HÁRRÉTT - EN BARA OF SEINT ATHUGAÐ

Síðast þegar ég vissi þá var Ísland sjálfstætt ríki og þar af leiðandi ætti það að vera með sjálfstæða utanríkisstefnu.  En Skagfirðingurinn sjálfumglaði skipaði ESB-dindil sem ráðuneytisstjóra og virðist fara í einu og öllu eftir því sem ráðuneytisstjórinn segir honum og eitt af því var að það ætti skilyrðislaust að styðja þvingunaraðgerðir ESB gegn Rússum.  Ráðuneytisstjóranum tókst, sem betur fer ekki, að INNLIMA Ísland í ESB, þegar hann var formaður INNLIMUNARNEFNDAR Össurar.  Nú er búið að "planta" honum í Utanríkisráðuneytið, þar sem hann er einskonar "Trójuhestur" INNLIMUNARSINNA.  Eitthvað eru nú skiptar skoðanir um það hvort fjallað hafi verið um málið í ríkisstjórn og er það krafa að rannsókn fari fram á þessu klúðri öllu saman og verði Utanríkisráðherra og ráðuneytisstjórinn látnir bera fulla ábyrgð, komi í ljós að ekki hafi verið staðið rétt að málum.....


mbl.is Bjarni: Efasemdir um þvinganirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband