9.4.2014 | 03:03
ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ ÞAÐ FÓLK SEM ÁNETJAST FÍKNIEFNUM SÉ EKKI HUNDELT OG FÁI SINN SESS Í HEILBRIGÐISKERFINU EINS OG AÐRIR SJÚKLINGAR?????
Það er verið að setja fólk í fangelsi fyrir það eitt að vera með einhver örfá grömm af hassi í fórum sínum í stað þess að hjálpa þessu fólki til að vinna bug á fíkninni. Það á frekar að beina spjótum sínum að þeim sem að hagnast á ógæfu þessa fólks og reyna að hafa upp á þeim og refsa og það harðlega. Eru ekki alkóhólistar settir í meðferð, ég get ekki séð að alkóhólisti sé frábrugðinn öðrum fíkniefnaneytendum.............
Leiðir lögleiðing til færri glæpa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 407
- Sl. sólarhring: 407
- Sl. viku: 2556
- Frá upphafi: 1837540
Annað
- Innlit í dag: 245
- Innlit sl. viku: 1457
- Gestir í dag: 211
- IP-tölur í dag: 211
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk er ekki sett í fangelsi fyrir að vera með örfá grömm af hassi í fórum sínum. Það fær sekt. Allir sem eru með smáskammta, neysluskammta segja þetta vera fyrir eigin neyslu. Mikið af sölunni fer þannig fram að sölumaðurinn er með smáræði á sér ætlað í einum til tveimur kúnnum. Annað geymir hann í "holum" oft á víðavangi nálægt sínu markaðssvæði. Þannig takmarkar hann magn og tíma þeirra efna sem hann hefur í sínum fórum. Einungis einfeldningar í þessari stétt selja úr íbúðum sínum og eru þá fljótlega "böstaðir". Með það að gera það refsilaust að vera með "neysluskamt" í sínum fórum er sölumönnum einfaldlega gert auðveldar fyrir. Þess ber að geta að meginreglan í íslensku réttarfari varðandi hin minni mál er kæruheimild, en ekki kæruskylda og því refsiheimild, en ekki refsiskylda. Þannig að mögulegt er að sjá í gegnum fingur við fólkí skiptum fyrir upplýsingar. Refsileysi fyrir "vörslu/neyslu" takmarkar því upplýsingaöflun og auðveldar hinum hyggnari smásölum iðju sína.
Fólki stendur alltaf til boða aðstoð/meðferð til að hemja fíkn sína. Aðeins ósjálfráða einstaklingar verða skikkaðir í meðferð. Árangur vímuefnameðferðar hverskonar er í réttu hlutfalli við vilja einstaklingsins til þess að binda enda á misnotkun sína.
Friðrik Ingvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 09:37
Var einhver að tala um að SKIKKA menn í meðferð????? Og þetta sem þú skrifar Friðrik er í ósköp litlu samhengi við bloggfærsluna.....
Jóhann Elíasson, 9.4.2014 kl. 09:57
Þetta er nú meiri froðan í þér friðrik.
Dópsalar og stærri leikmenn í undirheimunum eru stöðugt bæði með á sér, heima hjá sér og einnig geyma í holum mikið magn í einu, ef þeir eru stoppaðir þá er það ekkert neysluskammtar, það eru 100grömm+.
Það er svo mikið bull sem fólk reynir að staðhæfa sem sannleik í þessum málum.
Seinasta böst var 30+ kíló...
Steinn (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 10:55
Fólk sem ekki þekkir til getur ekki skilið þessi mál. Það eru margir fletir á því, til dæmis ef foreldrar verða vör við að barn er byrjað í neyslu, þá eru þeim flestar bjargir bannaðar, í stað þess að geta farið til yfirvalda, lögreglu eða félagsþjónustu, þá eru þau um leið að setja barnið í refsiverða afstöðu, sem verður til þess að það verður farið að fylgjast með barninu í tíma og ótíma.
Það eru margir sem neyta léttari efna "fara að fikta" eins og sagt er en vaxa svo upp úr því, en hafa síðan verið stimplaðir fyrir lífstíð.
Það má líka benda á að ýmsir glæpir eru framdir í ölæði, það er tekið öðruvísi á því af því að áfengi er "löglegur vímugjafi".
Annars vildi ég óska þess að þessi umræða hefði komið upp fyrir 30 árum, því hún er nauðsynleg og verður að eiga sér stað. Hefði viljað fá fleiri að þessari ráðstefnu, því þessi mál teygja sig um allt samfélagið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2014 kl. 11:40
SÁÁ er besti staðurinn til að leita til ef að um alkóhólisma er að ræða, hjá ungum sem öldnum.
Mér finnst samt að SÁÁ ætti að styðja nýja frumvarpið til að gera sínum skjólstæðingum, fólki með sjúkdóminn alkóhólisma aðeins lífið bærilega svo þau sèu ekki hundelt af ríkinu fyrir það að vera ekki í bata...
Steinn (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 14:53
Hefur verið skoðað óhlutdrægt árangur meðferðar á Vogi? Held að það væri hægt að gera betur með lokaðri meðferðarstofnun á vegum ríkisins. Það þarf að mæla árangur áður en hægt er að fullyrða að árangur sé að skila sér. Mín reynsla af mínu fólki er bara þannig að með svona opinni meðferð gengur ekkert með fíkla sem eru það langt leiddir að þeir hafa ekki stjórn á sjálfum sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2014 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.