HÚN Á ÞÁ EKKI ÆTTIR AÐ REKJA TIL JÓNS ARASONAR BISKUPS

Eins og flestir ef ekki allir Íslendingar.  Það er svolítið "sérstakt" að heil þjóð sé komin af kaþólskum biskupi.


mbl.is Eiga sama forföður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Nánast allir íslendingar.  Þeir eru undanskildir sem eru af erlendum ættum, eða geta ekki rakið ættir sínar aftur í aldir hér á landi.  Ef fólk er á annað borð af íslenskum ættum, þá virðist þjóðin öll komin af Jóni Arasyni.

Hvað ættrakninguna í Morgunblaðinu varðar, þá er hún nú ekki alveg 100% skotheld - það er ekki fullvíst hver faðir Guðmundar Nikulássonar var.

Púkinn, 24.1.2017 kl. 11:42

2 identicon

Satt segirðu, enda sagði Jónas Gíslason, kirkjusöguprófessor og vígslubiskup, við okkur nemendur sína, í kirkjusögutíma, þegar hann var að tala um Jón Arason og syni hans: "Og það síðasta, sem Björn, sonur hans, sagði, áður en hann var hálshöggvinn, var "Börnin mín ung og smá", og kaþólskir prestar máttu ekki kvænast eða eignast börn, þó að það hafi viðgengist hérna uppá Íslandi, enda var landið líka svo langt frá páfaveldinu í Róm." Okkur fannst það umhugsunarvert, en svona var þetta. Annars er þjóðin mjög blönduð, eins og við vitum, þar sem svo margir Danir fluttust hingað á þeim árum, sem við vorum dönsk nýlenda, og svo má ekki gleyma því, að norskir menn byggðu fyrst Ísland, og voru velflestir skyldir Noregskonungum. Það er því eðlilegt, að við köllum Norðmenn og Dani frændur okkar. Það er ekki til sá maður af íslenskum uppruna hér á landi, sem á ekki einhverja norska eða danska forfeður. Það sést, þegar farið er út í ættrakningar. Svo er nú það.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2017 kl. 11:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég biðst afsökunar á þessari ónákvæmni minni en ég var nú aðallega að benda á hversu "sérstakt" það er að heil þjóð sé afkomandi KAÞÓLSKS biskups, Friðrik en auðvitað hefði ég átt að vera nákvæmari.

Jóhann Elíasson, 24.1.2017 kl. 13:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðbjörg Snót, þakka þér þessa mjög svo fróðlegu og skemmtilegu athugasemd.

Jóhann Elíasson, 24.1.2017 kl. 13:11

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var það ekki siður á Íslandi i den tide að prestar/biskupar fengu að fara í bólið með brúðurina brúðkaupsnóttina? Einhvers staðar las ég það.

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2017 kl. 15:18

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þannig hljómaði sagan, nafni... wink

Kveðja af Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 24.1.2017 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband