29.4.2015 | 17:17
ÞVÍ MIÐUR ER ÞAÐ EKKI BARA VERKFALLIÐ SEM BITNAR Á ÞEIM SEM SÍST SKYLDI - HELDUR HEILBRIGÐISKERFIÐ Í HEILD SINNI...
Fyrir nokkrum mánuðum síðan, hringdi til mín kunningi og góður vinur frá fyrri tíð. Ég hafði ekki heyrt frá honum lengi þannig að þetta símtal kom mér nokkuð á óvart. Við spjölluðum lengi um það sem á dagana hafði drifið og svo bara um heima og geyma. Að lokum spurði hann mig að því hvenær ég gæti hitt sig því það væru mál sem hann þyrfti að tala um og vildi ekki ræða í síma. Ég fékk strax einhverja ónotatilfinningu en sagði honum að hann gæti komið hvenær sem væri, það væri bara betra að hann léti vita með einhverjum fyrirvara svo ég gæti bakað áður og þess háttar. Þannig að við ákváðum bara tíma og hann kom. Ég verð nú að segja að mér brá nokkuð þegar ég sá hann, en ég vissi að hann hafði átt í erfiðleikum með áfengi en útlitið á honum var verra en svo að áfengi gæti verið um að kenna. Þegar við vorum sestir og byrjaðir á kaffinu og kökunum, kom ástæða útlitsins í ljós. Hann sagði mér að hann væri með krabbamein í báðum lungum og ætti víst frekar stutt eftir. Ég spurði hann þá út í hvort hann væri búinn að fara í gegnum allar hugsanlegar læknismeðferðir. En þá kom sjokkið: Hann væri bara á örorkubótum og leigði íbúð hjá Reykjavíkurborg og bæturnar rétt dygðu fyrir leigunni og mat hann hafði ekki efni á því að veikjast. Ef hann hefði farið í læknismeðferð hefði hann lent í vanskilum með leiguna og hefði bara endað með því að hann hefði misst íbúðina.HANN HEFÐI BARA HREINLEGA ÞURFT AÐ GERA ÞAÐ UPP VIÐ SIG HVORT VÆRI SKÁRRA AÐ DEYJA ÚR KRABBAMEINI EÐA HUNGRI - hann valdi fyrri kostinn. Eftir þetta datt nú "stemmingin" yfir endurfundunum nokkuð niður. Hann tjáði mér að hann fylgdist með blogginu hjá mér og bað mig fyrir það að fjalla ekkert um þessi mál fyrr en að öllu loknu hjá sér. Þar með fór hann fljótlega. Ég var í sambandi við hann næstum daglega eftir þetta og síðasta símtalið var við hann daginn áður en hann dó. Ég hef oft ætlað að skrifa um þetta en fann að ég var ekki tilbúinn til þess fyrr en núna, aðallega var ég reiður yfir því að velferðarþjóðfélagið okkar skuli vera orðið svona. Við eigum svo mikið að enginn ætti að þurfa að enda svona.......
Verkfall sem gengur nærri öllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Það er sorglegt Jóhann, að málum skuli vera svona háttað. Mjög sorglegt!
Jónas Ómar Snorrason, 29.4.2015 kl. 17:34
Helvítis fokking fokk, þetta er óþolandi ástand.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2015 kl. 18:06
Vonandi verður eitthvað gert, því svona á enginn að þurfa að ganga í gegnum. Og þetta er kallað velferðarþjóðfélag...........
Jóhann Elíasson, 29.4.2015 kl. 18:57
Það er nefnilega málið Jóhann, hefur ekkert að gera með vinstri-hægri eða hvað sem er. Íslendingar vilja að heilbrygðismál, og reyndar velferðarmál séu í traustum skorðum, því við höfum meira en efni á því!!!
Jónas Ómar Snorrason, 29.4.2015 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.