FINNST MÖNNUM ÞÁ Í LAGI AÐ FREMJA GLÆP TIL AÐ AFHJÚPA ANNAN GLÆP?????

Þessi dómur, þykir mér bara mjög vægur, miðað við glæpinn sem var framinn.  Þarna er bara hreinlega verið að tala um landráð.................
mbl.is Birgitta vonsvikin með dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ef einhver væri kerfisbundið að myrða saklaust fólk, þá myndi ég pottþétt segja frá. Þótt það væri glæpur að segja frá.

Þetta er ekki spurning um að horfa á Manning sem harðsvíraðann glæpamann og föðurlandssvikara, heldur ættum við að spurja okkur hvort lögin sem gera hann að glæpamanni séu sanngjörn og eigi rétt á sér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.8.2013 kl. 17:54

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jóhann,

Ég held að það sé alltaf spurning í svona málum.  Er réttlætanlegt að segja frá glæpum, sem framdir eru af stjórnvöldum, í óþökk stjórnvalda?  Þessi rammi hér í Bandaríkjunum hefur að margra mati minnkað talsvert á undanförnum árum og eru Manning og Snowden málin þar í brennidepli.  Nota bene, þá er Manning dæmdur af herdómstól, ekki almennum dómstól.  Skjala þjófnaður Mannings var reiðarslag fyrir herinn.  Manning var óbreyttur hermaður og hefði aldrei átt að hafa neinn aðgang að þessum upplýsingum.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.8.2013 kl. 19:49

3 Smámynd: Tómas

Jóhann, ég skil hreinlega ekki hvernig heilinn á þér virkar. Hvað hefðir þú gert í sporum Bradley? Hefðir þú, vitandi af stríðsglæpum, leitt þetta hjá þér og haldið áfram að vinna? Það væri glæpsamlegra, ekki satt?

Tómas, 21.8.2013 kl. 22:19

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tómas, við erum greinilega ekki alveg að tal um sömu hlutina og ég hef bara annað að gera en að vera að reyna að rökræða við menn sem ekki skilja einu sinni hvað er verið að tala um.............

Jóhann Elíasson, 22.8.2013 kl. 03:59

5 identicon

Hver fremur landráð?

Í Víetnamstríðinu, eftir að Nixon var orðinn forseti, ákvað hershöfðingi nokkur að eyða þorpi, My Lai. Þetta mátti ekki komast upp. Hermaður lak þessu í blaðamann og þeir voru ákærðir. Flest sem Nixon og stjórn hans gerði á sínum tíma var tortryggt. Bandaríska pressan lagðist þversum. Málið endaði með því að uppljóstrarinn var sýknaður en hershöfðinginn ákærður, dæmdur og rekinn.

Nú er öldin önnur. Hálfhvítur maður og Nóbelsverðlaunahafi er forseti. Þorri pressunnar leggst eins og hundur og uppljóstrarinn dæmdur. Glæpamaðurinn sleppur.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 08:17

6 identicon

Auðvitað "skjóta" menn sendiboðann. Manning var einfaldlega misnotaður af glæpamanningum Angassie og hans samtökum.

Kristjan (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 10:57

7 identicon

Jóhann.  Þarna er verið að "skjóta" sendiboðann.  Það að upplýsa um glæpsamlegt athæfi getur almennt ekki talizt glæpur.  Það er ekki landráð að upplysa um stríðsglæpi.  Það bara hentar hernum ekki.  Enda er Manning ekki dæmdur fyrir almennum dómstól.  Almennur dómstóll í réttarríki hefði aldrei sakfellt hann.  Þessvegna varð herinn (glæpamaðurinn) að taka málið í sínar hendur

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 11:30

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur þú eitthvað fyrir þér í þessu bulli þínu Kristján, dómstólum er uppálagt að dæma eftir lögunum en ekki eftir tilfinningum.

Jóhann Elíasson, 22.8.2013 kl. 13:26

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég átta mig ekki á því hvernig það getur talist glæpur að upplýsa um glæp.Er þetta ekki orðið svolítð öfugsnúið Jóhann?

Jósef Smári Ásmundsson, 22.8.2013 kl. 15:40

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar einhver hefur störf við að vinna við gagnagrunna skrifar sá hinn sami undir skjal þess efnis að hann láti ekki þriðja aðila í hendur upplýsingar, sem hann verður áskynja í starfi sínu.   Þennan trúnað brutu bæði Manning og Snowden, lýtur þú ekki á það sem glæp??

Jóhann Elíasson, 22.8.2013 kl. 15:47

11 identicon

Athyglisvert hvernig menn líta á glæpi og glæp. Hversu mikin glæp myndir þú sætta þig við Jóhann vegna undirskriftar, svo samviska þín myndi réttlæta undirskrift þina fyrir að þegja..??? Þjófnað..?? Nauðgun..?? Manndráp á saklausu fólki..?? Á samviskuþol þeirra sem skrifa undir trúnað að vera endalaust..?? Hversu langt værir þú til að ganga gegn samvisku þinni..??? Ég rétt vona að fleiri en Manning og Snowden hafi samvisku í sér til að uppljóstra um svona viðbjóð.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband