ER FRESTUR TIL ÁFRÝJUNAR SUMS STAÐAR ÓTAKMARKAÐUR??????

Er ekki verið að brjóta mannréttindi á honum með þessu? Það er víst nokkuð sama hvað fólki finnst um þann dóm sem maðurinn hlaut, þetta er niðurstaða dómstóla og verða ekki allir að sætta sig við það fyrst ekki var áfrýjað strax?


mbl.is Áfrýja dómi yfir Pistorius
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, reglurnar í Suður-Afríku eru þær að dómari í undirrétti getur, eftir að hafa kveðið upp dóm, lýst yfir, að saksóknari geti áfrýjað dómnum og þetta leyfi hennar ætla saksóknarar að nýta sér á grundvelli rangtúlkunar á lögum. Þ.e. að ekki var tekið tillit til dolus eventualis við dómsúrskurðinn. Dolus eventualis þyðir að Pistorius átti að gera sér grein fyrir afleiðingum sínum, að hann myndi með skothríðinni (fjórum skotum, ekki bara einu viðvörunarskoti) gegnum baðherbergishurðina drepa viðkomandi og í breiðara samhengi gæti hugsanlega myrt konu sína í staðinn fyrir (sennilega upploginn) innbrotsþjóf. Verjendur Pistoriusar hafa áfrýjað áfrýjuninni til að geta sýnt fram á að þeir hafi allavega reynt, en dómarinn hefur hafnað þeirri áfrýjun. Þannig að það verður sennilega réttað yfir Pistorius á ný næsta haust.

Þótt Pistorius sé laus úr fangelsinu (sjúkraálmunni) mun hann halda áfram með afplánunina í stofufangelsi. Í mínum huga skaut hann konu sína af ásettu ráði, því að drápið gerðist á baðherberginu, ekki við það að þjófur væri staðinn að verki.

Ekkert er minnzt á tímamörk á aðalsíðu áfrýjunardómstólsins http://www.justice.gov.za/sca/aboutsca.htm , en hér http://www.justice.gov.za/sca/rules.html , grein 7, er talað um eins mánaðar áfrýjunarfrest, svo að það er óljóst undir hvaða undantekningu þessi langi frestur heyrir. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 14:32

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir greinargóðar upplýsingar, Pétur D.

Jóhann Elíasson, 17.8.2015 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband