27.5.2015 | 07:05
"AUÐVELT AÐ VERA VITUR EFTIR Á"
En hvernig mátu þeir hlutina SJÁLFIR á þessum tíma? En auðvitað átti Íbúðalánasjóður eða bankarnir að hafa vit fyrir fólkinu og ráðleggja þeim að taka EKKI þessi lán, sem það hafði sótt um sjálfviljugt. Því miður hefur þetta verið "mórallinn" í landinu, eftir hrunið. Jú, það varð hrun og margir fóru illa út úr því, en það er hæpið að setja ALLA ábyrgðina yfir á aðra og um leið að fría sjálfan sig alveg, eins og virðist vera lenskan hjá meirihluta fólks í landinu. En þetta á eftir að fara illa í marga og þá kannski sérstaklega þá sem fóru illa út úr hruninu og kunnu fótum sínum engan vegin forráð og eru enn í bullandi afneitun yfir því hvernig fór og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um afleiðingarnar.
Sögðu ekki neitt vit í lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 13
- Sl. sólarhring: 420
- Sl. viku: 2190
- Frá upphafi: 1837556
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1255
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða bulluvaðall er þetta í þér maður,þykist þú vera eitthvað betri en aðrir hvað vit varðar ,margur tók lán ,en það gerði enginn ráð fyrir slíkri holskeflu sem rauninn varð á,ætlar þú að fara segja me´r að þú hafir ekki orðið fyrir tjóni þó þú hafir sloppið fyrir horn?Ætlar þú að segja mer að láninn hafi ekkihækkað hjá þér í þessari holskeflu eins og hjá öðrum? Það er enginn að kenna öðrum um heldur að það reyndist vera óstjórn á peningamálum og er enn.Það var legið á fólki frá bankastofnunum gerðu þetta og ráðleggingar hjá þessu liði sem átti að vera hjá sérfræðingum voru oft ´skrítnar og fólk keypti þær og hverjum er um að kenna jú brengluðu hugarfari hjá allri þjóðinni ,og ætlar þú að fara segja mér að þú einn hafir ekki verið þátttakandi íþví jú það er auðvelt að vera vitur eftirá og gelta eins og hundur.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.5.2015 kl. 07:29
Djöss snillingur ert þú Jóhann, þú ættir að opna rágjafafyrirtæki til að leiðbeina okkur hálfvitunum í lánatöku!....Þú gætir stórgrætt á því.
Hlynur Baldursson, 27.5.2015 kl. 07:39
Guðmundur, þú ættir að spara stóru orðin og aðeins að hugsa áður en þú ferð eitthvað að tjá þig. Jú ég tók lán fyrir hrun en ég passaði mig á því að "hafa borð fyrir báru" þannig að það færi ekki megnið af mínum launum í að borga afborganir og vexti og það væri ekkert svigrúm fyrir óvænt útgjöld. Ég segi nú ekki að ég hafi orðið fyrir tjóni en ég varð fyrir auknum útgjöldum vegna hrunsins.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 08:31
Ég segi nú ekki að ég sé snillingur, en ég hugsaði og fór ekki alveg blint eftir ráðleggingum þessara "sérfræðinga" hjá bönkunum og kokgleypti ekki allt sem þeir sögðu, eins og þú virðist hafa gert Hlynur.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 08:34
Já vá hvað þú ert lang klárastur Jóhann! Það hlítur að vera frábært að vera þú svona rosalega klár og lætur ekki plata þig svo auðveldlega.
Orri (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 08:46
Það er slæmt ef þú lætur plata þig auðveldlega, Orri en þú getur reynt að ráða bót á því það er betra að fá hjálp en að þurfa að reka sig á til að læra.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 09:11
Jóhann bendir Orra á að fá hjálp, en eru ekki sérfræðingar í bönkun um sem áttu að veita aðstoð? Ég þekki til eldri hjóna sem fengu símhringingu frÁ banakanum sínum þar sem sérfræðingurinn benti þeim á að þau væru með spariféð sitt inn á vitlausum reikningi í bankanum. Þau ættu að færa peninginn yfir á s.k. hávaxtareikning sem gæfi betri vexti.En þar sem maðurinn var frekar varkár í fjármálum þá spurði hann sérfræðinginn afhverju bankinn væri að benda viðskiptavinum sínum á þetta og hvað bankinn hefði upp úr þessu. Sérfræðingurinn sem var eldri kona úti á landi sagði einfaldlega að hún hefði ekki hugmynd um þetta en hún hafði fengið tölvupóst frá yfirmönnum sínum þar sem starfsmenn væru beðnir um að hringja í sparsjóðseigendur sem ættu einhverjar fjárhæðir í bankanum. Þetta var um veturinn 2007-2008 og ákvað maðurinn að bíða með að færa spariféð sitt yfir á annan reikning.Í kjölfar hrunsins kom síðan í ljós að þeir sem höfðu fært pening yfir á þessa hávaxtareikninga í tilteknum banka misstu allt sitt. Þetta voru sérfræðingar bankana að benda fólki á, fólk sem á að hafa vit og vinnur við þetta á hverjum degi.
Þetta er svipað og þegar þú ferð og talar við sérfræðing í tryggingamálum hann Á að gefa þér góð ráð sem þú getur treyst.
thin (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 09:37
thin, en eins og bankarnir voru reknir og eru enn að hluta til. Þeir eiga að hámarka arð sinn og eigenda og þessir "sérfræðingar" eru í vinnu hjá bönkunum og hvað heldurðu að þeir geri í svona tilfellum? Hvort heldur þú að þeir hugsi um hag viðskiptavinarins eða bankans, sem er vinnuveitandi þeirra? Svipað dæmi þekki ég frá manni í hlutabréfaviðskiptum. Hann tók lán fyrir hlutabréfaviðskiptum og hann var í samskiptum við verðbréfasala á vegum bankans. Þeir áttu lengi í þrasi en verðbréfasalinn ráðlagði honum eindregið að fjárfesta í bréfum í bankanum en hinn vildi fara aðrar leiðir. Niðurstaðan varð nokkur konar "Salómons dómur" úr varð að hann setti 50% fjárins í bankabréf og hin 50% fóru í það sem hann vildi. Allir vita hvernig fór en það að fjárfesta ekki í bankanum varð til þess að tapið hjá honum fór niður í rúmar 3.000.000. Ekki ráða allir tryggingaráðgjafar fólki heilt í tryggingamálum, eins og berlega hefur komið í ljós. Og fólk verður alltaf að hafa í huga hvar sérfræðingurinn vinnur.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 09:57
Þú veist ekkert um mig eða mína sögu Jóhann, en svo ég stikli nú á stóru í mínum lánamálum, þá fór ég mjög varlega í þau þarna 2006...keypti íbúð sem var 10.000.000 ódýrari en greiðslumatið leyfði mér, sniðgekk gengislánin (sem var sennilega það vitlausasta sem ég gat gert) tók ekki óverðtryggt af því að fjármálasnillingurinn ráðlagði mér frá því "það eru svo svakalegir vextir af því, sagði hann" þá var aðeins þrent eftir í stöðunni, taka verðtryggt, flytja til mömmu eða fara að leigja!.....Auðvitað tók ég verðtryggt lán upp á 18.000.000 til að kaupa 24.000.000 króna eign, það var það skynsamlegast í stöðunni, enda var greiðsluáætluninn lang flottust af því láni 0% verðbólga og allt í himnalagi framundan. En þú vissir þetta auðvitað allt upp á 10 fingur, ekki satt og hefðir örugglega ráðlagt mér að kaupa gjaldeyri fyrir aurinn og flugmiða aðra leiðina til Noregs, þar sem hlutirnir voru og eru í lagi ekki satt?....
Hlynur Baldursson, 27.5.2015 kl. 11:15
Var þetta ekki bara fínt trix hjá bankanum að lána nógu mikið til fólk gæti ekki staðið við lánin.Þá náðu þeir útborguninni af fólkinu og íbúðinni og skuldakröfu ævilangt.Nei þetta lítur svona út í mínum augum. Vont er ef rétt er!
Eyjólfur G Svavarsson, 27.5.2015 kl. 11:34
Auðvitað þekki ég ekki þína sögu, Hlynur. En það segir sig nokkuð sjálft að það er ekki mikil skynsemi í því að kaupa eign á 75% láni, í það minnsta finnst mér það ekki. En líklega hefur þú ekki spáð neitt í það að þessi "sérfræðingur", sem ráðlagði þér þetta, var að vinna hjá bankanum og bankinn greiddi honum laun, hann var ekkert að vinna fyrir þig og það sem þú gerðir skipti hann afskaplega litlu máli. Ekki vissi ég þetta allt saman en með en menn geta farið varlega í fjármálum án þess að eiga einhverja "kristalskúlu".
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 11:58
Það er bara ekkert að því að taka 75% lán í íbúð ef þú býrð í einhverju af hinum norðurlöndunum, þar sem mönnum dettur ekki í hug að lána fólki peninga til íbúðakaupa með verðtryggingu, en já ég viðurkenni háfvitaskapinn í mér að taka verðtryggt lán með 75% veðsettningu, ég er ekkert skarpasti hnífurinn í skúffunni, þegar að kemur að fjármálum. þetta hefur samt ekkert með það að gera að vera snillingur í fjármálum, eða að hlusta á einhvern starfsmann í lánastofnun sem er drullu sama um þig og þína! Það er ekkert annað í boði hérna! Af þessum þrem kostum, talda hér að ofan þá var skynsamlegast að taka þetta "frábæra" verðtryggða lán, hvort sem það var 60% eða 75% skiptir óskaplega litlu máli eins og staðan er í dag, myndi alveg standa uppi jafn eignalaus, þrátt fyrir að ég hafi borgað og staðið í skilum öll þessi 9 ár sem ég hef búið í þessari íbúð, eins og mörg þúsund heimili standa einmitt fram fyrir í dag. Það er einfaldlega hroki að segja að þetta fólk hafi átt að vita betur og segja að við séum öll með einhvern móral eins og fyllibytta daginn eftir fyllerí, almenningur sá hrunið ekki fyrir, það hafði enga hugmynd um að verðbólgan yrði það sem hún varð....Tja nema þú.
Hlynur Baldursson, 27.5.2015 kl. 12:40
Ég er þér alls ekki sammála að það sé hroki að segja að fólk hefði átt að vita betur. En "nota bene" ég hef hvergi sagt að fólk hefði átt að vita betur, þar ert þú að leggja mér orð í munn, en aftur á móti sagði ég að margir hefðu mátt vera skynsamari í sinni ákvarðanatöku þegar það tók þessi lán. Að halda því fram að ekkert annað hafi verið í boði en að fara að þessum ráðleggingum, er ekkert annað en heimska, það er fullt af sjálfstæðum ráðgjöfum út um allan bæ, en málið er bara það að viðkomandi er búinn að taka ákvörðun og VILL EKKI heyra að hún sé sennilega ekki sú rétta. Þú heldur endalaust áfram að "hamra" á því að ég þykist hafa vitað um hvað var framundan, sem bendir til að þú hafir alls ekki sætt þig við hvernig fór en samt viltu kenna öllum öðrum um en sjálfum þér.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 12:55
Ég er alveg sammála þér Jóhann að fólk á að fara varlega í fjármálum og stíga varlega til jarðar. En eins og þú mannst, þá var meðvirknin alveg svakaleg. Það var sama hvort fólk opnaði dagblöð eða kveikti á útvarpi eða sjónvarpi allsstaðar var verið að segja frá hvað allt væri hér á uppleið. Menn voru á hverjum degi að kaupa og selja fyrirtæki og allt var hhér í blóma. Ráðamennn þjóðarinnar fóru fyrir þessum söng og allt var svo gott. Meira að segja gekk það svo langt að þegar danskur efnahagsráðgjafi kom og varaði fólk við þá kom menntamálaráðherra fram og sagði að ráðgjafinn þyrfti að taka bókhhaldskúrs 101 í Fj´ölbraut í Ármúla tila að skilja trixið hér. Ég efa að það hafi verið neinn sjálfstæður fjáramálasnillingur sem hafi þorað að bera á móti þessu, viðkomandi hefði væntanlega misst vinnuna. Því skil ég vel sögu Hlyns sem er ekki sú eina sem maður hefur heyrt, því ofan á þetta efnahagshrun sem gerði það að lán tóku stökkbreytingum, datt botninn úr vinnu hjá fólki. Sumir einfaldlega misstu vinnuna á meðan vinnan hjá öðrum drógst saman um þriðjung. Sama hversu varlega fólk fór fékk það skell
thin (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 13:15
Það er rétt hjá þér "thin" að meðvirknin á þessum tíma var alveg gríðarleg. Ég skil að mörgu leiti það sem kom fyrir Hlyn, en aftur á móti er ég ekki sammála þér að sjálfstæðir ráðgjafar hefðu verið látnir fara ef þeir hefðu ráðlagt fólki að gera annað en þessir "sérfræðingar" ráðlögðu. Það að vera sjálfstæður ráðgjafi, þýðir að þú ert ekki öðrum háður. Það dæmi sem þú nefndir með fyrrverandi menntamálaráðherrann er það allra öfgafyllsta, sem hægt var að nefna, en OK það er svolítið lýsandi fyrir tíðarandann á þessum árum. En eiginmaður þessa fyrrverandi menntamálaráðherra, var einn sá "svæsnasti" í fjármálum og talandi um að vita hvað var í vændum; Hlýtur hann að hafa vitað eitthvað því hann setti öll sín viðskipti inn í einkahlutfélag, þannig að þegar upp var staðið þurfti hann ekki að bera neina persónulega ábyrgð á því sem hann gerði. Hrunið snerti ALLA á einn eða annan hátt og það er rétt hjá þér ALLIR fengu einhvern skell í hruninu en það breitist ekki að maður á alltaf að fara varlega í ÖLLU og ekki veit ég hvar Hlynur hefur fengið þær upplýsingar að ALLS STAÐAR á Norðurlöndunum þyki í lagi að taka 75% lán. Að vísu eru nokkuð mörg ár síðan ég bjó í Noregi en þá var gerð krafa um 40% eigið fé en þetta getur svo sem allt verið orðið breitt núna.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 13:49
Það er ekki hægt að hafa "borð fyrir báru" þegar verðtryggð lán eru annars. Þó maður hafi hana í byrjun þá étur verðtryggingin hana bara líka eins og allt annað.
Munið þið eftir því þegar flest húsnæðislán voru lækkuð niður í 110% ? Í upphafi voru nefninlega engin þeirra lána yfir 100%.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2015 kl. 13:59
100% lán við fyrstu kaup í Noregi, 80% eftir það. Munurinn á þeim lánum og hér heima, er að þú byrjar að borga lánið niður við fyrstu greiðslu og svo koll af kolli, eftir 20 til 30 ár áttu húsnæðið. Ég er ekkert að kenna neinum um hvað ég gerði, tók þetta lán alveg einn og óstuddur, þrátt fyrir að "ráðgjafinn" réði mér að taka lán í bankanum, þá fór ég til Íbúðalánasjóð...var það eitthvað skárra, held ekki! Sami skíturinn í annari fötu....Afsakið að ég hafi lagt þér orð í munn, það var ekki ætlunin. Það eina sem ég er að reyna að koma á framfæri hér, er að það er alveg sama hversu mikill snillingur maður er/var í fjármálum, þá voru bara vond lán í boði, hafi maður þurft að kaupa sér húsnæði við hæfi á annað borð....
Hlynur Baldursson, 27.5.2015 kl. 14:07
Guðmundur, það er vel hægt að "hafa borð fyrir báru" með verðtryggð lán eins og annað. En ég viðurkenni alveg að það er erfiðara en málið er að skuldsetja sig ekki alveg upp fyrir eyru eða jafnvel upp fyrir hvirfil. 110% leiðin var líka alveg með ólíkindum og svo var náttúrulega lítið skárra að taka 100% lán.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 14:17
Það er nákvæmlega málið, það er alveg sama hversu skynsamlegar ákvarðanir maður reyndi að taka, þegar einu valkostirnir voru verðtryggt eða verðtryggt.
Maður hefði auðvitað getað sleppt því að reyna að koma þaki yfir fjölskylduna og látið hana sofa á götunni, en það hefði varla gengið upp heldur.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2015 kl. 14:18
Hlynr, takk fyrir að leiðrétta mig með lánamöguleikana í Noregi. Það er rétt hjá þér að slæm lán voru í boði á þessum tíma og ekki hafa þau mikið skánað. Ég hef sjálfsagt verið full harður í þinn garð en kannski kom það mikið til út af því að mér fannst þú óréttlátur í minn garð. Ég get sagt þér eina stutta dæmisögu: Móðubróðir minn, tók þá ákvörðun um fermingu, að hann ætlaði aldrei að kaupa neitt fyrr en hann ætti fyrir því. Hann reyndar býr úti á landi, hann hefur aldrei verið með neinar stórkostlegar tekjur en hann hefur staðið við þetta. Í dag er þessi maður sterkefnaður, hann á húsi í heimabænum, hann á tvo bíla auk húsbíls, íbúð í Kópavogi og er mestan hluta úr sumrinu í fríi. Ef þú hugsar málið hversu stór hluti af launum venjulegs launamanns gætir þú ímyndað þér að fari í vaxtagreiðslur? Ég veit að aðstæður eru allt aðrar hjá fólki í dag enda var þessi saga meira til að vekja fólk til umhugsunar.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 14:36
Fyrirgefðu Hlynur, það vantaði "u" í nafnið þitt í byrjun síðustu færslu.
Jóhann Elíasson, 27.5.2015 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.