21.10.2014 | 13:08
SVO MÓTSAGNAKENNT SEM ÞAÐ ER - ÞETTA ER ÞAÐ SEM BORGARBÚAR KUSU YFIR SIG Í VOR.............
Þeir sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni höfðu margoft lýst því yfir að þeir vildu flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og myndu vinna að því hvað sem hver segði. Þrátt fyrir að könnun væri gerð um þetta efni, þar sem í ljós kom að 70% borgarbúa vildu hafa flugvöllinn þarna áfram, hélt þáverandi borgarstjórnarmeirihluti starfi sínu ótrauð áfram við að leggja flugvöllinn af í Vatnsmýrinni. Svo kom að sveitastjórnarkosningunum í vor en þá bar svo við að borgarbúar kusu flesta af þessu fólki, sem hafði unnið á móti vilja þess í flugvallarmálinu, til þess að fara áfram með stjórn borgarmálanna. Að sjálfsögðu heldur þetta fólk áfram að vinna að því að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og svo láta menn eins og þessar ákvarðanir komi þeim eitthvað í opna skjöldu. Ætli máltækið um "að þangað sæki klárinn þar sem hann er kvaldastur" eigi við einhver rök að styðjast?????
![]() |
Borgarafundur vegna neyðarbrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
annabjorghjartardottir
-
arnarthorjonsson
-
skagstrendingur
-
formula
-
reykur
-
flinston
-
asthildurcesil
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bjornaxelsson
-
bokin
-
dagsol
-
einarbb
-
einarvill
-
einarorneinars
-
finnur
-
fritzmar
-
georg
-
gislim3779
-
gudbjornj
-
gutti
-
elnino
-
manix
-
zumann
-
gmaria
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gunnsithor
-
gustafskulason
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
hbj
-
hallibjarna
-
heimssyn
-
formannslif
-
diva73
-
helgatho
-
helgigunnars
-
hordurhalldorsson
-
ingagm
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
fun
-
jensgud
-
ezuz
-
joiragnars
-
johannvegas
-
jaj
-
fiski
-
jonerr
-
bassinn
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusvalsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinn-karl
-
kristinthormar
-
stinajohanns
-
keh
-
kristjan9
-
magnuss
-
magnusthor
-
odinnth
-
solir
-
olafurjonsson
-
os
-
pallvil
-
ragnar73
-
rosaadalsteinsdottir
-
hughrif
-
fullveldi
-
seinars
-
nafar
-
holmarinn
-
sigurdurig
-
siggiflug
-
siggith
-
sigurjonth
-
stormsker
-
timannatakn
-
tibsen
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valur-arnarson
Nýjustu færslur
- HÚN VIRÐIST ÞURFA Á "ENDURMENNTUN" AÐ HALDA Í ALÞJÓÐAMÁLUNUM....
- LOKSINS VAR HANN "MEÐHÖNDLAÐUR" EINS OG HEFÐI ÁTT AÐ GERA FYR...
- KANNSKI HEFÐI ÞETTA ÞURFT AÐ KOMA VERULEGA FYRR FRAM??????
- HVAÐ ER ÞAÐ EIGINLEGA SEM DRÍFUR UTANRÍKISRÁÐHERRA ÁFRAM VIÐ ...
- HVERNIG ER "VOPNAHLÉ Á RÉTTUM FORSENDUM"???????????
- HVAÐA STOFNUN ÆTLI SÉ "USAID" Á ÍSLANDI???????
- "KERFIÐ" ER ALGJÖRLEGA MÁTTLAUST OG ÞAÐ Á BARA AÐ "ÞAGGA" ÞET...
- MEIRA AÐ SEGJA EVRÓPUBÚAR ERU ORÐNIR ÞREYTTIR Á "BAKBORÐSSLAG...
- "ER HÚN FULL KERLINGIN - EÐA GLEYMDI HÚN AÐ TAKA LYFIN SÍN "????
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA VANÞÖRF Á AÐ FARA VEL YFIR FERIL ÞESSA ...
- ÞESSAR AÐGERÐIR KENNARA GETA EKKI VERIÐ LÖGLEGAR?????
- ÆTLI ALLAR "KRYDDPÍURNAR" SÉU Í FRAMBOÐI TIL BORGARSTJÓRA?????
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 251
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 1853
- Frá upphafi: 1866017
Annað
- Innlit í dag: 191
- Innlit sl. viku: 1288
- Gestir í dag: 170
- IP-tölur í dag: 170
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var nákvæmlega það, sem ég varaði við í blaðagreinum mínum hér í Mogganum í vor fyrir kosningar. Ég sagði, að það þýddi ekkert fyrir fólk að fara að væla út af skipulaginu, þegar það væri búið að kjósa sama fólkið yfir sig aftur í borgarstjórnina og skipulagið þá um leið. Ég er ein af þeim sjötíu prósentum, sem vilja hafa flugvöllinn þar sem hann er. Hann er líka best kominn þarna. Þegar byrjaði að gjósa fyrir norðan, þá hugsaði ég til þess, hvað Magnús Tumi og hans fólk hefði verið lengi að koma sér á staðinn, ef allt flug hefði verið komið til Keflavíkur. Hann gat næstum því hlaupið út á flugvöllinn undir eins í vélina úr háskólanum þess vegna. Það hefur fleiri kosti en ókosti að hafa flugvöllinn þarna. Dagur og kompaní vilja bara ekki sjá það. Ég bjó ekkert langt frá flugvellinum um miðja síðustu öld, og mér fannst hann ekki trufla neinn. Nú er þetta borgarstjórnarlið að tala um að koma upp friðlandi fugla þarna í Vatnsmýrinni. Ég skil ekki, hvernig það ætlar að fara að byggja upp þetta friðland, ef á að byggja heilu hverfin þarna í kring, því að þá hlýtur vatnið að hverfa fljótlega í mýrinni, auk þess sem ég skil ekki, hvernig er yfirleitt hægt að byggja nokkurn skapaðan hlut í slíku votlendi án mikils tilkostnaðar, hafandi síðan silfurskottur og aðra slíka fastagesti inní húsunum, eins og hefur komið fyrir annars staðar hér í borginni, þar sem byggt hefur verið á mýrarsvæðum. Ég skil ekki lækninn Dag, og finnst hann ekki hugsa hlutina til enda. Það er alltof mikil fljótfærni á öllum sviðum í þessum málum öllum. Ég skammaðist líka vel út í þetta allt saman, þegar ég sagði mig úr Samfylkingunni í sumar, og lét forystuna alla heyra það, og hversu óánægð ég var með framgöngu þeirra bæði í borginni og á landsvísu. Ég skil bara ekkert í þessu borgarstjórnarliði lengur, og veit ekkert, hvað þau eru að hugsa eiginlega með þessu. Við borgarbúar þurfum á flugvellinum að halda hérna, og hann truflar engan hérna í Vesturbænum nema þá, sem vilja láta hann hafa truflandi áhrif á sig, enda þýðir lítið fyrir okkur að ætla að reisa sjúkrahús í nágrenni flugvallarins, ef ekki einu sinni neyðarbrautin má vera kyrr þar sem hún er, hvað þá flugvöllurinn, eins og hann leggur sig. Að halda upp á 75 ára afmæli vallarins með þessum hætti er hneyksli. Hvernig er það annars, á ekki ríkið stóran hluta af landinu, sem flugvöllurinn er á? Það er eins og mig minni ég hafa lesið það einhvers staðar. Ég held, að ríkisstjórnin og Alþingi þurfi að fara að skipta sér af málinu. Þetta gengur ekki lengur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 13:56
Verður LANDSSTJÓRNIN ekki bara að grípa í taumana?
Jón Þórhallsson, 21.10.2014 kl. 14:27
Friðland fugla í miðri íbúðabyggð?? Þetta fólk er bara ekki í lagi. Það átti að fara einhverja málamiðlunarleið í Hafnarfirði á sínum tíma þegar byggt var upp á Áslandi og Völlunum, þannig að þar átti að banna "gæludýr í þessum hverfum, til að vernda varpland Flórgoða við Ástjörn. En þó svo að þessu banni hefði verið hlýtt (við þekkjum okkar heimafólk og vitum alveg að þarna er allt morandi í gæludýrum) en kettirnir hinu megin við Reykjanesbrautina uppgötvuðu þarna flott veiðisvæði, enda kunna þeir ekki að lesa og vita ekkert að Flórgoðarnir voru friðaðir og það mátti alls ekki veiða þá. Nú skilst mér að eitthvað sé lítið um Flórgoða þarna og verður ekki svipað uppi á teningnum í Vatnsmýrinni ef þessi áform ganga eftir. Nei fór ekki Dagur út í pólitíkina vegna þess að hann er óhæfur sem læknir????
Jóhann Elíasson, 21.10.2014 kl. 14:55
Ef þú ekur Hringbrautina, Jóhann, þá sérðu skilti við hliðina á flugbrautarendanum, þar sem stendur FRIÐLAND FUGLA, og fyrir neðan stendur, að það eigi að vera þar, svo að þeim virðist vera alvara með þessu, hvernig sem þau nú ætla að fara að þessu. Ég skil það ekki og sé það ekki fyrir mér. Jú, Dagur er vitaónýtur læknir, enda hefur alltaf verið sagt, að konan hans sé miklu betri læknir en hann. En varðandi flugvöllinn, þá hef ég lagt það til og skorað á forsætisráðherrann, að með tilliti til aldurs og þess, að Bretar byggðu hann á sinni tíð, þá verði hann friðaður sem stríðsminjar, enda nóg af þeim líka alls staðar þarna í kring. Landsstjórnin verður vissulega að koma hér að málum og koma í veg fyrir það slys, að flugvöllurinn fari. - Vonum svo, að eitthvað jákvætt komi út úr fundinum í kvöld.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.