SPURNING UM FRAMKVÆMD KÖNNUNARINNAR, UMFRAM ANNAÐ?

Þeim sem eru á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni hefur, samkvæmt þessari könnun, fjölgað um 5% síðan 2013 en aftur á móti hefur hefur stuðningurinn við flugvöll í Vatnsmýrinni minnkað um 13%. En það sem stingur mest í augun í þessari könnun er að þeim sem eru mjög hlynntir staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni fækkar úr 60% í 44%.  Þá er spurningin hvort fólki hefur verið boðið að nefna AÐRA staðsetningu fyrir flugvöll?  Það er ljóst að ekki er til fjármagn til að byggja nýjan flugvöll, fyrir innanlandsflugið og á meðan svo er verðum við að sameinast um að gera aðstöðuna í Vatnsmýrinni sem besta.  Þar af leiðandi er alveg ólíðandi hversu margir aðilar eru að reyna að skapa sundrungu um núverandi staðsetningu flugvallarins og þar fer meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur fremstur í flokki...............


mbl.is Stuðningur við flugvöllinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það fer eftir því hver fjármagnaði sköðunarkönnunina og hvaða niðurstöður voru pantaðar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.2.2016 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já nafni, það gerir það enginn óvitlaus hundur það að bíta í höndina á þeim sem gefur honum að éta. wink

Kveðja af Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 3.2.2016 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband