LÖNGU TÍMABÆRT

Og sem dæmi má nefna að á Akureyri eru alveg frábærar aðstæður og vekur furðu að ekki skuli áformað að flytja HAFRÓ þangað líka, til að hafa helstu stofnanir sjávarútvegsins á sama stað.  Háskólinn á Akureyri rekur þar einu sjávarútvegsdeild landsins, þar er mjög öflugt rannsóknarstarf og ekki veitti starfsmönnum HAFRÓ af því að læra ýmislegt um fiskirannsóknir og rannsóknir á hafinu.  En því miður "misstu stjórnvöld af stærsta og besta tækifærinu til hagræðingar", en það var að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkurflugvallar þegar herinn fór.  En það er ekki of seint en það er bara grátlegt til þess að hugsa að á meðan yfirdrifið pláss er á Keflavíkurflugvelli og Miðnesheiði fyrir flugdeild Gæslunnar, þá er verið að hokra á Reykjavíkurflugvelli í alveg gífurlegum þrengslum og lélegum húsakosti.   Því hefur verið fleygt að flutningurinn hafi ekki átt sér stað vegna andstöðu starfsmanna.  Eiga nokkrir starfsmenn að koma í veg fyrir augljósa hagræðingu?  Sjái starfsmenn sér ekki fært að flytja með fyrirtækinu er nóg til af fólki til að fylla stöður þeirra og það segir einhver staðar að enginn sé ómissandi og svo er líka sagt að kirkjugarðar landsins séu fullir af "ómissandi" fólki en einhverra hluta vegna gengur nú allt ennþá...............


mbl.is Ákvörðun ráðherra áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafró er á Akureyri þar sem þeir stunda rannsóknir og kennslu við Háskólann.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 14:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

HAFRÓ væri þá betur komið ef það flytti alla sína starfsemi norður yfir heiðar...............

Jóhann Elíasson, 28.6.2014 kl. 14:34

3 identicon

Ömurleg ákvörðun ráðamanna þjóðarinnar sem eru ekki í neinu jarðsambandi. Maður spyr sig hvað tilgangi svona ákvarðanir eiga að þjóna, ekki er hugsað út í starfsfólkið sem vinnur þarna svo mikið er víst. Það kom fram í hádegisfréttum RÚV að þegar Byggðastofnun var flutt til Sauðárkróks hafi einvörðungu EINN starfsmaður flutt með stofnunni.

thin (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 16:54

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

"thin" Hvað er eiginlega svona ömurlegt við þessa ákvörðun???????  Eins og vanalega þá ertu með einhverja "sleggjudóma" sem þú reisir á einhverjum taugaveiklunarórum,  hugarburði og engum rökum..................

Jóhann Elíasson, 28.6.2014 kl. 17:45

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eigum við bara ekki að leggja niður fiskistofu!!!!

Haraldur Haraldsson, 28.6.2014 kl. 17:59

6 identicon

Jóhann hvað eru að meina "sleggjudóma"? Útskýrðu fyrir mér hvað þú ert að meina með þessu orði "sleggjudóma".

Sama dag og þetta er tilkynnt opinberlega er starfsfólki kynnt þetta á fundi með ráðherra sem er með ólíkindum þar sem ekki virðist hafa verið haft samband t.d. við viðkomandi stéttarfélög starfsmanna og þeim tilkynnt ákvörðunin. Bara það sýnir að menn eru ekki jarðtengdir þ.e. kunna ekki eðlileg og formleg samskipti.

Að sjálfsögðu er allt í góðu að færa stofnanir milli landshluta og finnst mér það eðlilegt en menn verða að vera tilbúnir að gera þetta á nokkrum árum með tveimur starfstöðvum þó svo að það þýði aukinn kostnað á meðan framkvæmdum stendur.

thin (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 18:16

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski margt til í því Halli minn í það minnsta skapast gott tækifæri til að hagræða í þessu batteríi sem fiskistofa er.   Ég sé ekki betur en að mikil tækifæri skapist með þessu og t.d væri gott að hafa allt sjávarútvegsbatteríið á nánast sama blettinum.  Svo má kannski segja að staðsetningin skipti ekki höfuðmáli á þessum tímum sem upplýsingatæknin er farin að gegna svona stóru hlutverki í lífi okkar og daglegum athöfnum.....................

Jóhann Elíasson, 28.6.2014 kl. 18:22

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki að spyrja um vitsmunina hjá þér "thin" og ég tala nú ekki um skortinn á almennri skynsemi hjá þér líka.  Ég nenni ekki að hlaupa eftir öllu ruglinu í þér, ef þig vanta að vita hvað orðið SLEGGJUDÓMAR þýðir þá leitarðu upplýsinga um það sjálfur ég ætla ekki að fara að hlaupa eftir allri þinn vitleysu og móðursýki.

Jóhann Elíasson, 28.6.2014 kl. 20:06

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er stefna þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr að flytja meira af starfsemi ríkisins út á land. Þetta var einnig inní stefnuskrá síðustu ríkisstjórnar og þeirrar sem á undan henni var.

Verk síðustu ríkisstjórnar á þessu sviði var þó ekki samkvæmt stefnuskránni, heldur þvert á móti. Meðan hún þóttist stýra landinu fækkaði störfum á landsbyggðinni, en fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu. Enginn talaði um hreppaflutninga þá.

Ríkisstjórnin sem þar var á undan hafði tekist að koma nokkrum stöðugildum út á land, en vegna þess hversu stutt hún starfaði er ekki hægt að segja til um hvernig framhaldið hefði orðið.

Það er því gleðilegt að núverandi ríkisstjórn skuli hafa kjark til að standa við sína stefnu í þessu máli. 

Gunnar Heiðarsson, 28.6.2014 kl. 20:20

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held það gæti verið málið að leggja Fiskistofu bara niður eins og Halli bendir á. Og það er að sjálfsögðu betra að flytja hafrannsóknarstofnun norður í nálægðina við Háskólann. það styður við bæði háskólann og rannsóknarstofnunina. Þetta snýst ekkert um einhvar "stöðugildi".

Jósef Smári Ásmundsson, 28.6.2014 kl. 20:52

11 identicon

Eruð þið Halli og Jósef meðfylgjandi engri stjórnun og eftirliti með fiskveiðum okkar? Er ekki Hafró í nálægð við Háskóla Íslands, það er ekki eins og að háskólinn á Akureyri eins góður og hann er sé eini háskóli landsins.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 22:00

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Davíð, hefur einhver verið að tala um stjórnlausar veiðar????  Ég veit ósköp vel að Háskólinn á Akureyri er ekki eini háskóli landsins en hann er sá eini sem er með almennilega sjávarútvegsdeild og sá eini sem getur sinnt hafrannsóknum almennilega.  Hafrannsóknum verður ekki almennilega sinnt hér við land á meðan HAFRÓ á að sinna þeim hluta án eftirlits og nokkurs aðhalds.  Það hafa mistökin síðustu áratugina kennt okkur.  Og eitt enn HAFRÓ hefur hingað til getað spilað nokkuð frítt, því Háskóli Íslands hefur hvorki aðstöðu eða þekkingu til að veita HAFRÓ nokkuð aðhald en aftur á móti hefur Háskólinn á Akureyri það sem til þarf..................

Jóhann Elíasson, 28.6.2014 kl. 23:05

13 identicon

Miðað við fyrri flutninga á sérhæfðum störfum þá verða fáir sem flytja norður. Og nægja þá 200 milljónirnar ekki fyrir sveigjanlegum starfslokum, hvað þá biðlaunum og öllu öðru. Bara að losna undan leigusamningi sem á 12 ár eftir hleypur á tugum milljóna. Sennilega verður kostnaðurinn á annan milljarð þegar upp er staðið og starfsemin komin í eðlilegt horf á Akureyri. En búast má við skertri starfsemi með miklum kostnaði fyrstu árin. Sparnaður kemur sennilega aldrei til með að vera neinn. Og hagræðing er engin þar sem samstarfsaðilarnir eru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis.

Háskólinn á Akureyri rekur ekki sjávarútvegsdeild. Háskólinn á Akureyri býður upp á nám í sjávarútvegsfræðum. Markmið námsins er að veita nemendum þverfaglegan þekkingargrunn til stjórnunarstarfa í sjávarútvegi eða tengdum greinum að námi loknu, og að nemandinn kunni skil á grunnhug­tökum í raunvísindum og viðskiptum. Nám í sjávarútvegsfræðum hefur lítið sem ekkert með hafrannsóknir að gera.

Jós.T. (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 05:16

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jós. T., Meira bull og rangfærslur hef ég sjaldan lesið.  Hvaðan hefur þú eiginlega þínar upplýsingar?  Hefur þú komið til Akureyrar og séð þá aðstöðu sem Háskólinn á Akureyri er með?  Getur þú sagt okkur HVERJIR eru samstarfsaðilar Fiskistofu og eru á höfuðborgarsvæðinu og erlendis?  Það hefur nú frekar lítið upp á sig að fara á heimasíðu skólans og lesa bara námsmarkmiðin og halda að þá vitir þú allt um skólann og starfsemina sem þar fer fram............

