ÞETTA ER REKSTRARFORM SEM RÍKIÐ Á EKKI AÐ KOMA NÁLÆGT.......

Enda er ekki hægt að sjá annað en að þarna hafi menn verið að "lauma" einkavæðingu inn í rekstur ríkisins á sínum tíma.  Það þarf að grandskoða allan rekstur ríkisins sem er undir OHF merkjum og gera hann þannig úr garði að undið verði ofan af þessari vitleysu og þessi "laumuhlutafélög" verði aftur rekin eins og almennilegar ríkisstofnanir með þeim skyldum og ákvæðum sem um slíkar stofnanir gilda................


mbl.is Einkafyrirtæki á ábyrgð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er aðferð sem hefur m.a. verið markvisst beitt til að reyna að eyðileggja sumar þeirra stofnana sem hefur verið breytt í þetta form.

Nefni engin nöfn en besta dæmið heitir nú þriggja stafa skammstöfun.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2015 kl. 17:19

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú þetta er alveg rétt hjá þér.  Það gengur ekki svona rekstur þar sem ríkið ber alla ábyrgð en hefur enga aðkomu eða getur haft áhrif á ákvarðanatökur varðandi reksturinn.  Menn hljóta að sjá að þetta er galið fyrirkomulag.............

Jóhann Elíasson, 12.3.2015 kl. 17:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar er það svo að sem hluthafi getur ríkið alveg kosið í stjórn þessara félaga eins og á við í venjulegum hlutafélögum. Með því að skipa einhverja vildarvini í slíkar stöður er hinsvegar spillingunni boðið heim.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2015 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband