11.7.2014 | 20:04
ÞAÐ ERU NEFNILEGA FLEIRI EN EIN HLIÐ Á MÁLINU............
Og virtist vera að viðmælendum mbl.is, hafi verið kynnt málið þannig að þessi breyting kostaði ekkert. En svo er víst ekki samkvæmt frétt á mbl.is í gær verður áfengið á afmörkuðum stað innan verslunarinnar, nokkuð strangar tímaafmarkanir verða á sölu þess, fólk yngra en 20 ára starfar ekki við áfengið og ýmsar fleiri takmarkanir verða settar. Þetta þýðir að fara verður út í dýrar framkvæmdir í hverri verslun og hverjir skyldu nú standa straum af því að greiða þann kostnað? Verði "markaðslögmálið" ofaná þá má reikna með að aðeins verði til sölu vinsælustu tegundirnar, því það er afskaplega hæpið að verslunareigandi verði tilbúinn til að eiga eitthvað á lager, sem lítið selst af. Ljóst er af þessu að verði af þessu muni áfengisverð hækka töluvert mikið því það verður jú að greiða fyrir breytingarnar og svo má ekki gleyma því að meðalálagning matvöruverslana er um 40% en álagning vínbúðanna er 10%. Eða heldur einhver að opinberar álögur á áfengi lækki ef af þessu verður? Ætli svör viðmælenda mbl.is hefðu ekki orðið önnur ef þeim hefði verið gerð grein fyrir að þessi breyting hefði í för með sér þó nokkra HÆKKUN á verði áfengis? Ætli þingmaðurinn, sem ætlar að leggja fram þetta frumvarp hafi eitthvað velt þessum hlutum fyrir sér? Ég veit ekki með aðra en mér finnst vínið alveg nógu og dýrt í dag...............
Svo mikil forræðishyggja á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "WOKE- OG ESB RÍKISSTJÓRN ÞORGERÐAR KATRÍNAR GUNNARSDÓTTUR"...
- GLEÐILEG JÓL....
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 108
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 2007
- Frá upphafi: 1847989
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1095
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
NÚ erum við sammála vinur minn Jóhann Áfengi er dýrtalltaf dýrt,en en A.T.V.R.leggur á það 80-90% er það ekki um of finst þér???????? P/S tek fram að 21 ár er siðan ég hefi smakkað áfengi!!!
Haraldur Haraldsson, 11.7.2014 kl. 20:50
Það er ekki Á.T.V.R sem leggur á áfengið heldur eru það stjórnvöld sem leggja á það. Ég er á móti svona miklum álögum, því það hefur sýnt sig að ef álögur fara yfir viss mörk, verður ábatinn af þeim NEIKVÆÐUR. En verði einhver til þess að sýna fram á það með óyggjandi hætti að nýtt fyrirkomulag verði betra fyrir neytendur og ódýrara.
Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 21:08
Samm
ala að því leyti að það á ekki að setja svona miklar kröfur um sérstakar deildir og annað ðí verslunum. Það er hvers og eins kaupmanns að ákveða það. Hitt er annað að sjálfsagt er að setja strangar reglur um að sýnd verði skilríki við sjóðvélina án undantekninga alveg eins og er í Bandaríkjum Ameríku. Standi eftirlitsmaður síðan einhverja verslun afgreiða skilríkjalaust bjórkippu út úr verslun þá missi sú verslun umsvifalaust vínsöluleyfið og greiði háa sekt.
Aðrar reglur þarf ekki. Auk þess legg ég til að hinn geysilega hái vínandaskattur verði lagður af eða lækkaður allsvakalega.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.7.2014 kl. 23:40
Sama á að gilda um sölu á tóbaki, en ég hef séð krakka undir átján selja tóbak hér, svo þetta er eitthvað sem fer öruggega fram hjá fólki. En ég er alfarið á móti því að selja áfengi í verslunum, raunar ætti að einungis að selja tóbak í Á.T.V.R. líka.
Mér finnst gott að fá mér í staupinu, en ég vil ekki hafa neitt val um vínið sem ég vil fá, af því að það er ekkert í boði sem ég vil, af því að eitthvað annað selst betur. Þetta er bara arfavitlaus tillaga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.