SIÐMENNT VILL BARA AÐ RÍKIÐ KOSTI ALLAR ÞEIRRA ATHAFNIR.

Þetta segir ekkert annað en þó að Siðmennt segi sig vera alveg óháð samtök þá á ríkið að kosta starfsemina að fullu.  HVAÐ ÆTLI SAMTÖKIN HAFI GREITT Í LEIGU FYRIR AÐSTÖÐUNA Í FOSSVOGSKIRKJU, UNDANFARIN ÁREr nokkuð til mikils mælst að þessi samtök, sem gefa það út að þau séu alveg frjáls og engum háð, komi sér upp eigin aðstöðu fyrir sínar athafnir????


mbl.is Útförum Siðmenntar úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Veistu til þess að þjóðkirkjan hafi borgað leigu fyrir athafnir í kirkjum landsins?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.10.2015 kl. 09:49

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki hræsni hjá Siðmennt að kópera allt frá Þjóðkirkjunni en vilja ekki spyrða við trú en samt sem áður geta þeir tekið allt frá trúnni.

Ómar Gíslason, 10.10.2015 kl. 10:00

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þekki svolítið til hjá siðmennt þó ég sé ekki félagi en yngri strákurinn minn lét ferma sig borgaralegri fermingu á sínum tíma. Átta mig ekki alveg á hvað er verið að kópera. Er það að nota nota þetta orð "ferming" eða orðið " Útfarir"? Að sjálfsögðu eiga allir að borga fyrir sig og það hlýtur að gilda um alla- líka þjóðkirkjufólkið. Fyrir mér er félagið Siðmennt valkostur fyrir fólk og það getur ekki verið annað en gott um það að segja.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.10.2015 kl. 10:29

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef,  fyrir nokkrum árum afhenti kirkjan eignir sínar (kirkjur og jarðir) til ríkisins, gegn því að ríkið greiddi laun presta og að kirkjan fengi afnot af kirkjunum án endurgjalds.  Þetta er skíringin á því að þjóðkirkjan greiðir ekki leigu fyrir kirkjurnar. 

Jóhann Elíasson, 10.10.2015 kl. 13:40

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kirkjubyggingar eru greiddar af ríki og sveitarfélögum Jóhann. Kirkjan hefur aldrei átt þær. Varðandi "jarðir kirkjunnar". Kaþólska kirkjan átti allar þessar jarðir fyrir siðaskipti. Það kom aldrei til afsal til Þjóðkiekjunnar. Þaðvar einfaldlega litið svo á að þjóðin ( öll) hefði skipt um sið og þessar jarðir fylgdu þá með. Á þessum tíma voru allir skyldaðir til að vera í þjóðkirkjunni. Síðar urðu meiri "siðaskipti" hjá hluta þjóðarinnar - Mormónar, Fríkirkjufólk, Hvítsunnuhreyfingin og fleiri auk utan trúfélaga fólk. Ég get ekki séð að þjóðkirkjan eigi nema 70% af þessum meintu jarðeignum í dag og haf þessvegna ekki haft umboð til að versla með þær sem alfarið sínar eignir.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.10.2015 kl. 15:01

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef, ekki vera að fara með fullyrðingar, sem þú ættir að vita að eru ekki réttar.

Jóhann Elíasson, 10.10.2015 kl. 15:20

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og hvaða fullyrðingar eru ekki réttar Jóhann?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.10.2015 kl. 16:52

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kirkjubyggingar ERU greiddar af ríki og sveitarfélögum Í DAG, það er vissulega rétt hjá þér.  EN FYRIR ÞENNAN SAMNING, MILLI RÍKIS OG KIRKJUNNAR, VAR ÞAÐ KIRKJAN SJÁLF SEM SÁ UM KIRKJUBYGGINGARNAR. Fyrigefðu að ég svaraði ekki fyrr ástæðan er að ég var að horfa á leikinn.

Jóhann Elíasson, 10.10.2015 kl. 18:29

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já leikurinn. Það er góð afsökun. Var sjálfur að horfa á og synd að við skyldum ekki vinna. En ef ríkið á þessar kirkjubyggingar sem byggðar voru eftir þennan samning eins og þú segir og ég rengi ekki, er þá ekki sjálfsagt að þeir sem nota þessar byggingar greiði fyrir það. Þá er ég að tala um þjóðkirkjuna og aðra söfnuði, lífsskoðunarfélög og tónlistarmenn og kórar sem nota byggingarnar fyrir tónleikahald. Og það getur ekki verið að kirkjuþing hafi rétt á því að banna allar athafnir í kirkjunum sem ekki eru trúarlegar, ekki satt? Það hlýtur að vera á forræði ríkisins.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.10.2015 kl. 18:58

10 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Jóhann, finnst þér ekki ósmekklegt að fullyrða það að "ríkið kosti allar þeirra athafnir" þegar þú veist að þeir berjast gegn því að ríkið kosti athafnir trúfélaga EN ef að ríkið ætlar að gera það þá skuli allavegana eitt yfir alla ganga.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 10.10.2015 kl. 19:28

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samningurinn milli Ríkisins og Kirkjunnar gekk út á að Kirkjan borgaði ekki leigu fyrir afnot af kirkjunum, eins og ég sagði áðan og finnst þér virkilega að Ríkið eigi að brjóta það samkomulag? Kannski Birgir ætti að hugsa um þetta atriði líka?

Jóhann Elíasson, 10.10.2015 kl. 21:47

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Vissi ekki af því samkomulagi Jóhann. En samningurinn var bara málamyndarsamkomulag og það ætti að ógilda hann og gera kirkjunni að borga til baka. Og eftir stendur að þjóðkirkjan hefur samt  ekki vald til að banna veraldlegar athafnir í kirkjum sem hún á ekki en fær einungis frían aðgang að.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.10.2015 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband