9.11.2015 | 20:09
SVONA VIÐBRÖGÐ ERU ENGUM TIL FRAMDRÁTTAR OG ALLS EKKI BOÐLEGT AÐ EINHVERJIR REIÐIR AÐILAR TAKI LÖGIN Í SÍNAR HENDUR
Við höfum lögreglu í landinu, sem að flestra mati er að vinna mjög gott starf, það er held ég trú flestra að þar á bæ sé unnið eins vel úr málum og unnt er. Ég hef ekki trú á að "dómstóll götunnar" sé að vinna með "betri og áreiðanlegri gögn" en lögreglan og svo er með öllu óskiljanlegt að þegar svona mótmæli eru að það skuli þurfa að vera með einhver skrílslæti eins og að kasta eggjum í lögreglustöðina og púa á lögreglustjóra. Fólk verður að athuga hvað það gerir með því að nafngreina menn sem eru til rannsóknar og að birta myndir af þeim,svona lagað getur verið refsivert og menn verða að muna það að við erum með lögreglu og dómstóla í þessu landi og við höfum ekki þörf fyrir "dómstól götunnar" og svona skrílslæti, eins og voru viðhöfð fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag, eru engum til sóma..........
Púað á lögreglustjórann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM HVAÐ ÞESSI "SKÍTDREYFARI OG SIÐLEYSINGI" ...
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGT...
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLA...
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRI...
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN MÖGULEIKI TIL AÐ HAFA "TAUMHALD" ...
- HVAÐA KANNANIR ERU ÞAÐ SEM SÝNA FRAM Á AÐ "MEIRIHLUTI" ÍSLEND...
- SÍÐAN HVENÆR FÓRU BIFREIÐAVIÐSKIPTI Á ÍSLANDI FRAM Í DOLLURU...
- ÞARF HÚN EKKI BARA AÐ FARA AFTUR TIL GEORGÍU TIL AÐ MÓTMÆLA???
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 334
- Sl. sólarhring: 384
- Sl. viku: 2501
- Frá upphafi: 1832666
Annað
- Innlit í dag: 242
- Innlit sl. viku: 1685
- Gestir í dag: 224
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrilslæti eru engum til sóma- en það er orðið of mikið um að ofbeldismenn gegn konum sleppi- það eru kannski fleiri sem hafa orðið fyrir ofbeldi en sem auglysa það í blöðum---??
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.11.2015 kl. 20:50
...og eru "aftökur" án dóms og laga Erla, það sem koma skal til að ná örugglega öllum sekum? Hvað telur þú réttlætanlegt að hausa marga saklausa til að ná einum sekum? Eiga tilfinningar að leysa sönnun á sekt af hólmi? Eigum við að yfirfæra þessar nýju nornaveiðar yfir á öll afbrot eða bara sjá fyrst hvernig þær reynast gegn meintum nauðgurum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2015 kl. 21:13
Að einn sekur sleppi, er einum of mikið, en við getum ekki látið það viðgangast að menn séu teknir af lífi af "dómstóli götunnar", við teljum okkur lifa í réttarríki.
Jóhann Elíasson, 9.11.2015 kl. 21:20
Það er betra að tíu sekir sleppi en einn saklaus sé "hengdur".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2015 kl. 22:01
Sammála því, Axel...................
Jóhann Elíasson, 9.11.2015 kl. 22:30
Ert þú sáttur við réttarkerfið þegar kemur að meintum nauðgurum og barnaníðingum?
Sigurður Haraldsson, 9.11.2015 kl. 23:03
Sigurður, það er hugsanlegt að þú ruglir öllu saman. Réttarkerfið, ákæru- og dómsvald, starfar eftir þeim lögum sem um þessa aðila gilda. Ef þú telur að sakborningar fái það ekki nógu óþvegið, þá er meira við löggjafann að sakast, en réttarkerfið. Þú ættir að krefjast þess að Alþingi breyti hegningarlögum nú og/eða lögum um meðferð sakamála. Sendu meil á alla þingmennum og ráðherra um að breyta 19/1940 og 88/2008. Góð byrjun hjá þér væri reyndar að lesa þessi lög og ákveða hvað þú vilt taka út.
jon (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 02:33
En þú spurðir spurningar og henni er ósvarað, en ég skal svara henni á meðan svarandi er að hugsa sig um, og svar mitt er Já, ég er sáttur við réttarkerfið. Næst er spurning til þín: Hverju viltu breyta í hegningar- og sakamálalögunum fyrrnefndu?
jon (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 02:37
Þó svo að menn séu ekki alltaf sáttir við réttarkerfið er ENGIN ástæða til að fólk taki lögin í eigin hendur, þá kemur upp spurningin "HVAR Á AÐ STOPPA OG HVAÐA BROT Á DÓMSTÓLL GÖTUNNAR AÐ TAKA FYRIR OG HVER EKKI OG ER ÞÁ BARA ÞÖRF FYRIR LÖG OG REGLU YFIRHÖFUÐ"???? Sigurður, ég biðst afsökunar á að hafa ekki svarað þér fyrr en ég var upptekinn í gærkvöldi og skoðaði ekki bloggið fyrr en í morgun.
Jóhann Elíasson, 10.11.2015 kl. 07:45
Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð, ekki satt?? Fullkomlega óboðlegt að fólk taki að sér að birta myndir af fólki sem ekki hefur verið dæmt fyrir það sem það er sakað um.
Bjarki (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.