LOKSINS GÓÐAR FRÉTTIR..................

Þó svo að INNLIMUNARSINNAR séu að sjálfsögðu ekki ánægðir.  Þeir vitna endalaust í eitthvað ímyndað "loforð" um þjóðaratkvæðagreiðslu sem enginn nema þeir hafa heyrt um.  En voru það ekki ömurleg svik að þjóðin skyldi ekki fá að kjósa um hvort innlimunarumsókn  væri send inn eða ekki?????
mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já ég tek undir með þér kæri síðuhaldari. Landssölumenn í mörgum flokkum tala um svik við stefnu Sjalfstæðisflokksins. Þeir ættu að skoða eftirfarandi því þá verður þeim ljóst að Sjálfstæðisfokkurinn er trúr þeiri breiðfylkingu nærri 1.600 manna sem kemur saman annað hvert ár og markar stefnunaéins og þeim er skylt :

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Þar er stefna flokksins um aðild að Evrópusambandinu áréttuð á svipaðan hátt og hún hefur verið um áratuga skeið á síðasta landsfundi og þar er einig sérstaklega fjallað um þjóðaratkvæði :

„Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 17:13

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hafa Danir, Finnar eða Svíar iðrast að hafa gengið í Evrópusambandið? Aldrei heyrist nein rödd þaðan og svo virðist að allir séu sáttir við þá ákvörðun á sínum tíma.

Hér er það einhver gegndarlaus hatursáróður sem hefur fengið að vaða uppi. Þjóðin er agndofa og líta má á þetta sem valdarán. hvað verður næst? Einræði SDG & Co?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2014 kl. 18:46

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju ertu eiginlega, Guðjón?????????

Jóhann Elíasson, 21.2.2014 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband