ERU VIRKILEGA EINHVERJIR SEM TAKA MARK Á ÞESSUM MATSFYRIRTÆKJUM?

Þetta eru sömu fyrirtæki og gáfu bönkunum hér á landi og víðar HÆSTU MÖGULEGU STÖÐUGLEIKAEINKUNN, KORTERI FYRIR HRUN. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að það eru þeir aðilar, sem eru að fá þessi "góðu" möt, sem greiða fyrir þau.  ÉG HEF ALDREI VITAÐ TIL ÞESS AÐ ÓVITLAUS HUNDUR BÍTI Í HÖNDINA Á ÞEIM SEM GEFUR HONUM AÐ ÉTA.  Það segir sig alveg sjálft að ef einhver fyrirtæki eða ríki fengi "slæmt" mat einhvers staðar, þá yrði ekki leitað þangað aftur.  HVERJUM ER TREYSTANDI????


mbl.is Matsfyrirtækin sektuð fyrir útblásin lánshæfismöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Segðu mér Jóhann stýrimaður. Bítur hundur nokkurn tíma þann sem gefur honum að borða?

Ómar Gíslason, 16.1.2017 kl. 00:02

2 identicon

Að taka mark á þessum matsfyrirtækjum er álíka og að taka mark á greinum frá bankamafíunni. Það er líka jafn gáfulegt og að taka mark á Bjarna Ben og svo má lengi telja. Þetta er allt sama mafían: Bankarnir, olíufélögin, triggingarfélögin, útgerðin, lífeirissjóðirnir og margt fleira sem ég gleymi að telja upp.

Allt á sömu bókina lært, almenningur borgar kostnaðinn en Elítan hirðir hagnaðinn.

Þannig er það líka með flóttamennina. Ef menn halda að það sé einhver góðmennska á bakvið það þá er það stór misskilningur. Flóttamennirnir eru bara fluttir inn til að fylla uppí láglaunastörfin, karlarnir að keyra rúturnar og konurnar til að þrífa nýju fínu hótelin. Almenningur borgar kostnaðinn við að koma þessu fólki til landsins og Elítan hirðir hagnaðinn þegar fólkið fer að vinna á launum sem enginn Íslendingur hefur efni á vera á.

Svona er þetta bara. Svo, úrslit síðusyu kosninga og þessi nýja ríkisstjórn, jörðuðu endanlega mína veiku von um að eitthvað gæti komist í lag í þessu landi áður en mokað verður yfir mig. Lifi spillingin.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.1.2017 kl. 06:48

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar, dýrin éta en mennirnir borða, þetta var sagt í sveitinni í gamla daga.... wink

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 09:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steindór, þarna hittir þú naglann beint á höfuðið og kafnegldir hann...

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband