BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK "EINN Í HEIMINUM".......

Ég hélt að borgarstjórnarkosningarnar ættu að endurspegla vilja borgarbúa að einhverju leyti, en síðustu aðgerðir borgarstjórnarmeirihlutans sýna að þetta er stór misskilningur hjá mér og einhverjum fleirum.  Mest lýsandi dæmið er þráhyggja meirihlutans með flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þá er dæmið með þennan hafnargarð í besta falli svolítið undarlegt og svo er það sem engum virðist hafa fundist taka því að nefna, en það er að búið er að HÖGGVA NIÐUR TRÉ Á STÓRU SVÆÐI Í ELLIÐAÁRDALNUM TIL AÐ LEGGJA ÞAR HJÓLREIÐASTÍG SJÁ HÉR .  Er það þetta sem Reykvíkingar vilja?????


mbl.is Ákvörðun um friðlýsingu ekki of sein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Borgarstjórinn er með lausar og jafnvel týndar skrúfur í hausnum, en auðvitað er þetta allt gert til að dreifa athygli borgarbúa frá fjármálavandræðum og húsnæðisvandamálum borgarinar.

Það er mikið auðveldara að tala um málefni sem skipta litlu eða engu máli, heldur en að taka á stóru vandamálum borgarinar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 19:31

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já nafni, það er alveg með ólíkindum hvernig þetta lið getur hagað sér og það er engu líkara en að fjölmiðlaliðið spili með í þessum vinstri konsert, sem er í boði hérna.

Kveðja af Suðurnesjunum. 

Jóhann Elíasson, 24.10.2015 kl. 19:44

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Náttúran hjá þessum tréhausum í borgarstjórn Reykjavíkur er ekkert metin og setja þetta undir hjólreiðastíg er fyrir neðan allar hellur. Elliðaárdalurinn hefur alltaf verið útivistar og göngusvæði og þessi hjólreiðastígur sem eiga að vera 100 metra breitt er hreint og beint grín. Þetta sýnir að þessir tréhausar sem stjórna Reykjavík eru ekki starfi sínu vaxnir og þetta er þeim til skammar að meta náttúruna ekki meira en þetta.

Ómar Gíslason, 24.10.2015 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband