10.7.2014 | 19:57
NÆSTUM JAFN MIKIL MISTÖK OG ESB INNLIMUNARUMSÓKNIN
Eiga 15 ára krakkar, sem vinna á kassa í stórmörkuðunum, að ganga úr skugga um að fólk sem kaupir áfengi hafi aldur til þess??????Í dag er aðgengi að áfengi með því móti að ALLIR sem vilja geta nálgast það og hver er þá nauðsyn þess að færa áfengisverslun í matvöruverslanir???? Þau rök að fólk eigi að geta keypt sér léttvín með steikinni halda ekki í þessu því í ÖLLUM verslunarkjörnum er áfengisverslun og ef fólk getur ekki lagt það á sig að gera sér ferð þangað eftir léttvínsflöskunni, er því greinilega ekki mikið í mun að fá sér léttvín með steikinni. Í flestum löndum, þar sem leyft er að selja t.d bjór í matvöruverslunum, eru tímamörk á því hvenær má selja áfenga drykki, eru þannig tímamörk í þessu frumvarpi og hvernig á að framfylgja þeim????? Það vakna margar spurningar en eru til einhver svör við þeim????
Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 390
- Sl. sólarhring: 412
- Sl. viku: 2539
- Frá upphafi: 1837523
Annað
- Innlit í dag: 234
- Innlit sl. viku: 1446
- Gestir í dag: 203
- IP-tölur í dag: 202
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lastu ekki fréttina?
"Skilyrðin snúa til dæmis að sölutíma áfengis í verslunum, en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri."
Og nei, það eru ekki áfengisverslanir í öllum verslunarkjörnum, nema að þú skilgreinir hugtakið býsna þröngt.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 20:27
Sammála !!!
Lesa fréttina !!
Þvílík endalaus forsjárhyggja í Íslenskri áfengissölu !
Gunnar Richter (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 20:34
Þú ættir að lesa aðeins betur yfir fréttina áður en þú ferð að bulla upp einhvern skáldskap.
Í fréttinni kemur fram eftirfarandi:
"....og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri."
Það er ekki áfengisverslun í Firði í Hafnarfirði og heldur ekki í verslunarkjarnanum sem er í Garðabæ.
Án efa er hægt að finna fleiri verslunarkjarna sem svo er ástatt um svo þessi fullyrðing þín er kolfallin.
Í fréttinni kemur fram:
"...en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin."
Mín ráðlegging til þín, ef þú vilt ekki gera þig að fullkomnu fífli þá ættir þú að telja RÓLEGA upp á tíu áður en þú setur niður bull af þessu taginu sem þú hefur nú þegar gert :)
Sumarliði (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 20:46
Ég las fréttina við lesturinn urðu til fleiri spurningar um framkvæmdina og þó að sagt væri að áfengið yrði selt í "afmörkuðu rými" er þá ekki í rauninni verið að setja upp verslun í versluninni, sem yrði lokuð í u.þ.b. 40% af opnunartíma verslunarinnar og þá er spurningin: Hverju er verið að ná fram og hver er tilgangurinn????? Og Eyjólfur hefur þú lent í miklum vandræðum við að verða þér úti um áfengi?????
Jóhann Elíasson, 10.7.2014 kl. 20:48
Af hverju er ESB í fyrirsögninni hjá þér? og síðan minnist þú ekkert á ESB í blogginu sjálfu!.
Friðrik Friðriksson, 10.7.2014 kl. 21:13
Þú ofnotar Hástafina og fyrir vikið heldur maður að þú sért mjög reiður. Ert þú reiður maður Jóhann ?
Brynjar (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 21:24
Friðrik, ég nefndi að þarna væri verið að gera NÆSTUM því jafnstór mistök og með ESB INNLIMUNARUMSÓKNINNI meira þurfti ekki að segja en auðvitað hafðir ÞÚ ekki greind til að sjá þetta. Sumarliði, þú ættir að telja að minnsta kosti upp í 100 áður en þú ferð að bulla. Þar til fyrir tveimur mánuðum var áfengisverslun í Firði í Hafnarfirði en hún flutti í stærra húsnæði. Ef þú hefur ekki vitað það þá eru nokkur ár síðan áfengisverslun hætti í Garðabæ og það var meðal ástæðna fyrir því sem nefndar voru við það að áfengisverslunin flutti úr Firði í Hafnarfirði og upp á "Hraun", að þá væri styttra fyrir Garðbæinga að fara eftir áfengi. Og eins og ég sagði áðan þá þarf að gera miklar og dýrar breytingar á verslunum svo þetta verði framkvæmanlegt og hverjir haldið þið að borgi?????????????? Gunnar ég hugsa að ég hafi lesið fréttina mun betur en þú..............
Jóhann Elíasson, 10.7.2014 kl. 21:33
Æi vinur minn Jóhann vertu ekki svona þröngsýnn þetta er bara sjalfsagt og ber að gera með eftirliti eins og með annað,kær kveðja!!!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 10.7.2014 kl. 21:40
Halli minn, þetta er ekki þröngsýni, heldur finnst mér vínið alveg nógu og dýrt í dag og ég hef bara engan áhuga á að borga meira fyrir það og finnst aðgengið að því alveg nógu og gott í dag...
Jóhann Elíasson, 10.7.2014 kl. 21:45
Jóhann ef þú last fréttina áður en þú hripaðir þetta niður þá skildir þú ekki orð af því sem þarna stóð.
Þú segir: "Eiga 15 ára krakkar, sem vinna á kassa í stórmörkuðunum, að ganga úr skugga um að fólk sem kaupir áfengi hafi aldur til þess??????"
Í fréttinni kemur fram að 15 ára krakkar fá ekki að afgreiða áfengi í verslunum.
Hvað skildir þú ekki við það?
í fréttinni kemur fram á hvaða tíma áfengið verði selt en þú segir:
"... eru tímamörk á því hvenær má selja áfenga drykki, eru þannig tímamörk í þessu frumvarpi..."
Hvað var það sem þú skildir ekki við það?
Ég veit vel um þann fluttning á vínbúðinni, sem var í Firði.
Ég veit líka um mikla óánægju hjá mjög mörgum með þann fluttning.
Ekki gat fólk látið óánægju sína í ljós með því að versla annars staðar sem það hefði án efa gert ef þetta væri eins og hjá siðmenntuðum þjóðum.
Hvaða réttlæti er í því að íbúar Garðabæjar þurfa að fara í annað sveitafélag ef þeir vilja kaupa sér áfengi?
Afhverju mega þeir ekki sitja við sama borð og aðrir?
Sumarliði (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 22:16
Mjög lítil smásöluálagning er á vín.
Verslanir munu þurfa að hækka hana til að standa straum af breytingum á rými, nú og að ráða fullorðið fólk til að afgreiða.
Ekki vill ríkið tapa sínu.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 22:25
Venjulegt álag smásala er 40%
álag verslunar ÁTVR er um 10%
Verðið mun hækka
NEMA að samhliða verði dregið úr álagningu hins opinbera á áfengi
Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 22:25
Bull, ekkert með ESB að gera, allt með EES samninginn að gera.
Sama er upp á teningnum í Svíþjóð sem hefur þverskallast síðan upptöku EES samningsins .
23. febrúar 1994 MBL
"MIKLAR umræður eru uppi í Svíþjóð um þessar mundir um hvort breyta eigi stefnu í áfengismálum í kjölfar EES-samningsins. Í kjölfar hans hefur einkainnflutningur ríkisins verið felldur niður. Þess í stað hefur verið sett upp ný stofnun til að hafa eftirlit með innflutningi og framfylgja þannig áfengisstefnu stjórnarinnar og þar með álítur stjórnin að skilyrði samningsins séu uppfyllt *
June 5, 2007
BRUSSELS — The European Union's Court of Justice ruled Tuesday that state-owned alcohol monopoly in Sweden had no right to bar citizens from importing alcohol from other EU countries, opening the way to greater freedom to import beer and wine across the 27-member bloc.
Nýtt tímabil í alþjóðavæðingunni, með upptöku TTIP eiga fyrirtæki rétt á skaðabótum frá viðkomandi ríkjum sem þverskallast með hverskyns höftum,
Stop TTIP
https://www.youtube.com/watch?v=f8F0UmbcSwg
L.T.D. (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 01:25
"L.T.D", það er hvergi minnst á að þetta hafi eitthvað með ESB að gera eða nokkuð annað og þú ferð alveg villur vega ef þú heldur að þetta sé eitthvað til að uppfylla ákvæði í EES samningnum, þessi klásúla sem þú vitnar í á við um meðlimi ESB. Ég mæli með því að þú lærir ensku áður en þú ferð að bulla..................
Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 09:19
Stóra málið er að léttvínið mun hækka verulega í verslununum. Mikið hærri álagning en í ríkinu. Og þar sem vín og tóbak er inni í framfærsluvísitölunni þá hækka lánin okkar um nokkra milljarða. Tóm snilld.
Sigurður Baldursson, 11.7.2014 kl. 09:55
Í fréttinni er aðeins fjallað um þær kostnaðarsömu breytingar sem verslanir þurfa að fara útí svo þetta geti orðið að veruleika, hver haldið þið, sem eruð þessari breytingu hliðholl skyldi nú greiða fyrir þessar breytingar???? Álagning matvöruverslana er 40% en álagning vínbúðarinnar er 10%, svo það er nokkuð ljóst að áfengisverð HÆKKAR umtalsvert verði af þessum breytingum. Ég veit ekki með aðra en mér finnst áfengisverðið alveg nógu og hátt í dag........
Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 10:32
Hér er íslenskan fyrir þig.
́́Ákvæði 54. gr. EES eru svohljóðandi:
Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á yfirburðastöðu á svæðinu sem samningur þessi
tekur til, eða verulegum hluta þess, er ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa og
því bönnuð að því leyti sem hún kann að hafa áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
Þú ert meira en hálfur inn í ESB.
L.T.D. (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 13:13
L.T.D, farðu á enskunámskeið áður en þú reynir svona bull....................
Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 13:22
Varðandi "verzlun í verzluninni", þá er það þannig í Danmörku, þar sem sala alls áfengis er á höndum matvöruverzlana og sjoppna, að í þeim verzlunum sem eru opnar lengur en til 21, þá er víndeildin afmörkuð með rimladyrum, sem er dregin fyrir kl. 21 á kvöldin. Þetta er ekkert vandamál þar. Í Bretlandi er svipað fyrirkomulag í kjörbúðum, en þar má ekki selja áfengi eftir kl. 22, ef ég man rétt, enda loka þá vínverzlanir.
Hins vegar er annað sem þarf að breyta líka, ef eitthvert vit á að vera í þessu, og það mun þá gera íslenzkar reglur eins og tíðkasta alls staðar annars staðar í Evrópu, fyrir utan Noreg og Svíþjóð.:
1. Innflutningur á áfengi á að vera frjáls, afnema á einokun ríkisins.
2. Afnema á áfengisgjaldið alveg, þannig að aðeins innkaupaverð, álagning heild- og smásölu auk virðisaukaskatts verði á víni og bjór.
Ég vil nefna það að á Spáni kostar 70 cl af venjulegu rauðvíni í El Corte Inglés u.þ.b. €1,5. Í Frakklandi kostar flaska af Côteaux du Languedoc um 200 kr. íslenzkar. Tilsvarandi flaska í Vínbúð á Íslandi kostar um 1.500 kr. Hér erum við því að tala um okur sem samsvarar allt að 650% sköttum og álagningu þ.e. meira en áttföldun á verði.
Ég vil líkja því að gera innflutning og sölu á áfengi frjálsa við afnám laga um lokunartíma verzlana á Íslandi á síðustu öld. Ég man þá tíð að allt var dautt allar helgar og öll kvöld á virkum dögum, því að allt var lokað auk þess að ríkið hafði einokun á sölu á mjólkurvörum og brauði og einokun á innflutningi grænmetis. Sú tíð var martröð fyrir alla nema kommúnistana og forsjárhyggjuliðið. Og hver viðhélt þessari einokun? Jú, það var Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn í "Viðreisnar"stjórninni svokölluðu. En er einhver á Íslandi núna sem vill fá gömlu haftastefnuna aftur? Nei.
Sama mun gerast ef innflutningur og sala á áfengi verður gefin frjáls, enginn nema hörðustu bindindismenn og forsjárhyggjuseggir myndu vilja hverfa aftur til ríkiseinokunar.
Pétur D. (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.