Föstudagsgrín

Prestur, lögfræðingur og verkfræðingur voru samferða til himna og hitta fyrir Lykla-Pétur.  Lykla-Pétur segir þeim að þeir verði að svara einni spurningu til þess að komast inn. Fyrst spyr hann prestinn.

- Hvað hét stóra skipið sem sigldi á ísjaka og sökk í jómfrúar siglingu sinni?

Presturinn þarf ekki að hugsa sig um og svarar Títanic og honum er boðið inn.  Lykla-Pétur snýr sér þá að verkfræðingnum.

- Hversu margir dóu?

Verkfræðingurinn þarf aðeins að hugsa sig um og segir svo 1228. Lykla-Pétur hleypir honum svo inn og snýr sér að lögfræðingnum:

-Hvað hétu þeir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 11:49

2 identicon

Það væri gaman að heyra spurningarnar sem Bjarni og Sigmundur fá þegar þeir banka uppá hjá Lykla Pétri til að REYNA að komast í himnaríki því þar er vist þeirra ekki örugg miða við hvernig þeir haga sér núna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 16:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli þeir fái mikið erfiðari spurningar en Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða Móri?????

Jóhann Elíasson, 21.2.2014 kl. 16:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei sennilega ekki hahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband