Föstudagsgrín

Bjössi fór mjög í taugarnar á vinum sínum þar sem hann var alltaf svo óþolandi bjartsýnn. Það var alveg sama hve slæm staðan var, alltaf gat hann sagt. “Það gæti verið verra”. Vinir hans Siggi og Gunnar ,ákváðu að gera eitthvað í málinu og reyna að venja hann af …þessum “leiða” vana. Þeir ákváðu að finna upp einhverja atburðarrás sem væri svo hræðileg og svo svört að hann gæti með engu móti fundið neitt jákvætt við hana. Þeir komu til hans á hverfispöbbinn eitt kvöldið og sögðu, “Bjössi, ertu búinn að heyra þetta með hann Pétur? Hann kom heim í gærkvöldi og kom þá að konunni með öðrum manni og skaut þau bæði og síðan sjálfan sig!” “Þetta er hræðilegt,” sagði Bjössi, “En það gæti verið verra.” Nú urðu vinirnir hlessa. “Hvernig í ósköpunum gæti þetta verið verra?” spurðu þeir. “Ja, sko,” sagði Bjössi….. “Ef þetta hefði gerst í fyrrakvöld þá væri það ég sem væri dauður!”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband