YFIRBURÐIRNIR VORU ALGJÖRIR

Einhverjar pælingar voru fyrir keppni að Mark Webber gæti kannski unnið keppnina, vegna dekkjaherfæði en Vettel sýndi það og sannaði í dag að hann er alveg yfirburðamaður á öllum sviðum í formúlunni.  Það var lengi vel útlit fyrir tvöfaldan sigur hjá Red Bull en Webber varð að hætta keppni vegna vélarbilunar þegar c.a 20 hringir voru eftir af keppninni og þar með skaust Rosberg í annað sætið og þar var hann óáreittur allt til loka.  En frammistaða Grosjeans var sú stórkostlegasta í dag.  Hann vann sig úr 17 sæti á rásmarki og í þriðja sæti, þetta töldu menn ekki hægt og voru menn að spá í það hvort honum myndi takast að verða í stigasæti, það verður að segjast að með þessum akstri skráði hann sig í sögubækurnar, sem einn af betri ökumönnum formúlunnar.  Miklar spekúleringar eru varðandi Alonso.  Allt frá því að það var gert opinbert að Massa færi frá liðinu og Raikkonen kæmi í hans stað, hefur gengi hans verið afleitt og einnig hafa samskipti hans við liðið verið frekar "stirð" og þar af leiðandi verið nokkuð til umræðu.  Ýmsir vilja meina að hann sé að reyna að fá sig lausan frá liðinu.  Það er ljóst að hvernig sem allt fer með Alonso þá er mikið um að vera á ökumannamarkaðnum núna og alveg öruggt að við sjáum miklar breytingar á næsta keppnistímabili og samkvæmt Eddie Jordan er það víst bara formsatriði að láta vita af því að Massa verði hjá Williams á næsta ári..............
mbl.is Vettel heimsmeistari með sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband