ER RÚV EKKI MEÐ SÉRSTAKA ÍÞRÓTTARÁS????????

Ég veit ekki betur - en hvernig stendur þá á því að þessi rás er ekki notuð???  Það er fullt af fólki sem hefur ekki nokkurn áhuga á þessu íþróttabrölti og það er náttúrulega fyrir neðan allar hellur að fréttatímum skuli seinkað vegna þess að það eru einhverjir íþróttaleikir í gangi.  Handboltaleikurinn áðan, var bæði sýndur á aðalrás RÚV áðan og einnig á sportrásinni, ekkert var einfaldara en að hætta að senda leikinn út á aðalrásinni, þegar kom að fréttum og halda leiknum bara áfram á sportrásinni.  Sama má segja um framhaldið, þegar hefðbundin dagskrá hefst á aðalrás RÚV er eðlilegast að ekki verði sent þar út frá íþróttaviðburðum til þess verði sportrásin nýtt.  Það er oft búið að skrifa um þetta og alltaf hefur því verið borið við að ekki sé sérstök íþróttarás - nú er hún komin en þá kemur hún bara inn sem HREINN VIÐBÓTARKOSTNAÐUR FYRIR RÚV


mbl.is Óskabyrjun hjá Katarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu. Ótækt að þurfa að horfa á þessa boltaleiki í útvarpi allra landsmanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2015 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband