigurður M Grétarsson, 22.7.2013 kl. 19:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Síðast þegar ég vissi, Sigurður, var þjófnaður og njósnir glæpur sama hver tilgangurinn er sagður vera. 

Jóhann Elíasson, 22.7.2013 kl. 19:32

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallinn við þá röksemdarfærslu þína er að Snowden hefur hvorki gerst sekur um þjófnað né njósnir, ekki nema þá þær njósnir sem hann kom að fyrir hönd Bandaríkjastjórnar gegn eigin þegnum og annarra þjóða. Það eina sem Snowden hefur gert er að upplýsa um glæpsamlega hegðun eigin stjórnar. Fyrir það á að hylla hann en ekki lögsækja. Það eru þeir sem stóðu fyrir þessum njósnum fyrir hönd Bandaríkjastjórnar sem á að ákæra.

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2013 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband