STÓR MISTÖK!!!!

Það er alveg kristalstært að það getur aldrei gengið að mynda ríkisstjórn þessara þriggja flokka með aðeins eins þingmanns meirihluta.  Bjarni Benediktsson getur ALDREI haft stjórn á frekjuhundinum sem er formaður Viðreisnar eða kjölturakkanum hans.  Úrslit kosninganna voru þannig að úr þessu kraðaki getur aldrei orðið starfhæf ríkisstjórn.  EINS OG GUÐBJÖRG SNÓT JÓNSDÓTTIR SAGÐI, ÞÁ ER EINA VITIÐ AÐ KJÓSA AFTUR Í VOR OG LÁTA ÞÁ STARFSSTJÓRN, SEM ER NÚNA STARFA ÞANGAÐ TIL.  Og kannski fólk verði þá búið að átta sig á alvöru málsins og láti ekki einhver "grínsamtök" sem hafa engin málefni fram að færa og vilja alls ekki bera neina ábyrgð á einu eða neinu, í té atkvæði sitt......


mbl.is Byrjað á sáttmála um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Jóhann, ég hefði líka viljað að þannig yrði það. En vilja þá ekki aðrir formenn fá umboðið til stjórnarmyndunar,eða þá að forsetinn vilji ekki að þessi ríkisstjórn sitji til vors?

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2016 kl. 09:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú sennilega er það þannig að hinir stjórnmálaleiðtogarnir vilja fá umboðið líka.  Það er hægt að hafa það þannig að hver þeirra hafi það ´vissan tíma (augljóslega er nú frekar hæpið að þeir flokkar sem einungis eru með 3-4 þingmenn hafa ekkert með umboð til stjórnarmyndunar að gera).  En nú reynir virkilega á forseta "Góða Fólksins", það verður ekki annað séð en að þessar stjórnarmyndunarviðræður séu orðnar algjör farsi.

Jóhann Elíasson, 12.11.2016 kl. 10:11

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég skil það svo að með viðræðum við Framsókn hafi Bjarni valdað þetta tafl og alla leiki sem koma fram í því, því ef einhver fer að hlaupa út undan sér, þá verður riddari og biskup frá Framsókn sendur á eftir viðkomandi.

Held að Bjarni hafi mikið vit eins og forfeður hans haföðu hér í den.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.11.2016 kl. 10:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þurfi nú nokkuð meira til en Framsókn til að hafa taumhald á þessum fuglum..........

Jóhann Elíasson, 12.11.2016 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband