ER ALMENNINGUR EKKI ENN BÚINN AÐ ÁTTA SIG Á ÞESSARI SVIKAMYLLU SEM LÍFEYRISSJÓÐIRNIR ERU?

Eignir segja nefnilega ekki allt um hver staða fyrirtækis er.  Fyrir hrun var talað um hversu stór Efnahagsreikningur stóru viðskiptabankanna var en allir vita hvernig það dæmi fór.  Það ætti að skoða lífeyrissjóðina aðeins.  Jú vissulega eru eignir þeirra gríðarlega miklar.  Í rauninni "eiga" lífeyrissjóðirnir EKKERT því ætluð "eign" þeirra er í raun og veru eign félagsmanna lífeyrissjóðanna En hvert er hlutfallið milli eigna og skulda?  Það er svolítið merkilegt að skoða þetta (skuldir eru að sjálfsögðu lífeyrisskuldbindingarnar).  Þrátt fyrir mikla "eignaaukningu" lífeyrissjóðanna eru þeir alltaf að SKERÐA lífeyrisréttindi félagsmanna sinnaÞetta segir bara að lífeyrissjóðirnir SKULDA MEIRA EN SEM NEMUR EIGNUM.  Þegar þannig er komið fyrir fyrirtækjum, að skuldir eru  umfram eignir eru þau úrskurðuð gjaldþrota.  En lífeyrissjóðirnir eru einu "fyrirtækin" (sem ég veit um) sem eru í þeirri stöðu að geta sjálf afskrifað hluta skulda sinna án þess að nokkur hafi neitt við það að athuga (því að minnka réttindi félagsmanna sinna er ekkert annað en að afskrifa skuldir).  ÉG FÆ EKKI BETUR SÉÐ EN AÐ LÍFEYRISSJÓÐIRNIR SÉU Í RAUN OG VERU GJALDÞROTA OG AÐ LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ SÉ EIN STÓR SVIKAMILLAHvert skyldi vera hlutfall rekstrargjalda af lífeyrisskuldbindingum?  Miðað við þau 12% sem fara af launum til lífeyrissjóðanna í dag, verða 15% um áramót, er hámarksréttur fólks þegar það hættir að vinna 4-6 % fer eftir lífeyrissjóði.

 

 

mbl.is B-deildin tóm eftir 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hárétt hjá þér Jóhann.

Þetta er viðbjóðslegt hvernig þessir svo kölluðu lífeyrissjóðir

ræna almenning hvern einasta dag. Þú borgar í þessa hýt segjum

í 40 ár. Framreiknað áttu þá að lágmarki um og yfir 100 milljónir

miðað við lágmarks laun. Hrekkur upp af 2 árum eftir að hafa notað

þessa skíta upphæð sem þú færð á mánuði við töku lifeyris. Eftir

situr sjóðurinn með restina af peningunum þínum, því Ísland er

eina landið í Evrópu þar sem þú átt ekki þinn eigin lífeyrir og þar

af leiðandi erfist hann ekki til eiginkonu og barna.

Þetta rán er í boði stjórnvalda og ætti einhver að kæra þetta til

mannréttindar dómsstóls að hægt sé að skikka þig til að borga í þennan

viðbjóð og svo gefa þér fingurinn og segja að þeir eigi allan peningin

sem ÞÚ borgaðir. Þetta er og hefur aldrei veirð í lagi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.12.2016 kl. 12:57

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það eru mörg ár síðan í ljós kom að ekki var allt með feldu með lífeyrissjóðina og mæti þar ýmislegt nefna, en hér veður bara minnst á eitt atriði.

Fyrir um 22. Árum þá var gerð tilraun til  að fá um það upplýsingar hvað viðkomandi fengi í lífeyri, þegar hann kæmist á lífeyris aldur eftir sautján ár og fyrir svörum var hranaleg kerling sem spurði um kenni tölu og að henni upplýstri þá spurði kerling með þjósti, hvað ert þú að spyrja um þetta svona ungur maðurinn. 

Sá sem svaraði sagði að það væri kannski ekki vitlaust að athuga þetta í tíma.  Eftir nokkra stund kom svarið og var það á þann veg að ef viðkomandi stæði í framkvæmdum þá ætti hann svona marga punkta og gæti fengið svona mikið lán og svo væri möguleiki á viðbótarláni. Spyrjandinn sagði að hann vantaði ekki lán, en hann  langaði að vita svona nokkurn vegin hvað hann hefði sér til lífsviðurværis þá hann kæmist á aldur og hæti að vinna. Þá hreyti þessi kerling úrsér að það væri ekkert hægt að svara því núna.    

Við komandi  þakkaði fyrir og lagði á, enda orðið ljóst að þessi  kerling hafði engan áhuga á að liðsinna manni sem borgaði henni kaup.  Þessi maður vann svo til 72. ára aldurs og fær rúmlega 20.þúsund kr. Meira en maður sem aldrei hefur borgað í lífeyrissjóð.  

Það var þá til mikils barist með þessu lífeyrissjóða kjaftæði sem ekkert  hefur komið útúr nema vellaunaðar stöður handa hrokafullum og ríkið stelur svo afgangnum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 16.12.2016 kl. 14:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er eitt atriði sem ekki hefur verið spáð neitt í.  En stjúpfaðir minn hafði alltaf greitt í lífeyrissjóð sjómanna, sem er Gildi í dag, hann hafði mikinn hluta af ævinni verið í toppplássum en svo kom að því að hann veiktist af krabbameini og lést nokkrum mánuðum síðar.  Hann hafði fengið lífeyri og fljótlega eftir jarðarförina fór móðir mín á skrifstofu sjóðsins en þá var henni tjáð að það væri í lögum sjóðsins, að maki fengi einungis 60 % af lífeyri látins félaga.  Síðan lést móðir mín nokkrum árum síðar og við systkinin fórum niður á lífeyrissjóð, en þá var okkur tjáð að það væri í lögum sjóðsins, að þegar maki lífeyrisfélaga félli frá þá rynni það sem eftir væri af inneign sjóðsfélagans til lífeyrissjóðsins.  Athugasemd við þetta er að ÖLL lög sem eru sett þurfa að standast stjórnarskrá. Þessi lög tel ég að brjóti í bága við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar.  Svo er annað í þessu tilfelli má segja að lífeyrissjóðurinn ERFI stjúpföður minn en ég hef aldrei séð í neinum ársreikningum lífeyrissjóðanna að þeir hafi nokkurn tíma greitt ERFÐAFJÁRSKATTHversu margir ætli látist sem einstæðingar og eru búnir að greiða í lífeyrissjóð í tugi áraNei ég er fullviss um það að það kæmi ýmislegt í ljós ef lífeyrissjóðirnir yrðu skoðaðir..............

Jóhann Elíasson, 16.12.2016 kl. 16:18

4 identicon

Já svo er einn annar vinkill í þessu og hann er að af iðgjöldum er ekki greiddur skattur, skatturinn er greiddur við útgreiðslu. En svo deyr sá sen greiddi í sjóðinn, ætli lífeyrissjóðurinn borgi þá skatt af þeim peningum sem lífeyrisþeginn hefði fengið borgað ef hann hefði lifað lengur. Ég held ekki. Ef ég hef rétt fyrir mér er þá ekki um skattsvik að ræða.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 19:10

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góðu punktur hjá þér Steindór.  Og mig minnir að það hafi verið 1991 (ef þetta er ekki rétt munað hjá mér verð ég vonandi leiðréttur), sem var gerð sú breyting að skattur varlagður á við ÚTGREIÐSLU lífeyris en fram að því greiddi sjóðfélagi skatt af lífeyrisgreiðslum,ÞANNIG AÐ SÁ SEM FÆR GREIDDAN LÍFEYRI Í DAG ER TVÍSKATTAÐUR FYRIR ÞÆR GREIÐSLUR SEM HANN INNTI AF HENDI FYRIR 1991.

Jóhann Elíasson, 16.12.2016 kl. 20:32

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég gef út handtökuskipun straks á morgun!

Eyjólfur Jónsson, 16.12.2016 kl. 21:31

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jóhann, Sigurður, Hrólfur og Steindór.

Þið hafið auðvitað allir á réttu að standa varðandi lífeyrisþjófnaðinn eins og hann leggur sig.

Ef rétt væri gefið og alþýða manna hér á landi væri ekki svikinn og prettuð, þá gætu karlar eins og við auðveldlega átt í heimspekilegum samræðum í vellystingum og munaði og það líklega í hvítum skikkjum að hætti efnaðra araba, í stað þess að nöldra hér á mbl.is

Almenningur í Bretlandi og Bandaríkjunum virðist vera að vakna til vitundar um svínaríið, en hvað með okkur?

Jónatan Karlsson, 16.12.2016 kl. 21:44

8 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður - sem og aðrir gestir, þínir !

Jóhann !

Þarna: rifjar þú upp, mikið þjóðþrifamál / lungi íslenzkra Lífeyrissjóða eru óforbetranleg þjófa- og ræningjabæli, sem njóta verndar alþingis óskoraðs, í sínum óþrifnaðar verkum.

Fyrir nokkrum árum - skutum við Sveinn Pálsson Tæknifræðingur:: kunnur síðuhafi hér á Mbl. vefnum harkalega á Lífeyrissjóð Verzlunarmanna t.d., þar sem Þórhallur Jósepsson:: þá nýráðinn formælandi Lífeyrissjóðsins reyndi að andæfa okkar beinskeyttu gagnrýni, af veikum mætti - og lagði loks á flótta, undan okkur Sveini / man jafnframt: að Halldór Jónsson Verkfræðingur, annar mætur síðuhafi hér á vefnum, lagði okkur Sveini drengilegt lið, í viðureiginni við Þórhall, og aðra nóta hans.

Að: ógleymdum Jóhanni Símonarsyni Sjómanni, dyggum stuðningsmanni okkar sjónarmiða - og síðuhafa jafnframt: hér á Mbl. vefnum.

Má vera: að illyrði mín, til Verzlunarmanna Lífeyrissjóðsins, sem og margra annarra sjóðanna, hafi átt stóran þátt í lokun síðu minnar, hér á vefnum, í Janúar 2015, m.a.

Þakkarverð mjög: eru einnig, frásögur og innlegg : Sigurðar Kristjáns Hjaltested / Hrólfs Vélfræðings Hraundal, sem og Steindórs Sigurðssonar - og HVERGI ofsagt neitt, í þeirra lýsingum, fremur en þínum: Jóhann.

Það er í rauninni full ástæða til - að Sigríður Friðjónsdóttir Ríkis saksóknari fái brask / sem og mang íslenzka Lífeyrissjóða kerfisins til rannsóknar, þó ekki væri nema, í ljósi þeirrar ógnvænlegu rýrnunar, sem iðgjaldendur hafa sætt, og sæta enn, eftir áratuga greiðzlur, til þessarra skelfilegu fyrirbæra.

Ég vil: ítreka þakkir mínar, til ykkar allra, fyrir að benda á þennan, enn eina anga ónýts siðferðis, í íslenzku fjármálalífi, ágætu piltar !

Látum hvergi staðar numið - baráttan er rétt að byrja, fyrir heilbrigðri niðurstöðu, í þessum málum !!!

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 21:53

9 identicon

.... Eyjólfur og Jónatan !

Þakka ykkur líka: ekki síður, ágætu drengir.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband