1.5.2016 | 21:19
ÞARNA FÓR ÖFGA MÓTMÆLALIÐIÐ YFIR STRIKIÐ.
Það getur ekki verið að nokkrum hugsandi manni finnist svona lagað í lagi, þá er nákvæmlega sama hvar menn standa í pólitík, það er algjört lágmark að menn virði friðhelgi einkalífsins. Þeir sem standa fyrir svona löguðu virðast ekki gera sér grein fyrir því að þarna er um að ræða maka og börn, sem ekkert hafa komið nálægt meintum sökum, sökum sem hafa ekki einu sinni verið sannreyndar. Mikil er skömm þeirra sem að þessari aðför standa.
Mótmælt við heimili Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 19
- Sl. sólarhring: 525
- Sl. viku: 2188
- Frá upphafi: 1847019
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1275
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, mikil er skömm þeirra sem gera öðrum það sem þeir vilja ekki láta gera sjálfum sér.
Svona aðför að heimilum fólks (sama hver á í hlut) er óverjandi, sama í hvaða tilgangi það er gert.
Því miður hafa sýslumannsembætti og banka/lögmanna-handrukkarar gengið á undan með óverjandi fordæmi.
Án stjórnarskrárverjandi undangengins laga og dómsstóla-úrskurðar. Óverjandi fordæmi yfirvaldaembætta til löglausrar og mannréttindabrjótandi eignarupptöku og sundrungar fjölskyldna og heimila, á þessari varnarlausu litlu eyju norður í hafi.
Allt í boði rænandi ósnertanlegra glæpabanka heimsins! "Réttaríkið" er og hefur lengi verið stjórnlaust, óverjandi og siðsjúkt glæpaembættisverjandi banka/lífeyrissjóða-mafía!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2016 kl. 21:37
Handtaka þá og láta þá sofa eina nótt í steininum eins og gjarnan er gerð við þá sem eru ofurölvi.
kv.
Hrossabrestur, 1.5.2016 kl. 21:38
Gott væri að vita hver glæpurinn er, ef ekki er farið inn á einkalóð, farið eftir fyrirmælum lögreglu og engar skemmdir unnar. Vilja menn og konur ekki byggja land upp á lögum ? Ekki siðferðinu, það er nú aldeilis híað á menn sem beita fyrir sig siðferði um önnur mál.
Sigfús (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 21:48
Sæll Jóhann Stýrimaður - sem og aðrir gestir, þínir !
Jóhann og Hrossabrestur (Brestur: ÞORIR reyndar EKKKI, að koma fram, undir sínu eigin nafni - af hverju, skyldi það stafa ) !
Ígrundið: skynsamlega frásögu Önnu Sigríðar, fornvinkonu minnar / hér: að ofanverðu, áður en þið takið til andsvara, sem og varna fyrir ræfilinn Bjarna.
Bjarni Benediktsson: hefir nefnilega að geyma, jafn VIÐBJÓÐSLEGT innræti, gagnvart almenningi í landinu, og fyrirennari hans, Steingrímur J. Sigfússon.
Bjarna og Steingrími J. - ER SLÉTT SAMA, um örlög þess fólks, sem GLÆPASVEITIR Sýslumanna hafa farið, gegn Þúsundum heimila, gegn vænum MÚTUGREIÐZLUM Banka Mafíunnar / með skelfilegum afleiðingum !
Jóhann síðuhafi: og fornvinur.
Ég hélt - og held enn, að þú vitir betur en svo, að vinnubrögð stjórnar ráðs og alþingis eru / og hafa verið ÓVERJANDI, og siðlaus, hvort sem Bjarni eða Steingrímur J., hafa setið þar - eða sitja.
Það er ágætt Jóhann minn - að Bjarni og slekti hans, fái að finna á eigin skinni, og fái nasasjón af, hvað Pundið kostar í því, að RÚSTA heimilum venjulegs og ærlegs fólks, fornvinur góður.
Vitaskuld: ætti aðgerða hópurinn, að sýna Steingrími J., og hans fólki: hið nákvæmlega sama.
Annað - mætti kalla, hreina og klára HRÆSNI, vitaskuld !
Með beztu kveðjum: sem jafnan, af Suðurlandi - og með von um, að Hrossabrests anginn fari, að koma fram með sín skrif, undir sínu eigin nafni, vilji hann marktækur kallazt /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 21:58
Ég er þeirrar skoðunar að fólki sé heimilt að safnast saman í húsagötu, sé þess gætt að það sé gert á kristilegum tíma. Nú veit ég ekki hvort farið var inn á lóðina hans Bjarna, svo að ég get lítið tjáð mig um þetta tiltekna mál. Hins vegar er honum engin vorkunn þó að almenningur í landinu komi honum í skilning um það hvað það er að eiga ekki til hnífs og skeiðar og geta ekki veitt börnum sínum nokkurn skapaðan hrærandi hlut. Verst að það er ekki víst að hann skilji það.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.5.2016 kl. 22:38
Óskar Helgi, vinur minn. Að mínum dómi, er EKKERT pólitískt athæfi, sem verðskuldar það fólk fari inn á einkalíf manna og mótmæli þar. Ég er orðinn nokkuð þekktur fyrir að vera frekar hægrisinnaður en ef einhver hefði farið heim til Gunnarsstaða Móra og mótmælt þar, hefði ég fordæmt þann verknað, eins og ég geri nú með þetta atvik. Að mínum dómi er starf manna eitt en heimili og fjölskylda annað.
Með bestu kveðju af Suðurnesjunum.
Jóhann Elíasson, 2.5.2016 kl. 00:01
Sammála þér, Jóhann.
Örhreyfingar eins og þetta áreitnifólk og "No borders" liðið hér í vinstri-villinga-borginni hafa ekkert þjóðarumboð til að haga sér með þessum dónalega hætti og auka á útgjöld fjársveltrar lögreglu.
En Rúvið upphefur þetta lið, m.a. með viðtali við eina frekjudolluna í dag í Sjónvarpi sem fekk þar upp úr þurru að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar! Vel valinn viðmælandi þar, vafalaust af engri tilviljun! Raunheimur Rúvara er sá, að þeir hafi yfir að ráða "sínu" sjálfstýriapparati og þurfa hvorki að spyrja þjóð né yfirvöld leyfis til að keyra á sinni ESB- og Samfylkingarstefnu endalaust í hlutdrægum "fréttaflutningi". Reffilegur menntamálaráðherra með bein í nefinu yrði ekki lengi að hreinsa til í Efstaleiti.
Annars mæli ég ekki með ýmsum ófarsælum stefnuleysismálum ríkisstjórnar-flokkanna sjálfra, eins og vikið er að í þessari grein minni í kvöld: Þjóðernissinnuðum flokkum í Evrópu vex fiskur um hrygg - einnig á Íslandi?
Jón Valur Jensson, 2.5.2016 kl. 00:27
Komið þið sæl - á ný !
Anna Dóra !
Þakka þér fyrir: DRENGILEGA afstöðu þína, til þessarra mála, allra.
Þú sýnir hér með - afgerandi hugrekki þinna viðhorfa, mæta kona.
Jóhann Stýrimaður, og Jón Valur fjölfræðingur !
Því miður: valdið þið mér vonbrigðum, báðir.
Í hverju - fellst réttlæting splundaðra heimila og fjölskyldna, almennings, í þessu Guðanna volaða landi, af hálfu þeirra illmenna, sem einmitt:: Bjarni og Steingrímur J., eru kunnastir að, að fara fyrir / eða hafa áður gert ?
Ég: persónulega, þekki til örlagaríkra afdrifa fólks, sem Sýslumanna viðurstyggðirnar / ásamt Banka Mafíunni, hafa keyrt niður í svaðið, Í ORÐANNA FYLLSTU MERKINGU.
Þess vegna - er svo mikilvægt, að hugað og atorkusamt fólk, sem sýnir burgeisunum og þjófa bælum ísl. stjórnsýslu, hversu samtakamáttur réttlætis sinnaðra, getur mátt sín mikils.
Það var ekki eins: og sveðjur og eldibrandar væru á lopti, en valdhafar hérlendir: síngjarnir og græðginni áfram drifnir, fari að gera sér þá staðreynd ljósa, að ekki verði við óbreytt ástand búið, til neinna langframa.
Ég hygg ykkur - skynsamari en svo, að þið sjáið ekki, hvað í gæti skorizt, verði ekki spyrnt við fæti óréttlætis og yfirgangs, óboðlegra og siðlausra valdhafanna.
Vinstrimennzka: eða meintar öfgar einhverra, kemur þessum málum ekkert við, fremur en aðrar huglægar eða hlutlægar eigindir fólks: yfirleitt.
Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 01:26
Þetta er ágætt. Með vísan til jafnræðisreglu stjórnarskrár.
Nú veit ég það að ef 10 manns hópast saman á opna borgarlandinu fyrir framan heimili mitt (innan við 100 metra fjarlægð) til þess að grilla pylsur, má ég vænta þess að löggan muni koma fljótt á staðinn og fjarlægja slíkan óþjóðalýð.
Það er ánægjulegt að sjá þennan aukna viðbragðsflýti hjá lögreglunni. Það er af sem áður var þegar maður var hjálparþurfi og kallaði eftir aðstoð lögreglu, en enginn kom og manni var neitað um að fá nokkra slíka aðstoð.
Það er greinilega enginn fjárskortur hjá lögrelgu lengur, fyrst hún telur sér færst að sinna svona smáverkefnum.
Mér finnst ég vera miklu öruggari borgari fyrir vikið. Vitandi það að enginn muni stela frá mér meðan ég sef.
Eða þannig.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2016 kl. 20:11
Komið þið sæl - sem fyrr !
Guðmundur Ásgeirsson !
Vel: sem af hnitmiði góðu orðað, af þinni hálfu, sem vænta mátti.
Engeyjar þjófa slektið - þ.e., Bjarni Benediktsson og ættingjar hans, þurfa ekki annað, en gefa einkennisklæddu flónunum vink, að þá hlaupa þau til snarlega:: sbr., vinnubrögð þessarra bjálfa forðum, þegar Ómar fjölfræðingur Ragnarsson og Hraunavinir hans, voru höndum tekin, eins og flestir muna, sem alla vega hafa skammtímaminnið, í nokkrum skorðum.
Fróðlegt væri að vita Guðmundur: hversu háar mútur þeir einkennisklæddu þiggja hverju sinni, þegar ógeðfelldar valda ættir landsins hóa í þá, hverju sinni.
STASI hvað - ? Jóhann Stýrimaður og Jón Valur, og aðrir áhangendur, vinaklúbbs Bjarna Benediktssonar ??
Með þeim sömu kveðjum - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.