ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ BRETAR HÆTTI BARA AÐ LIFA OG VERÐI EKKI LENGUR HLUTI AF TILVERUNNI EFTIR GÆRDAGINN?

Hvernig fóru bretar eiginlega að áður en ESB kom til sögunnar?  Samkvæmt INNLIMUNARSINNUM horfa Bretar upp á efnahagslegt frost, útflutningur verði nánast enginn og nú geti þeir bara nánast mokað yfir sig.  Þeir hætti að borða sjáfarafurðir frá Íslandi.  En hefur enginn spáð í það að ESB var orðið að miklum og vondum FJÖTRUM fyrir Breta, regluverkið, skriffinnskan og miðstýringin í Brussel var orðin svo yfirþyrmandi að sennilega var þarna um mesta gæfuspor að ræða fyrir Breta sem hugsast gat.


mbl.is Gæti haft veruleg áhrif á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála þér Jóhann. 

Auðvitað vilja Evrópulönd í ESB eiga áframhaldandi viðskipti við Breta og það á að sjálfsögðu einnig um okkur Íslendinga.  Bretar munu halda áfram að flytja út og flytja inn vörur og þjónustu.  

Kosningin hljóðaði ekki uppá hvort þeir eigi að halda áfram að lifa eða deyja.  Skrumskæling aðildarsinna hefur verið þvílík að halda mætti að nú sé öllu lokið og lífið búið og það jafnvel frá HÁMENNTUÐUM FRÆÐINGUM, DOKTORUM OG PRÓFESSORUM.  En ætli "fáfróður" almenningurinn kunni að hafa haft vit fyrir FRÆÐA-elítunni enn á ný?

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2016 kl. 13:44

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miðað við þær tölur sem birtar hafa verið, hafa bretar keypt og flutt inn helmingi meira frá ESB löndum en það sem þeir hafa selt þeim.  Svo hver mun tapa ef lokað yrði á öll viðskiptin?

Kolbrún Hilmars, 24.6.2016 kl. 13:49

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður punktur Kolbrún.

Jóhann Elíasson, 24.6.2016 kl. 14:11

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sjá það allir að ESB er á hraðri leið að gufa upp í skítalykt, þetta byrjaði fyrir alvöru þegar ESB heimtaði að Grikkir héldu áfram með evruna og þvingaði Grikki að selja land og eignir sínar á brunaútsölu til bankaelítunnar.

Ég opnaði Dom Pergion kampavínsflösku til að samgleðjast Bretum þegar tölurnar að ganga úr ESB fóru yfir 16.8 milljónir atkvæða og þar með búnir að vinna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.6.2016 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband