23.12.2015 | 17:05
VISSUÐ ÞIÐ AÐ BARNAÞRÆLKUN VIÐGENGST Í SÚKKULAÐIIÐNAÐINUM?.
Núna þegar jólin eru að koma mættum við kannski aðeins spá í hvaðan allt konfektið og súkkulaðið í heild sinni er komið og hvernig sá "iðnaður" allur er. Um það bil helmingur af öllum kakóbaunum (sem súkkulaðið er unnið úr), kemur frá Fílabeinsströndinni og nágrannaríkinu Ghana. Aðstæður þeirra sem starfa á flestum þessum kakóbaunaplantekrum eru þannig að orð geta tæplegast lýst þeim. Þeir sem vinna á þessum plantekrum eru oftast drengir 12 - 16 ára, stundum eru börn allt niður í níu ára gömul þarna innan um. Þeim er oftast RÆNT frá nálægum þorpum eða frá þorpum í nágrannaríkjunum og smyglað yfir landamærin. Sá tími sem þessi "börn" verja á plantekrunum er yfirleitt 12 - 16 tímar á sólarhring alla daga vikunnar að því loknu eru þau læst inní gluggalausum kofa þar sem er eitt herbergi og sofa á nöktum trébekkjum og ef reynt er að strjúka kostar það miklar barsmíðar og stundum dauða. Árið 1998 var vakinn athygli á því að notast væri við þræla á kakóbaunaplantekrum í þessu tveim áðurnefndu löndum en EKKERT hefur verið aðhafst í málinu. Eins og flestir vita þá er spilling á þessu svæði alveg gríðarlega mikil og erfitt að ná almennilega utan um vandann. Sem dæmi skal nefnt að árið 2005 að 600.000 manns "ynnu" á kakóbaunaplantekrum á Fílabeinsströndinni og 400.000 í Ghana, svo vandinn er alveg gríðarlega mikill. Stóru framleiðendurnir á súkkulaði í heiminum (Hersey, Mars, Nestlé og fleiri) segjast "vita" af vandamálinu en geti lítið aðhafst. Því er ánægjulegt til þess að vita að lítill framleiðandi, eins og Nói Síríus, hafi sýnt þá ábyrgð að gera eitthvað í þessu máli og mættu fleiri sælgætisframleiðendur fara að þeirra fordæmi. Í framtíðinni ætti fólk að athuga frá hverjum súkkulaðið kemur, maður borðar súkkulaðið í það minnsta með betri samvisku ef það kemur frá aðilum sem sýna örlitla samfélagslega ábyrgð í rekstri sínum.
GLEÐILEG JÓL...............
10 milljónir í aðstoð við kakóbændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 24
- Sl. sólarhring: 420
- Sl. viku: 2201
- Frá upphafi: 1837567
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1261
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hjartanlega sammála þér Jóhann. Málið er bara það, þetta er búið að vera vitað mjjjööög lengi, ekki bara kakó, eiginlega nefndu bara það sem þú lætur í þig, banana, etc. Gleðileg Jól.
Jónas Ómar Snorrason, 23.12.2015 kl. 21:51
Það er alveg rétt hjá þér Jónas Ómar. Ég sá nokkrar heimildarmyndir um þetta ógeð þarna suðurfrá, ég vissi af þessu en þvílíkur og annar eins viðbjóður, sem maður varð vitni að og það versta var að "stóru" súkkulaðiframleiðendurnir ekki bara vissu hvað var í gangi,heldur ýttu þeir undir að ástandið versnaði ef eitthvað var. Menn fór fyrst að gruna að ekki væri allt með felldu upp úr 1995 en það var virkilega farið að skoða þessi mál 1998.
Ég þakka þér fyrir innlitið á árinu og athugasemdirnar, þó við séum nú sjaldan sammála, hef ég haft ánægju af samskiptunum og vonast eftir framhaldi. Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Jóhann Elíasson, 23.12.2015 kl. 22:13
Takk fyrir þessa þörfu ábendingu Jóhann. Ég verslaði til dæmis nýlega í Rúmfatalagernum og fékk hálfgert samviskubit þegar ég kom heim. Þar er ekki passað uppá réttindi framleiðslu-verkafólks. Svona erum við öll samsek. Líklega fáar vörur á Íslandi sem eru framleiddar af verkafólki með siðmenntuð réttindi.
Umhugsunarvert, nú á tímum kröfuhörðu jólanna stressandi, kaupmannasjúku og Guðlausu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 00:56
Allt innihaldslaust raus hjá síðuhafa eins og venjan er...bara passa sig að vera sammála honum og ef ekki þá upnefnir hann þig með skítköstum og óþverra.
Friðrik Friðriksson, 24.12.2015 kl. 01:54
Þegar ég kíki á þitt innlit í bloggheimi MBL að þá renni ég snökkt yfir það sem þú ert að fjalla um...heldur er ég að taka eftir ógéðinu sem þú kastar yfir fólk sem er ekki sammála þér, þú ert ekki viðræðuhæfur um það sem þú ert að tjá þig um.
Þú ert fyrir löngu marklaus blöggari sem þóknast bara sjálfum þér.
Friðrik Friðriksson, 24.12.2015 kl. 02:16
Friðrik þú ættir að kynna þér hlutina áður en þú ferð að blaðra, ef það dugir þér ekki það sem er tekið úr "ritrýndum" greinum og aðalmarkmiðið hjá þér er að "drulla" bara yfir aðra þá verð ég bara að biðja þig að halda þig frá þessari bloggsíðu í framtíðinni því ég vil ekki að andlega veikir menn séu þar að þvælast um og skilja eftir sig einhvern óþverra og vitleysu eins og virðist vera það eina sem þú gerir. En ég vonast til að sjá þig ekki oftar á þessari síðu en mikið vorkenni ég nú fjölskyldu þinni sem þarf að þola þig alla daga.......
Jóhann Elíasson, 24.12.2015 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.