14.1.2016 | 20:51
ÞESSI NIÐURSTAÐA LÁ ALLTAF Í AUGUM UPPI
Nú verður borgarstjóri að fara að undirbúa sig undir hrinu málsókna á borgina, vegna þess að ekki hefur verið staðið við samninga. Hann getur ekki bent á ríkið sem sökudólg í því máli, það er kominn tími til að hann lýti í eigin barm og varpi ekki sökinni alltaf á aðra. Hann er orðinn nógu og gamall til að horfast í augu við eigin gjörði, en það er ekki víst að þroskinn hafi fylgt aldrinum.
Neyðarbrautarmáli vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 214
- Sl. sólarhring: 294
- Sl. viku: 2049
- Frá upphafi: 1854370
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 1163
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í niðurstöðu dómara segir " Er krafan því svo vanreifuð að varðar sjálfkrafa frávísun. Samkvæmt þessu verður málinu í heild sinni vísað frá dómi." Þetta er því ekki dómur í málinu. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar þurfa að setja málið þannig fram að dómarinn geti tekið afstöðu til þess.
Jónas Kr (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 21:34
Jónas, það var augljóst að málinu yrði vísað frá vegna þess að það vantaði allar forsendur fyrir málshöfðuninni. Er eitthvað flókið að átta sig á því????
Jóhann Elíasson, 14.1.2016 kl. 22:22
Hann skilur ekki að hann sé að gera ranga hluti.
Filippus Jóhannsson, 14.1.2016 kl. 22:27
Alveg rétt, en Hjálmar er litlu skárri. Þeir standa saman í þessu, virðist vera, og verða að taka afleiðingum gerða sinna, báðir tveir. Báðir vilja þeir eyðileggja flugvöllinn og rústa borginni, og báðir eru þeir sömu þverhausarnir og vitleysingarnir og lítill munur á þeim, finnst mér. Þeir ættu að skammast sín, ekki síst núna, þegar þeir ætla að fara að eyðileggja trjálund, sem er tengdur fyrrverandi forseta landsins. Það er hneykslanlegt og hreinasti dónaskapur, vægast sagt. Get ekki sagt annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 11:00
Aðal málið er þetta,að samningar skulu standa. Reykjavíkurborg og þáverandi innanríkisráðherra sömdu um það að þessari neyðarbraut yrði lokað og undir það skrifuðu forsætisráðherra, innanríkisráðherra og þáverandi Borgarstjóri.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 12:22
Helgi, enn einu sinni bullar þú tóma vitleysu. Málið er það að í samningnum stóð: Að Innanríkisráðuneytið skyldi vinna að LOKUN neyðarbrautarinnar, ÞEGAR LAUSN VÆRI KOMIN Á STAÐSETNINGU NÝS FLUGVALLAR. Sú LAUSN ER EKKI FUNDIN ENNÞÁ. En að sjálfsögðu viljið þið í "Vinstri Hjörðinni" eingöngu tala um þennan samning, sem var undirritaður, en ekki hvað þessi samningur INNIHÉLT.
Jóhann Elíasson, 15.1.2016 kl. 14:11
...og enn svarar þú með skætingi og uppnefnum en það er þitt mál, en ég er bara að vitna í þetta samkomulag sem borgin og þáverandi innanríkisráðherra gerðu þ.e að borgin gæti haldið áfram fyrirhuguðum framkvæmdum og að innanríkisráðherra stæði við lokun varaflugbrautarinnar og fyndi vellinum nýjan stað og við skulum halda því til haga, að það er EKKI í verkahring borgarinnar að finna það út hvar flugvöllurinn á að vera.
Ég held að niðurstaða Rögnunefndarinnar sýni það svart á hvítu að besta lausnin er að sjálfsögðu að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur, leggja hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og málið er leyst.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 14:57
Bentu mér á hvar uppnefningar eru. Ég sagði hvergi að það væri hlutverk borgarinnar að finna nýtt flugvallarstæði en það var í samningnum AÐ ÞEGAR KOMIÐ VÆRI NÝ LAUSN Á FLUGVALLARMÁLIN ÆTTI AÐ VINNA AÐ ÞVÍ AÐ LEGGJA HINA UMDEILDU NEYÐARFLUGBRAUT NIÐUR. Rögnunefndin lagði ALDREI til að innanlandsflugið færi til Keflavíkur og alls ekki að það yrði lögð hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þig hefur bara verið að dreyma þarna eða eins og venjulega kastar fram fyrstu vitleysunni sem þér dettur í hug.
Jóhann Elíasson, 15.1.2016 kl. 15:27
Helgi Jónsson.
Það er búið að ákveða að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er. Hafi einhver skoðun á því að hann eigi að vera annarsstaðar verður sá hinn sami að koma með lausn, sem er jafngóð eða betri, til þess að hlutirnir gangi upp.
Ef þú átt hús og þitt bæjarfélag ákveður einn daginn að það skuli víkja. Yrðir þú sáttur við að fá þá afgreiðslu að þú skulir flytja út með allt þitt hafurtask? Síðan væri það í þínum verkahring að byggja þér bú fyrir þína peninga á stað sem þú verður sjálfur að finna og bera allan kostnað sem af þessu brambolti hýst. Ekki bætir síðan úr skák, að þú ert búinn að byggja upp með öðrum þjónustu, sem þú þarft að sækja í og bæjarfélagið þitt gerir þér það eins erfitt fyrir og hægt er, en krefst samt fullrar greiðslu fyrir.
Er þetta þín sýn á þjónustuhlutverki Borgarinnar?
Benedikt V. Warén, 15.1.2016 kl. 15:43
Sæll Benedikt, hvenær var það ákveðið að flugvöllurinn verða áfram þar sem hann er..?, þetta er alveg ný frétt fyrir mér, var þetta að gerast..?
Eftir því sem ég best veit, að þá gerir núverandi skipulag ráð fyrir því að völlurinn verði farin fyrir árið 2024 eins og borgaryfirvöld hafa ákveðið, og eins og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar 2001 kveður á um.
Ef þú ert að tala um alla þá skúrræfla sem eru á flugvallarsvæðinu, en flugvallarsvæðið er allt þakið í gömlum og lélegum skúrræflum sem einhverjir flugáhuga menn hafa reyst í gegnum tíðina, þá væri það sennilega minnsta mál fyrir borgina að borga mönnum eitthvað fyrir draslið sem þarna er og öllum til ama.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 16:15
Sæll Helgi.
Það er langt síðan það var ákveðið, - að verða 70 ár síðan. Ólöf Nordal staðfesti það síðan fyrir nokkrum vikum, ef það hefur farið fram hjá þér.
Hins vegar er Reykjavíkurborg að reyna að belgja sig inn á þetta landssvæði sem borgin á ekki einu sinni. Man ekki betur, en í samkomulaginu hafi verið að kanna nýja staði fyrir flugvöll og jafnframt að leyfa að byggja nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið á meðan annar flugvallakostur væri ekki í boði. En auðvita skiptir það ekki máli. Borgarstjórn er ekki það vönd að virðingu sinna að halda í heiðri samkomulag sem þeir eru aðilar að.
Þú ert illa að þér, "að tala um alla þá skúrræfla sem eru á flugvallarsvæðinu, en flugvallarsvæðið er allt þakið í gömlum og lélegum skúrræflum sem einhverjir flugáhuga menn hafa reyst í gegnum tíðina" , og hefur ekki kannað hvaða starfsemi er á ahrifasvæði flugvallarins "draslið sem þarna er og öllum til ama". Fluggarðarnir, sem menn byggðu upp af myndarskap eru talsvert verðmætar eignir og ef eigendum verður gert að fjarlægja þá, er ekki nema sanngjarnt að skilað verði til eigendanna samskonar húsum á jafngóðum stað eða betri, til að bæta tjónið. Fluggarðarnir er eingöngu hluti af starfseminni og eignum á flugvellinum. Eiga flugáhugamenn ekki sama rétt á landsvæði undir sin áhugamál eins og t.d. golfarar. Það er aldeilis byggingamagn sem hægt er að koma fyrir á þeim opnu svæðum sem sú elita leggur undir sig.
Reykjavík hefur sankað að sér nánast allri sameiginlegri starfsemi landsmanna og bráðaþjónustu. Íbúar borgarinnar, flestir, skilja að vandi fylgir vegsemd hverri og felur það ekki í sér að hefta aðgang þeirra sem taka þátt í uppbyggingunni. Þetta er sameiginleg starfsemi, sem allir landsmenn eiga rétt á að sækja.
Benedikt V. Warén, 15.1.2016 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.