ÞEIR HAFA VIT Á AÐ HVERFA AF VETTVANGI, SEM EKKERT HAFA ÞAR AÐ GERA

Það má virða það við manninn að hann skyldi sjá það sjálfur.  Það er meira en sumir aðrir hafa sýnt.


mbl.is Dregur framboðið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekkir þú Hrannar?

Hefurðu talað við hann?

Því segir þú svona vitleysu.

Gaupi (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 13:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þarf ekki að þekkja manninn persónulega til að mynda mér skoðun á honum, heldur dæmi ég hann af fyrri störfum og þar er EKKERT, sem segir að hann hafi nokkra burði til að sinna störfum forseta Íslands.  Ef þú telur þig það hátt yfir aðra hafinn að þú teljir þig geta afgreitt skoðanir annarra, sem ekki samræmast þínum, sem vitleysu þarft þú á verulegri hjálp að halda.

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 13:56

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jóhann telur þú þig vera einhvern Guð almáttugan? Ég hef fylgst svolíð með blogginu hjá þér, og ef einhver er á öndverðu meiði við þig, þá er sá hinn sami vitleysingur, fer með vitleysu, og þarf á verulegri hjálp að halda, samanber skrif þín hér að ofan. Mín skoðun er orðin sú, að ef einhver þarf á verulegri hjálp að halda, þá er það Jóhann Elíasson. 

Hjörtur Herbertsson, 27.4.2016 kl. 17:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ertu með einhverja Jesúkomplexa, Hjörtur? Þú þarft ekkert að vera neitt hæddur um samkeppni frá mér eða að ég reyni að skyggja á þig á einn eða neinn hátt. wink

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 17:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða burði þarf maður að hafa til gegna embætti forseta Íslands að þínu mati Jóhann?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2016 kl. 17:44

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eru nokkuð margir, fyrir utan þann eina sem þarf opinberlega það er að vera 35 ára og komið hefur fram að þér finnst alveg nóg.  Finnst mér algjört lágmark að viðkomandi geti tjáð sig með almennilegum hætti (reyndar er almennilegur háttur skilgreiningaratriði og leggur hver sitt mat þar á, forseti verður að koma þannig fram að hann sé landi og þjóð til sóma, hann verður að hafa góða tengingu við fólkið í landinu, hann þarf að vera úrræðagóður og góður samningamaður, hann þarf að vera vel að sér um hið pólitíska landslag.... Þarna tel ég bara upp örfá atriði og eins og málin standa núna er aðeins EINN forsetaframbjóðandi, sem stendur undir öllum KRÖFUM, sem ég geri til forseta Íslands.

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 17:59

7 identicon

Jóhann þú veist það mætavel að einu mennirnir sem eru með Jesúskomplexa eru þínir háæruveðugu Sigmundur Davíð og Hans hátign Ólafur Ragnar. Já og skv. kommenti #6 hjá þér þá þarf forsetinn að vera vel tengdur helstu útrásarvíkungum landsins samanber vin hans og félaga á listanum fræga, Jón Ásgeir Jóhannesson sem væntanlega styður sinn mann með veglegum styrk í forsetabaráttunni

thin (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 18:34

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

"thin",þú lagast ekkert með aldrinum...........

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 19:52

9 identicon

Er sannleikurinn sár?

thin (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 20:41

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alls enginn sannleikur enda hefur það sýnt sig að venjulega kemur bara bull og þvæla frá þér, "thin"....

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 20:59

11 identicon

Við erum bara eins Jóhann frændi, sama bullið úr báðum.  wink 

Gaman að sjá ummælin þín annars um aðra frambjóðendur eins og Hrannar " heldur dæmi ég hann af fyrri störfum og þar er EKKERT, sem segir að hann hafi nokkra burði til að sinna störfum forseta Íslands"    Flott að vita hvað mikið álit þú hefur á "Vinstra liðinu" þaðan sem Hr. Ólafur Ragnar Grímsson kemur og rosalega hefur hann verið gífurlega duglegur á Alþingi ofg sem ráðherra fyrst að hann er svona rosa burðugur til að Þú kaust hann sem forseta.    Bara til að hressa upp á minnið þitt gamli minn, sem er orðið ári stopult hjá þér, þá bendi ég þér á þessa setningu úr   Rannsóknarskýslu Alþingis:“

Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.”

thin (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 21:34

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sumir virðast þroskast með aldrinum, Ólafur Ragnar Grímsson er einn þeirra og hann hefur snúið af villu síns vegar og virðist hafa séð hversu slæm mistök hann hafði gert með því að tileinka sér vinstri mennsku.  Það er meira en sagt verður um þig, þú virðist vera pikkfastur í drulluhjólförum vinstrimennskunnar.  Mikið óskaplega vorkenni ég þér nú og vonandi ertu að grínast þegar þú segist vera eitthvað skyldur mér, þú tryggðir það allavega að ég kem ekki til með að sofa vel í nótt. wink

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 22:20

13 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jóhann, ég held barasta, að ég sé farinn að vorkenna þér.cry

Hjörtur Herbertsson, 28.4.2016 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband