"GÁLGAHÚMOR"

Er þetta ekki full langt gengið.  Þessir "Hraunavinir" virðast halda að þeir séu hafnir yfir lög og þegar þeir eru dregnir fyrir dóm og niðurstaðan er þeim ekki að skapi, þá saka þeir dómara um hlutdrægni.  Þeir taka tapinu ver en FH-ingarnir í úrslitaleiknum við Stjörnuna um daginn..................
mbl.is Efast um óhlutdrægni Markúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu búinn að kynna þér málsástæðurnar?

Meginreglan um þrískiptingu ríkisvalds er bundin í 2. gr. stjórnarskrárinnar, en samkvæmt henni fara Alþingi og forseti saman með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdavaldið, og dómarar með dómsvaldið. Þessi þrígreining ríkisvalds er grundvöllur íslenskrar stjórnskipan.

Markús Sigurbjörnsson formaður réttarfarsnefndar vann við að semja lög sem voru 2001.

Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari dæmdi sömu lög til gagnsleysis árið 2013.

Þar með fór hann með bæði löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald allt í senn, í sama málinu.

Þetta brýtur gegn stjórnarskrá. Reyndar brýtur skipan réttarfarsnefndar sjálfrar gegn stjórnarskrá.

Því miður er þetta ekki eina tilfellið, þetta hefur gerst margoft og af hálfu fleiri dómara en bara Markúsar.

Hér frásögn af öðru svipuðu tilfelli: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/

P.S. Hafnfirðingar höfðu fulla ástæðu til að sárna tapið, þar sem það byggðist á röngum dómi. Rétt eins og hjá Hraunavinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2014 kl. 10:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

...lög sem voru sett 2001... hefði átt að standa þarna

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2014 kl. 10:28

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, ferðu  ekki aðeins offari í þessu?????  Ég veit ekki til að þetta mál hafi verið hafið árið 2001 svo að þetta eru ansi langsótt rök.  Að saka hæstaréttardómara um hlutdrægni, er mjög alvarleg ásökun og það kæmi mér ekki á óvart að svoleiðis framkoma eigi eftir að hafa einhverjar afleiðingar. P.S. Það er ekki samasem merki milli FH og Hafnfirðinga, þar með lítilsvirðir þú stóran hluta Hafnfirðinga......... 

Jóhann Elíasson, 13.10.2014 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband