VÍST ER AÐ ÚTGJÖLD TIL NOKKURRA GÆLUVERKEFNA VORU HÖMLULAUS......

Og má þar fyrsta af öllu telja INNLIMUNARUMSÓKNINA, en sem betur fer hefur sú vitleysa að mestu verið stöðvuð þótt ég sakni þess að málið sé ekki klárað í eitt skipti fyrir öll.  Svo er stóra klúðrið í samgöngumálum, sem er Landeyjahöfn, En ekki er alveg á hreinu hve miklu fé hefur verið varið í hana og að halda henni opinni, en það er ljóst að þarna liggja nokkrir milljarðar í sandinum sem koma til með að hverfa hægt og rólega.  Það er von mín að núverandi stjórn sjái sóma sinn í að láta fara fram rannsókn á því máli og í framhaldinu verði gripið til viðeigandi ráðstafana.  Þó að fyrri ríkisstjórn sé helst þekkt fyrir niðurskurð og skattahækkanir þá voru þar inni hömlulausir útgjaldaliðir og þeir voru margir hverjir ekki mjög glæsilegir.  Þarna nefni ég aðeins tvo en að sjálfsögðu eru þeir fleiri og það er ekki hægt að gera tæmandi lýsingu í einni bloggfærslu.
mbl.is „Snúa af braut hömlulausra útgjalda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað dæmi í samgöngumálasafn sukks og spillingar,  "Vaðlaheiðargöng".  Inn í þau streyma milljónir á dag úr ríkissjóði, sem er kallað lán, sem aldrei verður greitt til baka.  Tekið út fyrir fjárlög, fram hjá varnöglum ríkisábyrgðasjóðs og sett inn reikning hlutafélags, sem er með nánast ekkert hlutafé og engar eignir á bakvið sig.

Tek því heilshugar undir orð Vigdísar Hauksdóttur og Jóhanns Elíassonar. 

 "Hömlulaus útgjöld til gæluverkefna"

Það er reyndar vægt til orða tekið.....

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 17:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, Ólafur dæmin eru mörg þegar um var að ræða svona vitleysu virtist vera til nóg af peningum.  Svo þegar á að fara að taka á þessu bruðli sem viðgekkst þá ætlar stjórnarandstaðan alveg að fara á límingunum og sakar meirihlutann um að skerða lífsviðurværi almennings einmitt það sem fyrri ríkisstjórn gerði allan sinn tíma við stjórn og það var ekki fyrr en hin "vondu hægriöfl" komust til valda sem eitthvað var gert fyrir almenning í þessu landi og auðvitað sárnar vinstri vitleysunni það..............

Jóhann Elíasson, 13.12.2013 kl. 20:10

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef það er hægt að leggja göng til Vestmannaeyja þá ætti að vera búið að því fyrir löngu síðan.

En nú þekki ég ekki hvernig jarðlagið er á þessum slóðum.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.12.2013 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband