17.10.2015 | 17:57
HVERT ER EIGINLEGA HLUTVERK ÞESSARAR ÚRSKURÐARNEFNDAR UM UPPLÝSINGMÁL?
Hún virðist ekki hafa nein úrræði til að fylgja úskurðum sínum eftir? Og svo virðist það vera að Isavia, geti bara gert það sem þeim sýnist. Þarf þetta fyrirtæki ekki að lúta landslögum eða nokkrum sköpuðum hlut, sem er fyrirtækinu ekki að skapi. Það er kannski rétt að minna á það að þarna er um fyrirtæki í opinberri eigu að ræða og þó svo að fyrirtækinu hafi verið breytt í OHF, þá er ekki þar með sagt að ríkið hafi ENGIN áhrif á rekstur þess. Það er alveg óþolandi að fyrirtækið skuli komast upp með svona vinnubrögð og alvarlegra er ef það eru engin úrræði til að stöðva svona vinnubrögð.
Isavia mun ekki afhenta gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 239
- Sl. viku: 1927
- Frá upphafi: 1855080
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1193
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist gleyma að opinberir aðilar hafa upplýsingaskyldu auk þess er þetta aðeins leiga á húsnæði sem er í eigu hins opinbera. Ekki er verið að upplýsa um nein hernaðarleyndarmál þetta er aðeins leiga á húsnæði. Með svona skítlegu eðli fer þetta að lykta að spillingarmáli til að koma ákveðnum aðilum (vinum) að inn í þessu húsnæði.
Ómar Gíslason, 17.10.2015 kl. 20:03
Kannski sérstakur saksóknari, fyrir hönd úrskurðarnefndar um upplýsingamál, geri húsleit hjá ISAVIA sæki þessi gögn og komi þeim á framfæri.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.10.2015 kl. 21:07
Eitthvað verður að gera til að koma böndum á þetta ríki í ríkinu sem þetta fyrirbæri virðist vera orðið...
Jóhann Elíasson, 17.10.2015 kl. 21:18
Það er til lítils að stofna einhverja úrskurðarnefnd, ef þeir sem hún úrskurðar um þurfa ekki að hlýta þeim úrskurði. Það er þá bara peningasóun að halda uppi slíkum nefndum.
Það er annars magnað hvernig Isavía virðist geta starfa hér á landi. Þetta fyrirtæki, eða forstjóri þess, virðist telja sig utan laga og réttar og hans einu samskipti við stjórnvöld séu að sækja aukið fjármagn í ríkissjóð.
Isavía er opinbert hlutafélag, einn eigandi er að öllum hlutum þess hlutafélags, ríkissjóður. Það eru því landsmenn sem eiga Isavía og forstjóranum bera að fara að vilja landsmanna. Úrskurðanefnd upplýsingamála var stofnuð til hjálpar þeim landsmönnum sem eiga í erfiðleikum með að fá upplýsingar frá fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkisins, fá upplýsingar frá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem landsmenn sjálfir eiga.
Nú hefur þessi nefnd úrskurðað að Isavía skuli afhenda gögn. Þá kemur forstjóri þess í fjölmiðla og segir að hann ætli ekki að afhenda gögnin. Óskammfeilnin í manninum er algjör og ætti að leiða til þess að sá sem með hlut landsmanna í félaginu fer, reki hann á stundinni. Annað er ekki hægt, þegar menn haga sér með þessum hætti.
Menn virðast oft gleyma því að stjórnsýslan og allir þættir sem undir hana falla er til FYRIR landsmenn, en ekki landsmenn til fyrir stjórnsýsluna!!
Gunnar Heiðarsson, 18.10.2015 kl. 09:03
Burt séð frá því hvað þetta apparat gerir þá eru þið að missa ykkur út af allt öðru máli en um er rætt. Til þess að hafa borð fyrir báru þá er kannski ekki hægt að skamma forsvarsmenn stofnanna og fyrirtækja fyrir það að vernda og passa upp á sína viðskiptamenn/lánadrottna.
Sindri Karl Sigurðsson, 18.10.2015 kl. 12:32
Sindri, ´það er hvergi nokkurs staðar minnst á það í þessu máli að ISAVÍA hafi verið að "vernda"viðskiptamenn sína með þessum gjörningi. Hvað í ósköpunum fær þig til að koma með svona BULL???????
Jóhann Elíasson, 18.10.2015 kl. 13:27
Forstjóri ISAVIA er spilltur, eins og þjófnaður hans á flugfarmiðum til útlandi sýndi glögglega. Það er með ólíkindum að þessi maður haldi starfi sínu sem forstjóri ríkisfyrirtækis. Hjá einkafyrirtækjum hefði hann verið rekinn með skömm samstundis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2015 kl. 13:53
Það er reyndar staðreynd að opinberum aðilum er frjálst að áfrýja niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála til dómstóla og almenna reglan er sú að þú fullnustar ekki niðurstöðu stjórnvalds fyrr en lokaniðurstaða er komin í málið.
Persónulega fyndist mér að lögunum ætti að vera breytt, allavegana á þann máta að ríkið og fyrirtæki þess gætu ekki áfrýjað niðurstöðu nefndarinnar en að einstaklingurinn/fyrirtækið sem var að áfrýja til nefndarinnar gæti alltaf áfrýjað. Þannig væri komið í veg fyrir að ríkisstofnanir gerðu það of dýrt og tímafrekt að sækja svona mál.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 14:10
Sindri hefur reyndar rétt fyrir sér að því leyti að forstjóri Isavía er að bera fyrir sig vernd á viðskiptahagsmunum bjóðenda í útboðinu sem ástæðu fyrir höfnun á afhendingu gagnana. Það stenst reyndar ekki skoðun þar sem bjóðendur ættu að vita það að með því að senda gögn til ríkisins í útboði þá er engin trúnaður til staðar eftir að upplestur tilboða er lokið.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 14:17
Þetta á ekki bara við um ríkið heldur ALLA opinbera stjórnsýslu samanber nýlegt útboð sveitarfélags á Suðurlandi varðandi sorphirðumál. Í því máli var viðkomandi sveitarfélag DÆMT til að opinbera tilboða þess aðila sem fékk verkið til samkeppnisaðilans. Það, eins og Elfar bendir á, stenst enga skoðun að bera fyrir sig hagsmuni bjóðenda, getur aldrei orðið annað en fyrirsláttur og gerir ekkert annað en að minnka trúverðugleika viðkomanda.
Jóhann Elíasson, 18.10.2015 kl. 14:30
Hugsið aðeins lengra, mynduð þið setja inn útboðsgögn ef þau væru í framhaldinu aðgengileg samkeppnisaðilum?
Sindri Karl Sigurðsson, 18.10.2015 kl. 14:33
Ég hefði meiri áhyggjur af fyrirtækinu Sindri ef það sé að senda inn útboðsgögn ríkisins sem innihéldu upplýsingar "er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni" fyrirtækisins. Mundu að kostnaðarliðir í útboðinu munu aldrei flokkast á þá vegu.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.