ÞAÐ ER GREINILEGA EKKI Í LAGI MEÐ ÞETTA LIÐ

Það er algjört lágmark að fólk geti rökstutt það með einhverjum trúverðugum hætti, þau málefni sem er verið að mótmæla.  En svo virðist alls ekki vera, sem dæmi krefst það þess að mál hælisleitenda verði rannsökuð af "alvöru".  HVERNIG DETTUR ÞESSUM APAKÖTTUM Í HUG AÐ SETJA SVONA LAGAÐ FRAM?  HEFUR ÞAРEITTHVAÐ FYRIR SÉR Í ÞVÍ AÐ STARFSEMNN ÚTLENDINGASTOFNUNAR SINNI EKKI STÖRFUM SÍNUM SEM SKYLDI?  FLEIRI SVIPAÐAR FULLYRÐINGAR ERU HAFÐAR Í FRAMMI og ekki er hægt að segja að vegur þessa fólks vaxi.  Þetta lið ætti að gera sér grein fyrir því að Útlendingastofnun vinnur samkvæmt lögum en það er hægt að taka undir það að meðferðartími hvers máls er of langur en það má einnig taka það til greina að hælisleitendum hefur fjölgað margfalt miðað við áætlanir og spurning hvað er hægt að gera til að stöðva þennan straum hælisleitenda frá svokölluðum "öruggu" ríkjum.  AUÐVITAÐ Á EKKI AÐ VEITA NEINUM HÆLI SEM KOMA FRÁ ÞESSUM ÖRUGGU RÍKJUM, ef sú stefna yrði tekin upp myndi það létta mikið vinnuna hjá starfsfólki Útlendingastofnunar og gera málsmeðferðartímann mun styttri, sem yrði til hægðarauka fyrir samfélagið allt og hælisleitendurna...


mbl.is Vilja ekki fleiri brottvísanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú þessar kröfur eru vel studdar í fréttatilkynningunni sem mbl reyndar birtir ekki. Einnig voru þær rökstuddar mikið í sjálfri göngunni af ræðuhöldurum. Fyrir utan ótal greinar sem hafa birst á síðustu árum.

Til að svara einni spurningu þinni beint, af hverju við höldum að UTL starfi ekki sem hún skyldi, þá er til dæmis hægt að líta á mál Eze Okafor, flóttamann, sem kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að ekki skyldi vera brottvísað en honum var brottvísað nokkrum dögum seinna.

Vona að þetta svali forvitni þinni örlítið.

Kveðja,

Linus Orri

Linus Orri (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 17:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hafið þið nokkuð haft fyrir því að kynna ykkur lögin um Útendingastofnun og þau lög sem stofnuninni er gert að starfa eftir??  Þetta á sér þá skýringu að í fyrra skiptið þegar þessi orð voru látin falla um að manninum yrði ekki vísað úr landi, voru ekki komin fram gögn um hann sem brottvísunin, sem síðar varð byggðist á.  Vandamálið við fólk þegar það er að halda einhverju fram, sem er ekki alveg skothelt, er að það er haldið eftir þeim hluta af frásögninni, sem getur grafið undan málflutningi þeirra eins og þú gerir núna.

Nei forvitni minni var ekki svalað á nokkurn hátt með þessu yfirklóri þín, þvert á móti jókst hún.

Jóhann Elíasson, 3.12.2016 kl. 20:36

3 identicon

Hér er umrædd fréttatilkynning með rökstuðninginum sem þú saknaðir kæri vin. Ég kalla þetta að rökstyðja með málefnalegum hætti.

https://www.facebook.com/notes/no-borders-iceland/vegna-kr%C3%B6fug%C3%B6ngu-fl%C3%B3ttamanna-3122016/1259949714071486

Svo veit ég ekki af hverju þú telur þetta satt sem þú segir. Það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að kærunefnd kvað sinn úrskúrð og að honum var brottvísað og það kom honum og lögmanni hans algjörlega í opna skjöldu. Ég hafði ekki hitt hann nema tvisvar en ég vona að ég fái að hitta hann aftur, ef ríki og menn leyfa.

En í alvöru talað vil ég ekki að við séum óvinir ég og þú þó lífsspeki og reynsluheimur okkar sé greinilega mjög ólíkur. "Það er greinilega ekki í lagi" er ekki bara ómálefnalegt heldur líka andstyggilegt, ósannfærandi og helst af öllu óþarfi. Getum við ekki reynt að eiga samtal í staðinn?

Kveðja,

Linus

Linus Orri (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 23:08

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einhliða umfjöllun sem eingöngu tekur fyrir aðra hlið málsins og hunsar með öllu hina hliðina, er EKKI marktækur rökstuðningur og er alls ekki boðlegt að lagt sé fyrir fólk sem eitthvert marktækt gagn í máli.  Ég er ekki óvinur neins en ef menn vilja líta á mig sem óvin sinn þá er það mér að meinalausu og skaðar mig ekki neitt.

Jóhann Elíasson, 4.12.2016 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband