Föstudagsgrín

Pervisinn fastagestur á Enska barnum í Austurstræti sat í sínu hefðbundna sæti eitt kvöldið í vikunni og öll önnur sæti voru setin líka. Þá kom inn spengilegur og vöðvastæltur maður sem sýnilega var í góðri þjálfun. Hann gekk að fastagestinum og heimtaði að hann stæði upp og léti eftir sætið, en sá fyrrnefndi neitaði. Sá vöðvastælti sló fastagestinn eldsnöggt og sagði þetta var shotokan-karate högg frá Kóreu. Fastagesturinn stóð upp, hristi hausinn en settist svo niður aftur. Þá sló sparkaði sá vöðvastælti í hann og sagði, þetta var kung-fu spark frá Kína. Fastagesturinn stóð aftur upp, hristi sig og settist svo niður aftur. Þá tók sá vöðvastælti sig til, stökk upp í loftið, sparkaði með tilþrifum í fastagestinn og sagði, þetta var karate-hringspark frá Japan. Fastagesturinn stóð þá upp, hristi hausinn og gekk út. Sá vöðvastælti settist niður, en á að giska 45 mínútum síðar gekk fastagesturinn inn og rakleiðis að þessum vöðvastælta. Örlítill þytur heyrðist og skyndilega lá sá vöðvastælti rotaður í gólfinu. Fastagesturinn settist þá í sætið sitt og sagði, þetta var kúbein frá BYKO!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2015 kl. 14:44

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flottur þessi vinur,en telst þetta ekki áróður fyrir BYKO,kær kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.1.2015 kl. 16:50

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

laughing

Helgi Þór Gunnarsson, 16.1.2015 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband