Föstudagsgrín

Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son
sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.

Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar segir:
"Allir að drulla sér út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta andskotans
stoppistöðin í dag! Og allir drullusokkar sem ætla með, drulla sér inni í
lestina, því við erum andskoti seinir í dag."

Mömmunni bregður auðvitað og fer o......g skammar
strákinn:

 "Ég vil ekki
hafa svona orðbragð í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal
kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir
ekki svona orðbragð."

Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og
byrjar aftur að leika sér með lestina.

Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin
stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja: "Góðir farþegar, munið að taka allt
dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið
fljótt aftur."

Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram: "Þeir sem
eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að
ykkur líði vel í ferðinni í dag."

Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann
við: "Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við beljuna inni í eldhúsi..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband