SEM SAGT UM 1.200 MANNS MÆTTIR TIL AÐ "MÓTMÆLA"......

Sjá mjög gott blogg Ómars Gíslasonar um Austurvöll og mannfjöldann, sem kemst þar fyrir.


mbl.is Austurvöllur fullur af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þétt stappaðir 8000 fermetrar og einhver hefur talið þá sem hann þekki úr Seljahverfinu í hverjum hluta vallarins. Augljós er að um þessa aflandsstjórn stigamanna mun ekki skapast friður.

Jós.T. (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 15:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samkvæmt vefsjá Reykjavíkurborgar eru þetta rétt rúmir 5.900 fermetrar og þá er eftir ð taka tillit til hríslnanna á svæðinu, styttunnar af Jóni Sigurðssyni og ekki má gleyma "girðingunni", sem lögreglan reisir 5 metra frá Alþingishúsinu og að Dómkirkjunni.  Svo Jós T. sættu þig bara við staðreyndir og farðu aðeins að hugsa áður en þú skellir hverri vitleysunni á fætur annarri á netið.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 15:24

3 identicon

Hefur þú einhvern einkarétt á að skellia hverri vitleysunni á fætur annarri á netið?

Jós.T. (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 15:29

4 Smámynd: Hrossabrestur

Eru þetta ekki aðallega ríkisstarfsfólk og skólakrakkar sem nenna að standa í þessu?

kv

Hrossabrestur, 9.4.2016 kl. 15:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var að koma frá Austurvelli. Þurfti að leggja út á Granda! Held að varlega áætlað hafi þarna verið milli 5000 til 7000 á meðan ég var þarna. Minni á að fólkið var á öllum götum þarna í nágreninu og mjög þétt raðað. En ef síðuritara lýður betur að bulla svona þá er það bara hans val.  En minni á að stúkur á Laugadalsvelli rúma skv. KSÍ um 9700 en þeir eru kannski bara að ljúga og kannski eru þar bara 1000 manns. Því það er jú bil þar á milli sæta.  Í Kórnum sem er knattspyrnuhús sennilega 150 x 120 metrar komast víst um 16 þúsund manns á tónleikum. En kannski eru þeir bara að ljuga!

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2016 kl. 15:45

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Magnús Helgi, það er allt annað og hentugra "layout" á Kórnum og Laugardalsvelli en er á Austurvelli  Þarna komstu með ágætis hugmynd: Það ætti að vera með þessi mótmæli í Kórnum.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 16:15

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sennilega er þetta bara 100 manns cool

 

A photo posted by @bjornloki on Apr 9, 2016 at 8:01am PDT

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2016 kl. 16:15

8 identicon

Magnús Helgi, þú getur auðveldlega skoðað þetta á google earth, gróflega mælt og þegar búið er að draga frá gróður, styttu og girðingu eru þetta um 4600 m2. Gera má ráð fyrir 1 fermetra á hverja persónu. Af myndunum á mbl að dæma þá er ekki troðið mann við mann, ég mundi áætla að hver persóna taki um 1,2 fermetra. þannig að ef þú deilir 4600 m2 með 1,2 m2 færðu 3,833 manns. Auk þess er ég nokkuð viss um að fólk vilji virða fyrir sér alþingishúsið meðan það æpir á það og þess vegna er óliklegt að það standi á bak við styttuna eða gróðurinn, þannið að það má sennilega alveg draga ca 300 manns frá 3,833. Endanlega tala er því um 3,500 manns.

Þú talar um Kórinn, 150m x 120m = 18,000 m2, til að koma 16,000 manns þar inn er gert ráð fyrir 1,125 m2 á mann. Þar er sjónlínan líka óskert og engin stytta eða gróður.

Spurning hver er að bulla? 

Gudmundur Karason (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 16:32

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Magnús Helgi, myndin hefur ekki skilað sér einhverra hluta vegna.  En við skulum ekki gera mikið minna úr þessum "mótmælum" en ég held mig við þessi 1.200.  En ef menn koma með ÓYGGJANDI rök fyrir öðru þá bakka ég að sjálfsögðu en hingað til hefur ekkert trúverðugt komið fram.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 16:40

10 Smámynd: Óskar

Hvernig væri nú að hætta þessu endalausa væli með lyklaborðinu og fara niður á Austurvöll og gera eitthvað gagn í staðinn Jóhann ? Það þurfa allir að hjálpast að og koma Tortólastjórninni frá. :)

Óskar, 9.4.2016 kl. 16:41

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef bara ekkert niður á Austurvöll að gera.  Svo er ég bara ánægður með núverandi ríkisstjórn.  Ég hef það mikið betra heldur en þegar "Ríkistjórn Fólksins" var við völd.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 17:04

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur Kárason, færði mjög góð og trúverðug rök fyrir sínu máli svo ég bakka með mína tölu.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 17:14

13 identicon

Farðu nú að hætta þessum LEGO kubbaleik Jóhann....samkvæmt fréttastofu stöðvar 2 voru þarna um 7000 þús mans.

Ég var þarna að sjálfsögðu og þurfti að leggja upp við Hallgrímskirkju, svo mikill var fjöldin

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 17:28

14 identicon

Helgi Jónsson, þegar talað er um 7.000 manns eða 20.000 manns er ekki verið að tala um að þetta sé fjöldi samana kominn á sama stað á sama tíma, það sem er átt við er streymið inn á Austurvöll á X tíma, alveg eins og talið er inn/út á skemmtistöðum. Það er notast við svokallaða teljara og það er talið við allar fjórar aðgönguleiðirnar inn á Austurvöll. Í þessu tilfelli er bara talið inn en ekki út og þar að leiðandi er ekki hægt með þessum hætti að ákvarða hversu margir eru þarna á einhverjum ákveðnum tíma.

Gudmundur Karason (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 17:45

15 identicon

DV í dag

Tíu til fjórtán þúsund á mótmælunum: Vilja dagsetningu á kosningar

Mikill fjöldi mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag

Valur Grettisson valur@dv.is

 

hættiði svo sandkassa leiknum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 17:48

16 identicon

Helgi þetta eru engin eldflaugavísindi, 10.000 til 14.000 í DAG! En ekki á sama tíma, eins og Jóhann talar um upphaflega í þessu bloggi. Helgi þú getur ekki komið með staðhæfingu eða tilvitnun og ættlast svo til þess að fólk svari þér ekki.

 

Gudmundur Karason (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 17:59

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi Jónsson, er DV nú orðin sterk heimild?  Svo er ég laaaaangt fyrir ofan þitt level, það er langt síðan ég hætti að leika mér með LEGO.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 18:01

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað er ekkert mark takandi á lögreglumönnum og öðrum sem reynslu hafa af mannfjöldatalningu á útisvæðum. Öllu meira mark er takandi á heimasitjandi besservissum sem byggja útkomu sína alfarið á pólitískri forskrift.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2016 kl. 18:22

19 identicon

Nú ætla ég að leiðrétta það kjaftæði sem fólk er að halda fram.
Ég er að ljúka námi í byggingarverkfræði þar sem áhugi minn hefur helst snúið að opnum svæðum. En hey... ekki trúa mér, bendi frekar á rit eins og Introducation to crowd science eftir G. Keith Still... nema þeir séu líka að plotta á móti ykkur.

Annars: Efri mörk (án þess að það sé óþægilegt að vera þar) eru fimm einstaklingar á hvern fermetar (sjá bls 34, 36 og 47 í bókinni sem ég vitnaði í). Ef aðeins væri helmingur rýmisins á austurvelli nothæfur (3000m2) þá væri pláss fyrir 15.000 manns þar. Hér er þó gert ráð fyrir að allir séu álíka þykkir og enginn með bakpoka eða neitt á sér.
Dreifðari hópur og mun nær því sem það er í dag og seinustu daga eru tveir til þrír einstaklingar á fermeterinn, en þegar það eru tveir einstaklingar á fermeterinn þá má auðveldlega gagna á milli þeirra. bara þá er pláss fyrir 6000 einstaklinga miða við áður uppgefna tölu.

Að halda að það komist bara 1200 manns þarna er... kjaftæði. Það þarf bara rétt að gera hausa talningu á myndinni til að sjá að tölurnar eru kolvitlausar...

Á ný, ekki trúa mér, kíktu á kennslugögn eða önnur gögn frá verkfræðingum og sjáðu þetta sjálfur.

Daníel Orri (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 19:56

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Daníel Orri, þegar ég var í sveit á mínum yngri árum, var talað um það að ef menn sæju einhvern míga upp í vindinn, gæti maður gengið út frá því að þar væri verkfræðingur á ferðinni.  Þetta bull þitt styrkti þá trú mína.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 21:05

21 identicon

 Jóhann.

Til að byrja með er það þér ekki til framdráttar þetta innlegg þitt númer 20.

Svo er hitt, með mannfjölda, þá vinnur lögreglan út frá ákveðnum gildum hvað fjölda varðar per fermeter. Gisinn hópur er með tvo til þrjá per fermeter. Þéttur hópur er með fjóra (algeng þyrping á vel sóttum tónleikum) Fimm á fermeter er þvaga (eins og var fremst í búsáhaldabyltingunni, til dæmis).

Völlurinn er um 4.800 fermetrar. Í því er meðtalið styttan og öll trén. 

Þú mátt sjálfur gera stærðfræðina á bak við þetta, tölur þínar og staðhæfingar um fólkið þarna, gengur ekki upp. Vinsamlegast segðu satt frá takk.

Sindri Viborg (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 22:35

22 identicon

Dæs

lastu nokkuð af því sem ég sagði, þetta er ekki mín skoðun né mínar hugmyndir heldur byggir á fræðum sem þegar hafa verið lögð fram og sannreynd, líkt og kemur fram í heimildinni sem ég vitnaði í. Eða eru kannski bara allir verkfræðingar vitleysingar og allar byggingar standa af eintómri heppni.

Kannski þarftu frekar á lækni að halda til að ná höfðinu út úr rassgaþér.

En bara svona til að halda áfram að leggja fram staðreyndir afhverju þú hefur rangt fyrir þér bara af því að þú sem persóna ferð svo einstaklinga mikið í taugarnar á mér.

Staðreynd: Eldborg í hörpunni er 1000 m2 og tekur 1500 manns. Semsagt margfalt minni en austurvöllur en tekur samt fleiri manns.

Hér fyrir neðan koma staðreyndir um fjöldi einstaklinga á fermeter og hve margir geta verið á fermetra miða við erlendar rannsóknir og viðmið. Eftir hverri staðreynd kemur heimild í grein eða færðirit svo þú getir sannreynt það.

Múgur á ferð getur verið 4 einstaklingar á fermeter, ef lítil hreyfing er í múg getur það komist upp í 7 einstaklingar á fermeterinn án þess að hættulegar aðstæður skapist. Þetta útlegst sem 7*3000 eða 18.000 manns.

Heimild:

Qingsong Zhang, Mao Liu, Caihong Wu, Guomin Zhao, A stranded-crowd model (SCM) for performance-based design of stadium egress, Building and Environment, Volume 42, Issue 7, July 2007, Pages 2630-2636, ISSN 0360-1323, http://dx.doi.org/10.1016/j.buildenv.2006.06.016.

Einnig er þessi tala studd í þessari grein og eru jafnvel tilbúnir að færa það upp í 10 manns á m2

Heimild:

FROM CROWD DYNAMICS TO CROWD SAFETY: A VIDEO-BASED ANALYSIS

ANDERS JOHANSSON, DIRK HELBING, HABIB Z. AL-ABIDEEN, and SALIM AL-BOSTA

Advances in Complex Systems 2008 11:04, 497-527

Að lokum vil ég benda á þessa skýrslu um þéttleika hópa á stórum viðburðum:

Static and Dynamic Crowd Densities at Major Public Events eftir Dr. Dirk Oberhagemann og má nálgast hér: http://www.vfdb.de/download/TB_13_01_Crowd_densities.pdf.

En þar má sjá á svörtu og hvítu að algengar stærðir á hópum, s.s á hvern fermeter er mun meira en þú heldur fram, allt frá 2,5 einstaklingar á hvern fermeter að meðaltali upp í 9 manns. Allt byggt á raunverulegum athugum.

En kannski er bara svo að þinn raunveruleiki sé bara svo firrtur að allir hafa rangt fyrir sér nema þú.

Daníel Orri (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 22:35

23 Smámynd: Borgþór Jónsson

Við þurfum ekki að rífast um þetta lengur.

Þarna voru 9068 manns og þar af 221 barn sem geta ekki talist með af þau þau vissu ekki af hverju þau  voru þarna.

Þarna voru því 8847 fullorðnir einstaklingar.

Eftir viðtölum við fjölmiðla á staðnum að dæma, reyndust um 12,7 af heidartölunni vera vanvitar sem gera 1152 einstaklinga.

Þeir geta heldur ekki talist með svo að netto tala mótmælenda telst vera 7695

Í þeim tilfellum sem útreikningar sýndu hluta úr persónu var talan námunduð upp eða niður eftir viðurkenndum aðferðum

Ég held að það sé ekki þörf á frekari deilum um þetta.

Dæs. Varast skal í útreikningum sem þessum að miða við kínverja af því grunnflatarmál eins meðal kínverja er mun minna en meðal Íslendings

Borgþór Jónsson, 9.4.2016 kl. 22:40

24 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú ég las þetta sem þú hafðir skrifað.  En það er eitt sem þú áttar þig greinilega ekki á það er sitthvað "theoría" og raunveruleiki.  Það er margt sem lítur nokkuð vel út á blaði en gengur alls ekki eftir í raunveruleikanum.   Þú getur lesið kennslubækur fullar af flottum formúlum og og línu- og súlu ritum sem sýna hitt og þetta en raunveruleikinn er allt annar.  Þetta lærist allt með tímanum en þega menn eru enn í skóla hættir þeim til að sjá þetta allt sem þeir lesa og læra sem heilagan sannleik.   Af skrifum þínum að dæma ertu í þessum fasa og það er nokkuð greinilegt að þú átt eftir að læra mikið - kannski ertu að verða búinn með bóklega námið en skóli lífsins virðist ALVEG vera eftir hjá þér.

Jóhann Elíasson, 9.4.2016 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband