GÓÐUR DAGUR FYRIR WILLIAMSLIÐIÐ

Að Massa kláraði í þriðja sæti(hans 40 skipti á verðlaunapalli á ferlinum) og Bottas í fimmta sæti, gefur liðinu mikið í baráttunni um annað sætið í keppni bílasmiða.  Allt féll með þeim í dag, áreksturinn hjá Raikkonen í upphafi kappakstursins og vandræðin hjá Ferrariliðinu í þjónustustoppinu hjá Vettel, en það er nokkuð öruggt að þetta vesen kostaði hann þriðja sætið í keppninni og það sást best á því hversu nálægt Massa hann var í restina.  Og enn halda vandræði McLaren áfram.  Ekki nóg með að báðir bílarnir væru færðir aftur um 25 sæti eftir tímatökuna (en þeim gekk það illa í tímatökunni að þeir þurftu að taka út aukarefsingar á meðan keppnin fór fram) heldur lenti Alonso í árekstri við Raikkonen og þar með var keppnin búin hjá honum og svo varð að láta Button hætta keppni vegna tækniörðugleika.  Þetta keppnistímabil er það versta í sögu McLaren en liðið er einungis með fjögur stig og tímabilið er hálfnað.  Enn einu sinni heillaði Max Verstappen og verður gaman að fylgjast með þessum dreng í framtíðinni.  Red Bull má heldur betur muna fífil sinn fegurri en þeir máttu bar þakka fyrir að ná einu stigi á heimavelli.


mbl.is Ræsingin reddaði Rosberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband