SKÝRINGIN Á HÁUM VÖXTUM HÉR Á LANDI ER FREMUR EINFÖLD........

Og hún er aðallega su að þeir "hagfræðingar" sem skipa peningastefnunefnd eru af kynslóð hinna svokölluðu "ný-klassísku hagfræðinga", sem í sjálfu sér er ekkert athugavert við, en það virðist vera svo að þeir álíta að það sem þeir lærðu í hagfræði fyrir 20 - 30 árum sé hinn eini sanni sannleikur og engin þörf sé á að uppfæra þá þekkingu að nokkru einasta leiti.  En sem betur fer þá hafa orðið framfarir í hagfræði eins og öðrum greinum og nú seinni árin hafa komið fram vísbendingar og verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti,  að tengsl stýrivaxta og verðbólgu eru EKKI eins og áður hefur verið haldið fram og í litlum hagkerfum, eins og á Íslandi, séu þau vart merkjanleg.  Svo er annar þáttur, sem Marinó G. Njálsson hefur bent á að á Íslandi, er eina landið sem reiknar húsnæðisverð inn í neysluvísitöluna og sé hin svokallaða Taylor-formúla notuð við verðbólguútreikningana (sem ný-klassísku hagfræðingarnir nota alfarið við sína útreikninga), VÆRI VAXTASTIGIÐ 2,35- 2,5% LÆGRA EN ÞAÐ ER Í DAG.


mbl.is Hvers vegna eru vextir hærri hér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Seðlabankinn: óbreytt staða, en gæti versnað" L O L

Nú er maður orðinn algjörlega kjaftstopp,nú verður ríkistjórnin að taka í taumana, því þetta rugl gengur ekki lengur, það vita það allir sem vilja vita, að háir vextir eru verðbólgukvetjandi, og það er til nokkuð sem heitir bindiskylda, sennilega hefur ekki verið búið að skrifa um hana í kenslubækur þessara manna þegar þeir voru við nám, en hún er mikið notuð út um allan heim, þar sem þensla verður. Og nú verða launþegar þessa lands að mynda launanefnd 5 launamanna, sem kemur saman og ákveður kaup og kjör, kæmi saman á sama tíma og penigastefunefnd Seðlabankans, svo eitthvert samræmi verði á hlutunum. Með þessari okurvaxtastefnu er Seðlabankinn búinn að færa gífurlega fjámuni, frá þeim fátæku (skuldugu) til hinna ríku. Og ég hugsa með hryllingi til þess tíma þegar hrávöruverð í heiminum fer að hækka aftur.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 15:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var fróðlegt að hlusta á Ingva Örn Kristinsson hagfræðing (Ingvi Örn talaði eins og ný-klassískra hagfræðinga er siður, greinilegt að maðurinn hefur passað sig á að opna ekki hagfræðibók eftir að náminu lauk)og Jafet S Ólafsson viðskiptafræðing tala um þeirra mat á "okurvaxtastefnu" Seðlabankans og hver raunveruleg áhrif "vaxtaokursins"á verðbólguna væru, þessi umræða fór fram á ÍNN í gærkvöldi. Ingvi Örn varði ákvörðun Seðlabankans fram í rauðan dauðann og fór svo að tala um að vaxtaákvörðun SÍ í dag, væri til þess að slá á væntanlega verðbólgu 2018 eða 2019.  En Jafet vildi ganga harðar fram í að beita bindiskyldunni, það væri miklu áhrifameira verkfæri í baráttunni við verðbólguna.  Því er ég alveg sammála og það má alveg færa fyrir því rök að þegar bindiskyldan var aflögð, þá stórjókst þenslan í efnahagskerfi landsins og hægt var að fá lánsfé eins og ekkert væri.

Jóhann Elíasson, 11.5.2016 kl. 17:28

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, mikið held ég og hef á tilfinningunni að auðvaldið ráði öllu í peningamálum hér á okkar guðsvolaða landi!

Mér hefur sýnst ekki skipta máli hver er við völd!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.5.2016 kl. 21:43

4 Smámynd: Reputo

Hmm... fjandinn sjálfur, ég held að ég sé sammála þér. Man ekki til þess að það hafi gerst áður.

Reputo, 11.5.2016 kl. 22:53

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, að áliti BB þá verður engin kerfisbreyting, fattar þúcool

Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 23:32

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, þessum náði ég ekki alveg. cool  En sama hvað hver segir, svona er í pottinn búið.

Jóhann Elíasson, 12.5.2016 kl. 07:44

7 identicon

Það er einföld skýring á háum vöxtum hér á landi, skýringin felst í gjaldmiðlinum krónunni. Það að 330 þús manna þjóð sé að böðlast með eigin gjaldmiðil er gríðarlega kostnaðarsamt og óhagkvæmt fyrir fámenna þjóð og þýðir einfaldlega tvennt, gjaldmiðillinn þarf að vera með belti og axlabönd þ.e háa vexti og verðbætur til að auðlast til trú þeirra sem vilja versla með gjaldmiðilinn.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 10:16

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, dreymdi þig eitthvað illa í nótt og fórstu "veggmegin" framúr í morgun?

Jóhann Elíasson, 12.5.2016 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband