BRETAR HAFA ÁTTAÐ SIG Á ÞVÍ AÐ ESB ER ORÐIÐ STEINGELT SKRIFRÆÐISBÁKN

En áfram heldur "hræðsluáróðurinn", sem ég get ekki annað séð en að sé nokkurn veginn sá sami og Ices(L)ave áhangendur notuðu í því skyni að þröngva Íslendinga til að taka þær byrðar á sig fyrir auðtrúa Breta og Hollendinga.  Ef við tækjum ekki þessar ábyrgðir á okkur átti Ísland meðal annars að verða "Kúba Norðursins" og margt fleira misgáfulegt var tekið til, en ekkert af þessu rættist.  Ég get ekki betur séð en að mjög svipuð taktík sé í gangi núna.


mbl.is Biðla til Breta að vera áfram í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það yrði Bretum fyrir bestu að yfirgefa partýið, láta meginlandið um sín eigin vandamál sem þeir hafa komið sjálfum sér í. Bretar geta ekki lagað vanda ESB, en þeim er ætlað að axla byrðar þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.6.2016 kl. 11:13

2 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Tómas. Viltu meina að Bretar eigi engan þátt í ástandinu í miðausturlöndum og flóttamannastraumnum þaðan?

Vandamál hverra er það þá, Grikkja kannski þar sem þeir eru með fyrstu landamærin?

Hér sérða hvaða þjóðir samþykktu innrás í Írak, sé td. ekki Frakkland, Þýskaland né Grikkland á þeim lista.

https://en.wikipedia.org/wiki/Combatants_of_the_Iraq_War

Ég kalla þetta að hlaupast undan ábyrgð og kenna öðrum um....

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 11:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snorri Arnar, þú hlýtur að vera eitthvað meira en lítið "vankaður" Bretar eru sú þjóð sem greiðir þriðju hæstu greiðsluna til ESB og afskaplega lítið sem kemur á móti.  Þess fyrir utan eru  ALLAR auðlindir utan 12 sjómílna "eign" ESB, þannig að Bretar hafa engin yfirráð yfir eigin auðlindum.  Það er afskaplega "hæpið" að ætla sér að taka einhvern einn útfyrir sviga og kenna honum um ástandið í Mið Austurlöndum.  En mér finnst afskaplega undarlegt að einstaka ríki megi ekki hafa sjálfstæða stefnu í málefnum flóttamanna og framfylgja henni.  Það er  síður en svo að verið sé að hlaupast undan ÁBYRGÐ að vilja út úr ESB og hvaða ábyrgð ertu eiginlega að tala um?

Jóhann Elíasson, 22.6.2016 kl. 12:00

4 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Alltaf sömu svörin frá ykkur þjóðernissinnunum. Nei ég er langt því frá vankaður!

Bretar hafa fulla stjórn á sýnum olíuauðlindum þannig að hvaða auðlindir hafa Bretar misst?

En ertu að halda því fram að Bretar hafi ekki verið stærsti playerinn í innrásinni í Írak ásamt USA?

Ertu líka að segja að allir þeir sérfræðingar sem rekja núverandi ástand í miðausturlöndum að stórum hluta til innrásarinnar í Írak hafi rangt fyrir sér?

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 12:51

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snorri Arnar, nú sýndir þú fram á það að þú ert meira en VANKAÐUR þú ert ÞRÆLVANKAÐUR.  Hvaða olíuauðlindir eiga Bretar utan 12 sjómílna lögsögu?  Já ég held því fram að Bretar hafi EKKI verið stærsti "playerinn" í Íraksstríðinu heldur voru það Bandaríkjamenn og það vita allir sem eru með örlítið meira en smá vitglóru í hausnum.  Hefur þú eitthvað í höndunum sem sýnir að Bretar hafi átt þar stærstan hlut að máli?  Svo er ekki aðalumræðuefnið núna í þessu bloggi stríðið í Írak en þegar þið INNLIMUNARSINNAR, sem þykist vera "víðsýnir" en eruð í raun og veru bara með "tommurörsýn" á hlutina, verðið rökþrota þá reynið þið að fara að tala um hluti sem koma málinu EKKERT VIÐ en þið haldið að geti bjargað ykkur út úr vitleysunni sem þið hafið komið ykkur í.

Jóhann Elíasson, 22.6.2016 kl. 13:13

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vandi ESB er miklu meiri og stærri en bara innrásin í Írak. Vandi ESB et t.d. evran sem öllu átti að bjarga, en hefur verið mylnusteinn um háls þeirra, Bretar eiga engan þátt í því. ESB átti að koma í veg fyrir stríð í Evrópu, en sundurlindi ESB ríkja er stórt vandamál, þar sem hótanir hafa gengið manna á milli og nú er Bretum hótað öllu illu vogi þeir sér að segja skilið við það apparat.

Flóttamanna vandinn er ekki Írak heldur Sýrland og gaufsháttur ESB að takast á við þann vanda strax í byrjun. Sá vandi er í fyrsta lagi stefnu eða öllu heldur stefnuleysi Obama Bandaríkjaforseta að kenna sem var hvatamaður að arabíska vorinu, sem hefur leitt til þeirra hörmunga sem nú hrjá Mið-Austurlönd. Það var síðan Merkel sem opnaði Evrópu upp á gátt með faðminn opinn og eru Þjóðverjar nú að súpa seiðið af þeirri ákvörðun ásamt Belgum, Frökkum o.fl.

ESB hefur valdið meiri vandræðum en það hefur leyst. Auk þess hafa kjósendur í Evrópu ekkert um það að segja hverjir þar fara með völd.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.6.2016 kl. 13:27

7 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Bentu mér bara á hvaða olíuauðlindir bretar hafa misst og hvaða olíauðlindir þeir fá þá til baka ef þeir kjósa sig út. 

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 13:59

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svaraðu spurningunni fyrst, um hvaða olíuauðlindir Bretar eigi UTAN 12 sjómílna lögsögu.

Jóhann Elíasson, 22.6.2016 kl. 14:16

9 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ég er nú ekki sérfræðingur um hvaða olíusvæði UK á enda ert það þú Jóhann sem ert að fullyrða að þeir hafi tapað sýnum auðlindum.

En með smá google þá sé ég að í norðursjó þá skipta 5 lönd með sér því svæði og þar hefur UK stærsta hlutann.

UK og noregur skipta nokkurnveginn á miðlínu en samt virðist UK hafa örlítinn stærri hlut vegna eyjaklassa norðaustan við skotland.

Síðan er stórt svæði fyrir norðan skotland sem tilheyrir skotlandi ef skotar yfirgefa bretland.

Allt nær þetta lengar en 12 mílur..

Síðan eru að mig minnir einhverjar olíulindir við Falklandseyjar sem UK er að nýta.

En nú mátt þú upplýsa mig um hvaða olíuauðlindir þeir hafa tapað til ESB og þeir munu svo væntanlega endurheimta við úrsögn.

Svo vill ég líka árétta við þig að ég er engin innlimunarsinni. Ég vil viðræður og ef samningur er góður þá segi ég já annars nei.

Ef það kemur í ljós í viðræðum að það sé ekki um neitt að semja eins og þú og þínir líkir haldið fram þá kemur það bara í ljós og málið er dautt.

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 14:39

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert greinilega einn af þessum staurblindu.  ÞAÐ HEFUR MARGSINNIS KOMIÐ FRAM AÐ ÞAÐ HAFA ALDREI VERIÐ NEINAR "SAMNINGAVIÐRÆÐUR" Í GANGI HELDUR "AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR", sem fela það í sér hversu hratt og með hvaða hætti Ísland ætlar að "AÐLAGAST" regluverki ESB og frá þessu eru ENGAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR og það hefur EKKERT RÍKI fengið VARANLEGAR UNDANÞÁGUR frá regluverki ESB í alögunarviðræðum.  En það er sjálfsagt að segja þér það (en þetta veistu örugglega fyrir) að mér er ekki kunnugt um að Bretar hafi tapað NEINUM af olíulindum sínum.

Jóhann Elíasson, 22.6.2016 kl. 15:12

11 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Jæja, nenni ekki að ræða þetta lengur við svona þverhausa lengur. Það verður kosið um áframhaldandi viðræður eftir næstu kosningar hvað sem þér finnst um það.

Þá kemur þetta allt í ljós eins og með olíuauðlindir breta.

Vertu sæll.

Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 15:36

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Aldeilis góður þessi hjá Snorra:
  "Alltaf sömu svörin hjá ykkur þjóðernissinnum" en svarar svo ekki Jóhanni þótt tví spyrji. Áfram Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2016 kl. 19:08

13 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Nú já Helga. Hverju hef ég ekki svarað? Er ekki komið fram að það var rangt hjá Jóhanni að Bretar hafi misst einhverjar olíuauðlindir?

Endilega uppfræddu mig Helga.

Snorri Arnar Þórisson, 23.6.2016 kl. 08:02

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snorri Arnar, það er óþarfi að fara með LYGAR, þótt þér sárni að hafa ekki getað rökstutt mál þitt að einu eða neinu leiti.  Bentu mér á hvar ég segi að Bretar hafi TAPAРolíuauðlindum sínum.  Ég hef farið yfir allar athugasemdir og hvergi nefni ég olíuauðlindir en þú aftur á móti hengir þig vel á þær. Og þú hafðir aldrei fyrir því að svara hvaða olíuauðlindir Bretar ættu fyrir utan 12 sjómílna lögsöguna.

Jóhann Elíasson, 23.6.2016 kl. 09:41

15 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Þess fyrir utan eru  ALLAR auðlindir utan 12 sjómílna "eign" ESB, þannig að Bretar hafa engin yfirráð yfir eigin auðlindum.   Hvaða auðlindir eru það? Svaraðu því?

Ég er búin að sýna þér fram á að þeir ráða yfir auðlindum fyrir utan 12mílna lögsögu í svari ofar!!!!

Öll umræðan hér í UK snýst nánast öll um innflytjandamál, ekki minnst á auðlindir...

Snorri Arnar Þórisson, 23.6.2016 kl. 10:02

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef Bretar ráða yfir fiskveiðiauðlind sinni, hvernig stendur þá á að skip ESB ríkja hafa þurrkað hana upp????

Jóhann Elíasson, 23.6.2016 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband