ÞETTA ERU ALVEG SKELFILEGAR TÖLUR - EN HVAÐ SEGJA ÞÆR OKKUR?

Er þetta "baklandið" margumrædda?  Í Verkalýðsfélagi Akraness eru það 24,43% félagsmann sem greiða atkvæði um samningana og af þessum 24,43% eru það 82,61% sem segja já.  Í starfsgreinasambandinu eru um 25% sem kjósa um samningana og af þeim segja 79,95% já.  Verst er þátttakan hjá VR eða 18,27% og af þeim segja 73,9% já.  Þetta segir það bara að þetta miðstýrða verkalýðsforystudæmi er ekki að virka.  Merkilegt að Píratar skuli ekkert tala um lýðræði þegar kemur að þessu.


mbl.is 83% samþykktu nýjan kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það hefur verið mjög oft í gegnum tíðina að fólk tekur ekki þátt í verkalýðsfélagsstarfi og kosningum. Ekki bara það, það eru ekki margir sem vita ekki hvað er í samningunum af því að þau nenna ekki að lesa þá og þaðan af síður að mæta á kynningarfundi um samningana.

Það eru örfáar hræður sem standa í þessu og fylgifiskar þeirra, en yfirleitt er forustan kommónistar sem nenna ekki að vinna.

Kveðja frá Houston 

Jóhann Kristinsson, 22.6.2015 kl. 18:06

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enmitt,það ætti sannarlega erindi á þing.Væri þá forvitnilegt að sjá hvernig Piratar tækju á því. Ég er svo ekki viss hvort félögin sjálf ráða þesu alfarið eða hvort lög um starfsemi og reglur þeirra,heyri undir þingið.  

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2015 kl. 03:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það er alveg merkilegt, miðað við hvað lýðræði og lýðræðisumbætur eru Pírötum ofarlega í huga, að þeir skuli aldrei hafa farið í þessi mál og einnig um stjórnarkjör lífeyrissjóðanna, sem hlýtur að vera einsdæmi á heimsvísu (stjórnarkjörið hjá lífeyrissjóðunum)....

Jóhann Elíasson, 23.6.2015 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband