ÞAÐ Á AÐ HALDA ÁFRAM AÐ BERJA HAUSNUM Í STEININN

Þetta er orðið að ÞRÁHYGGJU hjá einhverjum að halda þessum sandkassa opnum.  Þeir sem hafa fylgst með þessum vandræðagangi frá upphafi, hafa örugglega tekið eftir því að alltaf verður meira mál og erfiðara að gera höfnina "færa" með hverju árinu sem líður.  Ástæðan er einföld það safnast alltaf meiri og meiri sandur fyrir í höfninni og endar svo með því að hún fyllist alveg.  Að vera að dæla svona sandi úr höfninni á hverju ári, er eins og að pissa í skóinn, það er sjálfsagt ágætt á meðan hlandið er volgt en það kólnar og þá verður djöfullegt að vera í skónum.....


mbl.is Dýpkun gengur hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum eru til nógir peningar til að eyða í vitleysugang.  Vestmanneyingar eiga betra skilið en þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2016 kl. 12:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála þér þarna.

Jóhann Elíasson, 7.3.2016 kl. 17:09

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Mikil mistök að gera þessa höfn eins og hún er í dag.

Ómar Gíslason, 7.3.2016 kl. 17:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og haldið var áfram þrátt fyrir aðvaranid sjómanna sem gjörþekktu þetta svæði, vinnulag SAS manna á sér engan enda í vitleysunni. Og ekki  má viðurkenna mistök.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2016 kl. 17:19

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki hægt að nota Vestmannaeyjaferjuna í göngin frægu sem Kristján L. Möller plataði þjóðina í að gera. Mér skilst að það sé það mikið vatn í göngunum að það sé þörf á ferju.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.3.2016 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband