ER KÍNVERSKA "BÓLAN" LOKSINS AÐ SPRINGA?????

Menn voru búnir að spá þessu fyrir löngu síðan.  Það var hverjum manni ljóst að á annan veg gat þetta ekki farið.  Helsti möguleikinn til fjárfestinga þarna er í fasteignum og að sjálfsögðu var sá möguleiki nýttur alveg í botn.  Afleiðingin varð sú að upp byggðust margar borgir, með stórum skýjakljúfum, verslanamiðstöðvum og byggingum sem áttu  að hýsa margs konar afþreyingu eins og leikhús, kvikmyndahús, líkamsræktarstöðvar og margt fleira.  En gallinn var bara sá að fasteignirnar voru  á verði sem hinn almenni Kínverji réð engan veginn við og því eru allar þessar borgir AUÐAR og þar býr ekki einn einasti kjaftur.  Því var það í rauninni bara tímaspursmál hvenær þessi "spilaborg" myndi hrynja.  Eigi hagkerfið í Kína að verða alþjóðlegt verða fjárfestar að geta sett fjármagnið í arðbærar fjárfestingar, bæði innanlands og utan, stjórnmálin VERÐA að aðlagast raunveruleikanum.  Það er marg sinnis búið að sanna það að miðstýring GETUR EKKI GENGIÐ í alþjóðlegu umhverfi.....


mbl.is Mikið fall á kínverskum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður - sem aðrir gestir, þínir !

O: lítum okkur nær, Jóhann minn.

Ætli - ísl. bólan, sem FramÆlu flokkurinn og SjálfsGRÆÐGIS, eru nú á fullu að blása út, þar sem Jóhönnu og Steingrími J., entust ekki erindin til að klára, springi ekki frekar framan í landsmenn hérlendis - áður en hinar minnstu áhyggjur þyrfti að hafa, af þróun mála, austur í Kína, sem víðar ?

Gleymdu svo ekki - Kínverka myntkerfið, var búið að vera við lýði, í ein 7000 ár, áður en Skratta skerið Ísland var numið, á 7. - 9. öldunum, fornvinur góður.

Svo: skulum við muna einnig Jóhann, að Kínverjar / sem flestir annarra, kunna fótum sínum forráð - en ALLS EKKI Íslendingar, eins og dæmin sýna okkur.

Íslendingar eru - og verða ótýndur ÚRHRAKSLÝÐUR, á meðan þeir geta umborið ræksni alþingis og stjórnarráðs óbreytt, Jóhann minn !!!

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 12:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna ferðu ekki alveg með rétt mál Óskar minn.  Kínverjar hafa sýnt það og sannað að þeir hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð í alþjóðlegu umhverfi, frekar en við Íslendingar.  Kínverskur almenningur kann fótum sínum forráð en þar í landi eru "útrásarvíkingar" eins og voru hér og svo að sjálfsögðu  Kínversk stjórnvöld.  Auðvitað þurfum við að hafa áhyggjur af ástandinu í Kína, þó ekki væri nema fyrir það að þar hafa Íslensk fyrirtæki fjárfest MJÖG MIKIÐ á undanförnum árum og ef heldur áfram sem horfir, eru  allar líkur á að mikið verði um tapað fjármagn og hverjir aðrir en neytendur bera það tap?  Við "menningarbyltinguna" voru gerðar miklar breytingar á Kínversku myntinni og svo aftur um 1990, en þá var reynt að færa myntina nær markaðnum eins og það var kallað en hvorug þessi breyting losaði um þá miðstýringu, sem er mesta vandamálið við Kínversku myntina.

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 16:14

3 identicon

Sæll á ný - Stýrimaður mæti !

Miðað við: hefðbundinn ísl. uppskafningshátt og þjóðrmbing / sem annað mikilmennzku brjálæði Íslendinga: treysti ég ÖLLUM öðrum, þar með töldum Kínverjum, til þess að halda svo á sínum spöðum, svo dugi.

Allra stærstu mistök hérlendis: var fullveldistakan hér á landi 1918 / svo og Lýðveldis mont- takan, árið 1944, fornvinur góður.

Allar götur: frá landnámstímanum 670 - 870/874, hafa Íslendingar ekki haft nokkra burði, til þess að sjá sínum málum borgið, á eigin forsendum.

Sagan - ein og sér: vottfestir það, Jóhann minn.

Hefi því ekki: minnstu áhyggjur af Kínverjum, fremur en öðrum fjarlægum né nálægum þjóðum - miklu fremur: Helvítis fimbulfambinu og ruglinu, í þessu landi, sem Ísland kallast dags daglega, fornvinur góður.

Þess vegna: m.a., hefi ég lagt til, að Kanadamenn og Rússar tækju hér yfir, og kæmu á ALVÖRU stjórnarháttum og skikkan !!!

Ekki lakari kveðjur - hinum fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 16:50

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður lagast ástandið í Kína ekkert þó svo að Rússar og Kanadamenn taki Ísland yfir, Óskar minn.....

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 17:07

5 identicon

Sæll sem jafnan - Jóhann minn !

Til fyrirbyggingar misskilnings: var aldrei ætlun mín, að setja eitthvert = merki á milli Kínversks efnahgs (hvorki: í Taipei né Peking) og LÖNGU tímabærrar yfirtöku 2veggja öflugustu ríkja Norðurhvelsins, á vandræða landinu Íslandi / svo fram komi.

Mér rennur einfaldlega til rifja - sleifarlagið og svika ferlið: með jafna skiptingu afrakstursins, af þeim ógrynnum verðmæta, sem haf og land geyma, til þokkalegrar afkomu fólks, hér heima fyrir.

Sem: einungis skynugasta fólk, vill - og virðist velta fyrir sér.

Með sömu kveðjum - sem þeim síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 17:17

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður er ekkert til sem heitir jöfn skipti afraksturs.   Alls staðar er spilling mikil og ekki síst í ríkjum sem kenna sig við sósíalisma.  Alltaf dettur mér í hug saga, sem félagi minn sagði mér en hann var skipstjórnarmaður og starfaði í einu Afríkuríkinu.  Í fyrsta skipti sem hann kom til landsins og fór í gegnum "tollinn" varð uppi fótur og fit þegar vegabréfið hans var skoðað.  En samkvæmt öllu átti að vera allt í lagi með það hann hafði passað uppá að fá áritun og allt átti að vera á hreinu en honum var tjáð að það væri ENGINN "green paper" í vegabréfinu (en með því var átt við að tollafgreiðslumönnunum var mútað með greiðslu upp á 500 dollara, sem áttu að vera inni í vegabréfinu við tollskoðun).  Þetta hafði hann ekki hugmynd um en hann passaði upp á að þetta kæmi ekki fyrir aftur.  Spillingin er um allt bara í misjöfnum mæli kæri vinur.

Bestu  kveðjur af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 17:53

7 identicon

Sæll - sem fyrrum, fornvinur góður !

Í rauninni - hefði ég í huga, Hernaðarlega stjórnunarhætti, að minnsta kosti í Rússneskum hluta landsins Jóhann, til þess að þoka málum, til betri vegar.

Borgaralegt stjórnarfar (hvítflibba- og blúndukerlinga): er raunar gengið sér til húðar, víðast hvar - eins: og dæmin sanna.

Sízt lakari kveðjur - en aðrar og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband