ÞAÐ VEITIR EKKI AF AÐ ENDURSKOÐA REKSTURINN ALVEG FRÁ GRUNNI..

Það eru margar útvarpsstöðvar í loftinu, sem flytja dægurlagatónlist blandað smá röfli eins og Rás 2 gerir, að nota fréttatímana til að flytja áróður í þágu Landspítalans orkar tvímælis, svo ekki sé nú fastar kveðið, Útsvar er orðið alveg hrikalega "útþynnt" efni og þessi þáttur, sem er nýlega byrjaður "Óskalög Þjóðarinnar", er svo gjörsamlega misheppnaður og er stofnuninni til háborinnar skammar.  Svo er verið að sýna bíómyndir, sem voru til sýninga í bíóhúsum fyrir meira en átta árum (sennilega fást þær ódýrari fyrir vikið og náttúrulega á enn betra verði ef keyptar eru margar í einu).  Ef það slysast til að ein almennileg mynd sé sýnd, þá er hún svo seint á dagskránni að allt venjulegt fólk er farið að sofa.  Slatti er af "sápuóperum" en mér hefur nú sýnst alveg nóg af þeim líka á Stöð 2 og Skjá 1.  En kannski lýta einhverjir svo á að það sé hlutverk stofnunarinnar að sjá til þess að landinn sjái "sápuóperur?   Þessi upptalning er síður en svo tæmandi en samt sem áður má sjá það nokkuð skýrt að miklir möguleikar eru enn til hagræðingar hjá stofnuninni.........
mbl.is Útvarpsgjaldið verði ekki lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má enda laust deila um dagskrána, en útvarpsgjaldið er ''nefskattur'' á alla landsmenn með tekjur yfir skattleysismörkum, Það var skýrt, á sínum tíma, að það ætti að renna óskipt til RUV. Ef hluta þess er stungið undan eins og helferðarstjórninn ákvað að gera, heitir það fjárdráttur og er lögbrot. Nú, eða dulbúinn flatur skattur sem leggst þá samkv útreikningum hagfræðinga síðustu ríkisstjórnar, þyngst á þá lælgst launuðu .

samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 22:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, með því að draga fram nokkur dagskráratriði, sem mér finnst engan vegin í lagi og ég veit að margir eru á sama máli, vek ég athygli á því að nægir möguleikar eru til hagræðingar hjá stofnuninni.  Það var Gunnarsstaða Móri sem afrekaði það að RÚV fékk ekki allt "útvarpsgjaldið" núverandi stjórnvöld ætla að lækka þennan nefskatt og breyta honum þannig að hann renni óskertur til RÚV.  Það er verið að leiðrétta fjárdrátt "Ríkisstjórnar Fólksins".  En mér finnst að það þurfi heldur betur að taka til hjá RÚV en ég er hræddur um að núverandi útvarpsstjóri hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvers konar "ormagryfja" stofnunin er og því farið út í eitthvað sem hann ræður ekki alveg við.  Í það minnsta hafa verk hans hingað til valdið miklum vonbrigðum................

Jóhann Elíasson, 4.11.2014 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband