AGS FÓR AF LANDI BROTT ÞEGAR STJÓRNARTÍÐ ÞEIRRA OG "RÍKISSTJÓRNAR FÓLKSINS" LAUK.......

Því þeir hafa fullreynt það að í nýrri ríkisstjórn hér á landi situr fólk sem er skynsamara en það að þetta fólk láti troða inn á sig úreltum hagfræðikenningum og hagfræðiúrræðum sem hafa brugðist annars staðar í heiminum.  En þetta er einmitt það sem gerði samstarf "Ríkisstjórnar Fólksins" og AGS svo "FARSÆLT" því "Ríkisstjórn Fólksins" var samansafn af trúgjörnum einfeldningum sem einfalt var að spila með....
mbl.is Sendiskrifstofu AGS lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AGS bjargaði Íslandi frá fullkomnu hruni.

Hvernig væri nú að sýna smá auðmýkt?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 15:18

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Ég hugsaði það nákvæmlega sama þannig að ég skil bara ekki þessa færslu.

Friðrik Friðriksson, 31.7.2013 kl. 15:30

3 identicon

Yfirlætisleg og lágkúruleg ummæli Jóhanns Elíassonar.

Í stað þess að þakka fyrir sig, hreytir hann skít í þá sem veittu okkur hjálparhönd þegar samfélagið var með allt niður um sig eftir óstjórn og vanhæfni sjallabjálfanna + hækjunnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 16:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og fyrir hvað á að þakka????

Jóhann Elíasson, 31.7.2013 kl. 17:01

5 identicon

Úr grein Þorvalds Gylfasonar, sem birtist í DV fyrir nokkrum dögum;  

"Í gær bauð fulltrúi AGS á Íslandi, Franek Rozwadowski, til stuttrar móttöku í Iðnó, þar eð hlutverki AGS hér er nú lokið. Hann hélt stutta ræðu, þar sem hann þakkaði Íslendingum fyrir sig. Þar var enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar, enda sendir forsætisráðherrann sjóðnum nú langt nef. En þar var Árni Páll Árnason fv. efnahagsráðherra og hélt ágæta þakkarræðu, þar sem hann lýsti því, hvernig AGS og þá ekki sízt fulltrúi hans á Íslandi hefði blásið lamaðri ríkisstjórn kjark í brjóst eftir hrun: Okkur datt beinlínis í hug, að Ísland væri „failed state“, sagði ráðherrann fyrrverandi, en AGS sýndi okkur, að svo er ekki. Vel mælt og drengilega".

Ef þú veist ekki Jóhann hvað "failed state" þyðir, fléttu því upp.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 17:41

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og er þá Ísland þá kannski ekki lengur "failed state" vegna þess að AGS tókst að sannfæra Árna Pál og félaga um að svo væri ekki og þetta myndi allt reddast?

Nú væri fínt að fá svör við því því hvort að skilgreiningin á "failed state" er : "Ríki þar sem AGS hefur ekki talið stjórnvöldum trú um að þetta muni allt reddast." ?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2013 kl. 17:53

7 identicon

"Að reddast" er íslenskt hugtak, alíslenskt. AGS eða slíkar "skammstöfu stofnanir" nota ekki svona hugtök. Ég veit því ekki hvað þú ert að fara, Guðmundur.

Við skulum svo sannarlega vona að klakinn sé ekki "failed state", en því er þá vissulega ekki Hrunflokkunum, Íhaldinu og hækjunni, afglöpunum Dabba og Dóra að þakka.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 18:10

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Haukur Kristinsson leggur hart að sér við að verja TRÚÐANA sem skipuðu "Ríkisstjórn Fólksins" ekki nóg með að þau kæmu hér öllu í kalda kol heldur ljúga þau að heimsbyggðinni að hér hafi allt farið á besta veg.  En það sjá allir sem vilja og geta (nema Haukur Kristinsson og fleiri af þessu vinstra trúgjarna liði) að hér á landi er síður en svo betra ástand í fjármálum en þegar þetta lið tók við stjórnartaumunum í byrjun árs 2009.

Jóhann Elíasson, 31.7.2013 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband