FORSETAKOSNINGARNAR Í USA ERU LÖNGU BÚNAR - GETA MENN EKKI SÆTT SIG VIÐ ÚRSLITIN?

Fjölmiðlar japla endalaust á því að Hillary hafi fengið fleiri atkvæði.  Kosningakerfið í USA gengur út á það hver tryggir sér flesta kjörmenn og því vegur atkvæðamagnið ekki eins þungt og í því kosningakerfi sem við þekkjum.  En menn verða bara að fara að viðurkenna úrslit kosninganna og hætta að birta svona "ekki fréttir"....


mbl.is Forskot Clinton eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Fréttamiðlarnir eru á bandi Hillary. Það er eins og fréttaliðið geti ekki sætt sig við niðurstöðuna.embarassed

Ármann Birgisson, 21.11.2016 kl. 18:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrr má nú vera "þráhyggjan"... embarassed

Jóhann Elíasson, 21.11.2016 kl. 18:11

3 Smámynd: Hrossabrestur

þetta eru "lýðræðissinnarnir" sem láta svona.

Hrossabrestur, 21.11.2016 kl. 18:13

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Demokratar mega líta í eigin barm; það hentaði þeim að hafa kjörmenn í forkosningunum - innanflokks - þegar þurfti að slátra Sanders fyrir HC.  Kommon, eins og krakkarnir segja!

Kolbrún Hilmars, 21.11.2016 kl. 19:18

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Helstu fjölmiðlar vestra þ.e. þeir sem studdu Hillary dyggilega fjalla ekki um kosningasvikin sem áttu sér stað og voru ekki lítil. Talið er að um 18milljónir atkvæða svindl hafi átt sér stað þar af 2milljónir látnir einstaklingar áttu að hafa kosið Hillary Clinton, svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is og aðrir fjölmiðlar hér á landi hengja sig á fréttaflutning þessara fjölmiðla, við hverju er þá að búast?? ekki von á góðu frá þeim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.11.2016 kl. 21:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Lýðræðislega vann Hillary.

Hún fékk meirihluta atkvæða!

Það umhugsunarverða svo er, að þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem það gerist, - og í bæði skipti hagnast hægri-öflin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2016 kl. 22:52

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert nú meiri rugludallurinn Ómar Bjarki, samkvæmt lýðræðinu í Bandaríkjunum (samkvæmt kosningakerfinu þar),vann Trump og ekkert væl í ykkur Vinstri bjálfunum kemur í veg fyrir það....

Jóhann Elíasson, 22.11.2016 kl. 05:10

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Ómar, Demókratar hafa oftast hagnast á því kosningakerfi sem við líði er í Bandaríkjunum. Nú hentar það ekki og þá er hrópað og öskrað, allt vitlaust að verða. Hitt er svo það sem ekki hefur verið tekið á, en það eru kosningasvindlin sem Demókratar stóðu fyrir og munar þar mörgum milljónum atkvæða þar á meðal atkvæði 2ja milljóna látinna einstaklinga.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.11.2016 kl. 09:46

9 identicon

Það þarf bara að kjósa aftur í vor..

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband