3.12.2013 | 09:28
ER ÞAÐ MÁL LÖGREGLUNNAR AÐ RÚV SINNI EKKI SKYLDUM SÍNUM???
Er ekki málið bara það að RUV hefur ekki sinnt öryggishlutverki sínu í mörg ár og nú er verið að finna sökudólg. Kannski voru þessir fréttamenn sem eftir eru svo uppteknir við að þýða fréttir frá Reuters, að þetta hafi bara einfaldlega farið framhjá þeim? Sýnir þetta ekki svart á hvítu að RUV er ekkert sá öryggisventill sem einhverjir halda. Er ekki full ástæða til að endurskilgreina hlutverk RUV í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið á upplýsingatækninni undanfarið?
Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 74
- Sl. sólarhring: 244
- Sl. viku: 1990
- Frá upphafi: 1855143
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 1242
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðast þegar Hekla gaus, sagði RUV frá því 40 mínútum áður en gosið hófst. Enginn hefði sagt frá þessu nema Veðurstofan hefði látið RUV vita. Hvorki RUV né nokkur annar fjölmiðill er með fréttamann á vakt allan sólarhringinn uppi á Veðurstofu til þess að horfa þar á alla mæla stanslaust.
En svo er að sjá hér á blogginu að ef Veðurstofan hefði ekki látið neinn vita hefði það verið RUV að kenna ef fjallið hefði byrjað að gjósa áður en nokkur segði frá því.
Hér má sjá á blogginu menn fimbulfamba um það að RUV eigi að hafa fréttamenn á vakt allan sólarhringinn við öll hús landsins til þess að segja af því fréttir ef eitthvað er að frétta.
Athyglisvert er að það virðist oftast vera sama fólkið sem kemur fram með svona gagnrýni og vill láta skerða þjónustu RUV sem allra mest.
Ómar Ragnarsson, 3.12.2013 kl. 11:00
Visir.is sagði frá ástandinu í Hraunbænum um svipað leyti og RUV. Brást visir.is ekki skyldum sínum sem fjölmiðill? Er ekki rétt að leggja þann fjölmiðil líka niður?
Ómar Ragnarsson, 3.12.2013 kl. 11:04
Jóhann það er lágmark að lesa fréttina áður en þú ferð að blogga um hana.
Friðrik Friðriksson, 3.12.2013 kl. 11:10
Friðrik, hvernig væri nú að þú færir að koma með einhverjar athugasemdir af viti og ef þú treystir þér ekki til þess skaltu bara sleppa þeim..
Ómar, þú gerir eins og þú ert þekktur fyrir, nefnir eingöngu þau dæmi sem þér henta. Ég veit ekki til þess að visir.is sé ríkisrekinn fjölmiðill og þiggi greiðslur frá ríkinu fyrir að sinna ákveðnu "öryggishlutverki". Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki legið alveg yfir blogginu en ég hef hvergi séð minnst á síðasta gos í Heklu fyrr en í þessari athugasemd hjá þér og þessi skætingur hjá þér bendir til þess að þér sé eitthvað farið að förlast.
Jóhann Elíasson, 3.12.2013 kl. 12:10
Bylgjan var með beina útsendingu frá blaðamannfundnum kl 11:00
Ég gat ekki séð né heyrt aðrir væru með neitt nema Twitterfærslur
Grímur (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 12:25
Af hverju ekki að hafa fréttamenn á vakt allan sólahringinn, er eitthvað að því?
í það minsta hér í þessu landi sem ég er í USA, þá hlusta fréttamenn á talstöðvasamtöl lögreglunar til að vita hvað er að gerast í sakamálum landsins en bíða ekki eftir símhringingu frá lögreglu og það kemur fyrir að fréttamenn eru komnir á stað glæpsins áður en lögreglan kemur þangað.
En RÚV er eitthver hvítflibba fréttastofa og það gerist ekkert frá klukkan 17:00 til 09:00 þess vegna er enginn á vakt, en eins og nafni minn benti á þá er RÚV orðin fréttaþýðendastöð A/P og Reuters.
Og auðvitað þá er RÚV á fullu með góðu fréttirnar af vinstriflokkunum (bankaflokkunum) ef flokkarnir hringja í RÚV.
Nei þetta er enginn öryggisventill og þaðan af síður góð fréttastofa, þeir ættu að sleppa þessari sýndarmensku í fréttafluttningi og halda sér við sinfóníur.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.12.2013 kl. 13:17
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1334008/
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.12.2013 kl. 14:26
Gott að kynna sér þetta margumrædda öryggishlutverk Rúv þegar deilt er um.
Ef maður skoðar lögin og notar orðið "öryggi" þá má sjá
Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu 23/2013 - 3.gr
5. "Ríkisútvarpið skal í samvinnu við til þess bær stjórnvöld tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun um útvarp og þegar við á eftir öðrum boðleiðum. Ríkisútvarpið skal í því skyni setja sér öryggisstefnu um órofinn rekstur hljóðvarpsþjónustu um land allt og á næstu miðum."
Sem er breyting frá
Lög um Ríkisútvarpið ohf. 61/2007 - 3.gr
11."Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps"
Ég sé ekki betur en að öryggi Rúv felist í því að það sé aðgengilegt um allt land og víðar (langbylgju).
Sé lítið um áherslu á að vera fyrstir með fréttirnar.
Greinilegt að sumum fynnst Rúv heldur óþarft og að það séu aðrir betri kostir. En ég spyr; á þá að treysta á Bylgjuna eða Mbl.is sem óháða miðla sem halda uppi útsendingum, óháð fjárhagslegum ávinningi?
Jóhann Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 15:18
Jóhann Gíslason, er RUV óháður miðill sem heldur uppi útsendingum, óháð fjárhagslegum ávinningi?
Mér sýnist það nefnilega ekki vera svoleiðis.
Thordur G. Sigfridsson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 16:43
Það er með öllu óskiljanlegt hverju Ómar Ragnarsson er að reyna að koma á framfæri í þessum pistli sínum. En við verðum að leyfa honum að njóta vafans og ætla að hann hafi verið að reyna að verja getuleysi RÚV til að sinna skyldum sínum..................
Jóhann Elíasson, 4.12.2013 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.