Jóhann Elíasson, 29.6.2014 kl. 09:57

15 identicon

Jóhann mér þætti gaman að vita hvað þú myndir segja ef þinn yfirmaður kæmi til þín og segði að nú væri verið að færa starfið þitt til Bakkafjarðar og að sjálfsögðu myndir þú fylgja með.  þú myndir væntanlega hoppa hæð þína af ánægju er það ekki? pældu í þessu.

Hitt er svo annað að þú getur ekki, frekar en venjulega, svarað einfaldri spurningu nema með því að hnýta í fólk.  Ég veit hvað orðið sleggjudómar þýðir en merkingin verður allt önnur þegar þú skrifar "sleggjudómar". Þegar þú ert búinn að setja gæsalappir utan um orðið þá hefur það aðra mekingu. Ekki veit ég hvort þú sért hreinlega svona vitlaus að þú vitit ekki hvað þú ert að skrifa eða hvort að þetta eigi að vera sniðugt, allavegana áttu mjög erfitt með að svara einfaldri spurningu eins og sést hér að ofan.  

Í dæminu hér að ofan býst ég við að flutningutr þinnar vinnu til Bakkafjarðar hafi verið gerður til að losna viið þig.

thin (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 10:57

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

"thin", það er nú bara þannig að vinnuveitandinn ræður því hvar fyrirtækið er staðsett og ég verð bara að sætta mig við hans ákvarðanir svo er það bara mitt að ákveða hvort ég flyt til "Bakkafjarðar" með fyrirtækinu eða leita mér að annarri vinnu.  Það vill nú svo til að ég þekki ágætlega til á Bakkafirði og veit að þar er mjög gott fólk og gott samfélag svo að ég er ekki viss um að ég væri mótfallinn því að flytja þangað.

Svo er annað mál að ég er orðinn nokkuð leiður á vitleysisblaðrinu í þér og hvernig þú í einfeldni þinni og rugli bunar frá þér hverju ruglinu á fætur öðru án nokkurs rökstuðnings eða einhverju sem gæti kallast vitrænt að nokkru leiti.  Ég hef reynt að sína svona vitleysingum eins og þér umburðarlyndi, en það eru takmörk fyrir öllu og því hef ég ákveðið að útiloka þig frá síðunni.  Ég vil heldur ekki að andlega veikir einstaklingar séu að ausa út úr sér einhverjum óþverra sem er óskiljanlegur andlega heilbrigðu fólki. 

Jóhann Elíasson, 29.6.2014 kl. 11:15

17 identicon

Aumingja Jóhann.

 Mannræfillinn er farinn að heimfæra veikindi sín yfir á aðra. Hvar Jóhann er ég með vitleysisblaður? Þú hefur aldrei geta svarað neinu því að þú lætur skapið hlaupa með þig í gönur.  Það ert því miður þú sem ert svo illa andlega þenkjandi og veitir þér ekki af að leita hjálpar. Allir sem ekki eru sammála þér fá sama dónaskap frá þér.Reyndu nú einu sinni að vera málefnalegur og svaraðu á eðlilegan máta.

Dæmi um svör hjá hinum andlega heilbrigða manni Jóhanni: "Hvað ertu eiginlega með á milli eyrnanna Sigurður"   , "
Óskar, þið Heiða (B)ullukollur eruð góð saman, virðist svipað þenkjandi.", " Það er að segja ef þú ert almennilega læs, sem ég stórefast um miðað við þessa athugasemd þína..............." ,   "Á hvað rosalegu lyfjum ert þú Helgi????????"  , ".

Bara nokkur dæmi af þinni heimasíðu Jóhann um hvernig þú svarar fólki sem er ekki þér sammála. En þú veikur NEI það getur ekki verið þú ert svo gáfaður og klár að þeir sem eru ekki sammála þér  hljóta allir að vera  ruglaðit og andlega vanheilbrigðir.

Ekki það að ég búist við að þú leyfir þessu að fara á síðuna þína en lifðu heill í þínu ljósi elsku vinur.

thin (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 11:36

18 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð ljóst "thin" að andleg veikindi þín eru mjög alvarlegs eðlis og þeirra vegna sem þurfa að umgangast þig daglega s, skaltu leita þér hjálpar sem allra fyrst.  Mikið verð ég nú feginn þegar þú hættir að koma hér á síðuna með þitt bull og vitleysu, því þú ert eins og kúkur sem ekki sturtast niður.  Ég óska þér góðs bata og vonast til að þeir sem þurfa að umgangast þig verði ekki meint af samvistunum.......

Jóhann Elíasson, 29.6.2014 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband