ÞAÐ Á BARA AÐ HALDA ÁFRAM AÐ BERJA HAUSNUM Í STEININN.

....og að vera áfram í sjálfsafneitun.  Ef hann ætlar að halda málaferlum við ríkið áfram, verður hann að finna einhverja líklega forsendu, sem hægt er að byggja málsóknina á.  Annars væri honum nær að fara að undirbúa sig fyrir vörn Reykjavíkurborgar gegn málaferlum, sem byggingaraðilar eiga eftir að höfða á borgina, vegna VANEFNDA frá hendi borgarinnar.  En auðvitað reynir hann að koma því yfir á aðra eins og hann hefur ávallt gert.


mbl.is Borgin mun halda málarekstri áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir reyna þó ekki hjá borginni "að stinga höfðinu í steininn" eins frægt er orðið. Enda geta það gert þeir einu sem vita aðeins sínu viti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.1.2016 kl. 21:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeim er trúandi til alls, þessum mönnum... cool

Jóhann Elíasson, 15.1.2016 kl. 22:33

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heitir það ekki " að berja höfðinu við steininn". Menn þurfa að vera miklir harðhausar til að hitt takist. En það er náttúrulega til í dæminu að vegna tregðu haldi þeir að þeir geti það, kannski eftir að hafa barið höfðinu nokkrum sinnum hressilega við. Svo , náttúrulega, fylgir höfuðið með þegar þeim er stungið í steininn. Pæling.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 16.1.2016 kl. 09:51

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hausinn eða höfuðið, það skiptir kannski ekki öllu máli í þessu. En pælingin er ágæt.

Jóhann Elíasson, 16.1.2016 kl. 11:16

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Var nú reyndar að tala um þetta vegna "Stinga höfðinu í steininn" hjá Axeli. Mundi ekki hver fyrirsögnin á blogginu var.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.1.2016 kl. 11:45

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu, Jósef Smári þetta var nú kannski fljótfærni hjá mér.  Ekki var nú mikil umfjöllunin um "leikinn" í Norsku blöðunum, fyrst hann tapaðist.  Það er mín reynsla af Norðmönnum að þeir geri frekar lítið úr hlutunum ef úrslitin eru þeim óhagstæð en annars er umfjöllunin nokkuð mikil og hástemmd.  Þegar ég var þarna, þá hélt ég að við Íslendingar værum miklar þjóðrembur, sem við erum, en við erum algjör "barnaskítur" miðað við Norðmenn til dæmis ef þeir sýndu landsleiki í handbolta í sjónvarpi, voru aðeins Norsku sóknirnar sýndar.  Ég þeir sýndu sóknir andstæðinganna var það vegna þess að Norski markmaðurinn varði.  Því kom það mér á óvart að NRK skyldi sýna lokasókn Íslands í tíu fréttum í gærkvöldi.

Jóhann Elíasson, 16.1.2016 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband